Óttast að íbúar séu myrtir og pyntaðir af stjórnarliðum Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2016 09:54 Talið er að um 50 þúsund súnnítar sitji fastir í Fallujah og séu notaðir til að skýla vígamönnum. Svo virðist sem að flótti sé ekki það besta í stöðunni fyrir fólkið. Vísir/AFP Talið er að hundruð almennra borgara Fallujah, sem tilheyri súnnítum, hafi verið pyntaðir og myrtir af vopnuðum sveitum sjíta sem berjast með her Írak við borgina. Borgararnir eru sagðir hafa verið á flótta frá Fallujah sem er í haldi Íslamska ríkisins. Einnig hafa borist fréttir af því að vígamenn ISIS hafi skotið fólk sem reyni að flýja frá borginni. Í samtali við Telegraph staðfesta embættismenn í Anbar héraði að vopnaðar sveitir sjíta hafi handsamað um 600 súnníta í einu þorpi nærri Fallujah og tugi þar að auki sem flúið hafi frá borginni. Einn embættismaður segir fólkið hafa verið flutt til nærliggjandi herstöðvar þar sem menn hafi verið pyntaðir grimmilega. Hjúkrunarfræðingur sem blaðamenn Telegraph ræddi við segir tugi alvarlega meiddra manna hafi verið flutt á nærliggjandi sjúkrahús. Þar að auki hafi nokkur „brotin“ lík verið flutt þangað. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um að svona atvik gætu komið upp og hafa þessar vopnuðu sveitir sjíta, sem kallast Popular Mobilistation Units, einungis fengið að berjast við jaðar borgarinnar. Íbúar Fallujah eru að miklum meirihluta súnnítar. Talið er að um 50 þúsund manns séu í Fallujah. Áðurnefndur hjúkrunarfræðingur segir að mennirnir sem hann hafi hlúð af, hafi trúað því að stjórnarliðar myndu koma þeim til aðstoðar við að komast í öryggi. Blaðamenn Telegraph hafa skoðað myndir af fólkinu sem virðist hafa verið pyntað. Í umfjöllun þeirra er tekið fram að meiðsl fólksins séu margskonar en einn maður virðist hafa verið húðflettur að hluta.PMF sveitirnar hafa margsinnis verið sakaðar um að beita súnníta ofbeldi frá því að sókn Íraka gegn ISIS hófst. Yfirvöld hafa ávalt neitað slíkum ásökunum, en þrátt fyrir það hefur verið ákveðið að sveitirnar munu ekki koma að sókninni inn í Fallujah. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn sagðir skjóta á borgara á flótta Herinn telur tuga borgara hafa fallið frá því að árásin gegn borginni hófst fyrir um tveimur vikum. 6. júní 2016 13:56 Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Daish-samtökin hafa haft Fallúdsja í Írak á sínu valdi í meira en tvö ár. Búist er við langvinnum átökum sem bitni hart á um 50 þúsund íbúum borgarinnar. 31. maí 2016 07:00 Sýrlenskar hersveitir nálgast höfuðborg ISIS Ljóst er að mjög er nú sótt að ISIS úr öllum áttum. 4. júní 2016 13:48 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Talið er að hundruð almennra borgara Fallujah, sem tilheyri súnnítum, hafi verið pyntaðir og myrtir af vopnuðum sveitum sjíta sem berjast með her Írak við borgina. Borgararnir eru sagðir hafa verið á flótta frá Fallujah sem er í haldi Íslamska ríkisins. Einnig hafa borist fréttir af því að vígamenn ISIS hafi skotið fólk sem reyni að flýja frá borginni. Í samtali við Telegraph staðfesta embættismenn í Anbar héraði að vopnaðar sveitir sjíta hafi handsamað um 600 súnníta í einu þorpi nærri Fallujah og tugi þar að auki sem flúið hafi frá borginni. Einn embættismaður segir fólkið hafa verið flutt til nærliggjandi herstöðvar þar sem menn hafi verið pyntaðir grimmilega. Hjúkrunarfræðingur sem blaðamenn Telegraph ræddi við segir tugi alvarlega meiddra manna hafi verið flutt á nærliggjandi sjúkrahús. Þar að auki hafi nokkur „brotin“ lík verið flutt þangað. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um að svona atvik gætu komið upp og hafa þessar vopnuðu sveitir sjíta, sem kallast Popular Mobilistation Units, einungis fengið að berjast við jaðar borgarinnar. Íbúar Fallujah eru að miklum meirihluta súnnítar. Talið er að um 50 þúsund manns séu í Fallujah. Áðurnefndur hjúkrunarfræðingur segir að mennirnir sem hann hafi hlúð af, hafi trúað því að stjórnarliðar myndu koma þeim til aðstoðar við að komast í öryggi. Blaðamenn Telegraph hafa skoðað myndir af fólkinu sem virðist hafa verið pyntað. Í umfjöllun þeirra er tekið fram að meiðsl fólksins séu margskonar en einn maður virðist hafa verið húðflettur að hluta.PMF sveitirnar hafa margsinnis verið sakaðar um að beita súnníta ofbeldi frá því að sókn Íraka gegn ISIS hófst. Yfirvöld hafa ávalt neitað slíkum ásökunum, en þrátt fyrir það hefur verið ákveðið að sveitirnar munu ekki koma að sókninni inn í Fallujah.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn sagðir skjóta á borgara á flótta Herinn telur tuga borgara hafa fallið frá því að árásin gegn borginni hófst fyrir um tveimur vikum. 6. júní 2016 13:56 Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Daish-samtökin hafa haft Fallúdsja í Írak á sínu valdi í meira en tvö ár. Búist er við langvinnum átökum sem bitni hart á um 50 þúsund íbúum borgarinnar. 31. maí 2016 07:00 Sýrlenskar hersveitir nálgast höfuðborg ISIS Ljóst er að mjög er nú sótt að ISIS úr öllum áttum. 4. júní 2016 13:48 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Vígamenn sagðir skjóta á borgara á flótta Herinn telur tuga borgara hafa fallið frá því að árásin gegn borginni hófst fyrir um tveimur vikum. 6. júní 2016 13:56
Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Daish-samtökin hafa haft Fallúdsja í Írak á sínu valdi í meira en tvö ár. Búist er við langvinnum átökum sem bitni hart á um 50 þúsund íbúum borgarinnar. 31. maí 2016 07:00
Sýrlenskar hersveitir nálgast höfuðborg ISIS Ljóst er að mjög er nú sótt að ISIS úr öllum áttum. 4. júní 2016 13:48