Buxurnar heillar þjóðar Kári Stefánsson skrifar 8. júní 2016 07:00 Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert. Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann. Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: „Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar?“ Svarið var: „Nei, það var Svanhildur.“ „Hvað áttu við,“ spurði móðirin, „kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar?“ „Já“, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins. Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt. Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála. Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert. Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann. Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: „Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar?“ Svarið var: „Nei, það var Svanhildur.“ „Hvað áttu við,“ spurði móðirin, „kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar?“ „Já“, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins. Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt. Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála. Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun