Magic: Mitt Lakers-lið hefði unnið Golden State liðið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 12:30 Vísir/Samsett mynd/Getty og EPA Lið Golden State Warriors er þegar búið að setja NBA-met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili og vantar nú aðeins tvo sigra í viðbót til að tryggja sér NBA-titilinn annað árið í röð. NBA-goðsögnin Magic Johnson vill samt ekki gefa þeim það að þeir myndu ráða við Los Angeles Lakers liðið hans frá níunda áratugnum. Lakers-liðið frá níunda áratugnum var hið svokallaða Showtime-lið sem vann hug á hjörtu áhorfenda með hröðum og skemmtilegum leik þar sem Magic sjálfur lék við hvern sinn fingur. Ástæða þess að Magic Johnson var spurður út í útkomu úr ímynduðum leik á milli þessara liða var sú yfirlýsing Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors, eftir leik tvö í úrslitaeinvíginu að Warriors-liðið myndi vinna slíkan leik. Klay Thompson er vel tengdur inn í Lakers-liðið frá níunda áratugnum því faðir hans, Mychal Thompson, lék við hlið Magic Johnson í liði Los Angeles Lakers. Mychal Thompson kom til Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson 1987. „Ég hef aldrei séð tvo menn sem getað skotið boltanum eins og Steph [Curry] og Klay. Ég skal gefa þeim það," sagði Magic Johnson í viðtali í sjónvarpsþættinum First Take á ESPN. ESPN sagði frá. „Málið er að þeir hafa bara aldrei lent á móti liði eins og við vorum með. Hver þeirra sem hefði farið upp á móti mér hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og alveg sömu sögu er að segja af þeim James Worthy og Kareem [Abdul-Jabbar]," sagði Magic Johnson. „Pabbi Kyle, Mychal Thompson, er einn af klárustu körfuboltamönnunum sem ég hef spilað mér. Staðreyndin er bara að það myndi henta Warriors-liðinu illa að mæta okkur," sagði Johnson. „Það hefðu ekki getað stoppað Kareem og þeir hefðu ekki getað stoppað James. Þeir hefðu líka ráðið illa við það að við gátum bæði stillt upp og keyrt á lið í hraðaupphlaupum," sagði Magic. „Það sem þeir Curry og Thompson hafa gert fyrir NBA-deildina er frábært. Þeir verða frábærir fyrir þessa deild í langan tíma til viðbótar. Ég er samt ekki tilbúinn að gefa þeim neitt. Mitt Showtime Lakers-lið myndi vinna þá. Mér er alveg saman um hvað aðrir segja,“ sagði Magic. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Lið Golden State Warriors er þegar búið að setja NBA-met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili og vantar nú aðeins tvo sigra í viðbót til að tryggja sér NBA-titilinn annað árið í röð. NBA-goðsögnin Magic Johnson vill samt ekki gefa þeim það að þeir myndu ráða við Los Angeles Lakers liðið hans frá níunda áratugnum. Lakers-liðið frá níunda áratugnum var hið svokallaða Showtime-lið sem vann hug á hjörtu áhorfenda með hröðum og skemmtilegum leik þar sem Magic sjálfur lék við hvern sinn fingur. Ástæða þess að Magic Johnson var spurður út í útkomu úr ímynduðum leik á milli þessara liða var sú yfirlýsing Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors, eftir leik tvö í úrslitaeinvíginu að Warriors-liðið myndi vinna slíkan leik. Klay Thompson er vel tengdur inn í Lakers-liðið frá níunda áratugnum því faðir hans, Mychal Thompson, lék við hlið Magic Johnson í liði Los Angeles Lakers. Mychal Thompson kom til Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson 1987. „Ég hef aldrei séð tvo menn sem getað skotið boltanum eins og Steph [Curry] og Klay. Ég skal gefa þeim það," sagði Magic Johnson í viðtali í sjónvarpsþættinum First Take á ESPN. ESPN sagði frá. „Málið er að þeir hafa bara aldrei lent á móti liði eins og við vorum með. Hver þeirra sem hefði farið upp á móti mér hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og alveg sömu sögu er að segja af þeim James Worthy og Kareem [Abdul-Jabbar]," sagði Magic Johnson. „Pabbi Kyle, Mychal Thompson, er einn af klárustu körfuboltamönnunum sem ég hef spilað mér. Staðreyndin er bara að það myndi henta Warriors-liðinu illa að mæta okkur," sagði Johnson. „Það hefðu ekki getað stoppað Kareem og þeir hefðu ekki getað stoppað James. Þeir hefðu líka ráðið illa við það að við gátum bæði stillt upp og keyrt á lið í hraðaupphlaupum," sagði Magic. „Það sem þeir Curry og Thompson hafa gert fyrir NBA-deildina er frábært. Þeir verða frábærir fyrir þessa deild í langan tíma til viðbótar. Ég er samt ekki tilbúinn að gefa þeim neitt. Mitt Showtime Lakers-lið myndi vinna þá. Mér er alveg saman um hvað aðrir segja,“ sagði Magic. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira