Fótbolti

Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Siþgórsson í morgun.
Kolbeinn Siþgórsson í morgun. Mynd/Anton
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fór á morgun til Frakklands en brottför var frá Hilton hótelinu í Reykjavík klukkan 9.30 í morgun.

Það var létt yfir hópnum við brottförina en allur hópurinn var í glæsilegum sérsaumuðum jakkafötum með merki KSÍ saumað í brjóstvasann.

Hópurinn fór út með leiguflugi til frönsku borgarinnar Chambery en þaðan er aðeins um klukkustundarakstur til Annecy þar sem liðið mun hefja undirbúning sinn fyrir fyrsta leik sinn, gegn Portúgal í St. Etienne á þriðjudag.

Fréttamenn, myndatökumenn og ljósmyndarar 365 munu vitanlega gera mótinu góð skil og hefst reglubundinn fréttaflutningur frá Frakklandi á föstudag.

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson.Vísir/Anton
Jóhann Berg Guðmundsson.Vísir/Anton
Emil Hallfreðsson.Vísir/Anton
Gylfi Þór SigurðssonVísir/Anton
Birkir Bjarnason og félagar í rútunni.Vísir/Anton
Vísir/Anton
Eiður Smári Guðjohnsen stígur upp í rútuna.Vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×