Ellefu lykilatriði fyrir EM-ferðalagið til Frakklands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 13:30 Eyrnatappar, blá föt, veggabréf evrur, miðarnir og góða skapið er meðal þess sem ætti að taka með til Frakklands. Flautað verður til leiks á Evrópumótinu í knattspyrnu á föstudaginn með opnunarleik Frakka og Rúmena í París. Ísland mætir Portúgölum í Saint-Étienne þriðjudaginn 14. júní. Þúsundir Íslendinga eru á leiðinni til Frakklands að fylgjast með okkar mönnum sem spila í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts. Ýmislegt þarf að hafa í huga fyrir ferðalög venju samkvæmt og er ferð á Evrópumót í knattspyrnu engin undantekning. Hér að neðan má sjá lista yfir tíu hluti sem mega alls ekki gleymast. Athugið að listinn er ekki tæmandi og ekki við Vísi að sakast þótt aukanærbuxur gleymist heima. Hefðbundnari lista má til dæmis finna hér eða hér. Íslenska vegabréfið lítur svona út.vísir/stefán1. Vegabréfið Já, frekar augljóst en þeir sem fljúga utan til Frakklands þurfa eðli málsins samkvæmt að hafa vegabréfið með í för og sömuleiðis þeir sem fara yfir landamæri Frakklands við önnur lönd, t.d. þeir sem fljúga til Sviss og fara þaðan til Frakklands. Sömuleiðis gæti farið svo að miðahafar þurfi að framvísa skilríkjum á leikvanginum og þá gæti debetkort með fermingarmyndinni verið vafasamur pappír. Vegabréfið klikkar ekki en guð minn góður, ekki týna því.2. Evrópska sjúkratryggingakortið (ES kortið) Kortið er notað ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES landi, til dæmis Frakklandi. Kortið staðfestir rétt til heilbrigðisþjónustu sem verður nauðsynleg meðan á tímabundinni dvöl stendur. Hægt er að sækja um kortið hér.Nýr forseti verður kjörinn þann 25. júní.3. Kjóstu í forsetakosningunum Kosið verður til forseta Íslands þann 25. júní en nú þegar er hægt að kjósa utankjörfundar. Þeir sem verða ekki komnir til landsins þann 25. júní og hafa gert upp hug sinn, eða gera það fyrir brottför, geta kosið á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, virka daga milli klukkan 8:30 og 15:00 (Skógahlíð og Bæjarhrauni) til 9. júní. Eftir þann tíma fer atkvæðagreiðslan fram í Perlunni þar sem opið verður alla daga frá 10-22. Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu um land allt má sjá hér. Hægt er að kjósa í sendiráði Íslands í París en þá þurfa kjósendur samt að sjá um að koma atkvæðinu til Íslands í tæka tíð fyrir 25. júní. Til að sleppa við vesen er auðveldast að kjósa hér heima.4. Lærðu þjóðsönginn eða prentaðu útÆtlarðu að vera einn af þeim stuðningsmönnum sem syngur ekki með þjóðsöngnum fyrr en línan „Ísland þúsund ár“ hljómar? Taktu undir með Íslendingunum í stúkunni frá upphafi og taktu þátt í að búa til gæsahúðaraugnablik. Textann má til dæmis finna hér.5. Taktu miðana með Ef þú gleymir miðunum þá kemstu ekki á leikinn, nema að kaupa nýja miða dýrum dómi. Ef þú týnir miðunum þínum gildir það sama. Láttu þann ábyrga og minnst fulla í hópnum geyma miðana svo þetta klikki ekki. Það er enginn að fara að redda einu né neinu ef miðarnir glatast. Þá ertu í tómu tjóni. UEFA ítrekar þetta í reglum sínum. Íslenskar krónur gera lítið gagn í Frakklandi. Vissara væri að hafa evrur með.vísir/gva6. Aukakort og gjaldeyriHvað ætlarðu að gera þegar kemur í ljós að heimildin á kortinu er búin? Eða að aðeins er hægt að greiða með seðlum? Ekki láta eitt kreditkort nægja heldur taktu debetkortið með til vonar og vara OG gjaldeyri. Ekki vera gæinn í hópnum sem fær ekki heimild í Leifsstöð og þarf að byrja að slá lán hjá félögunum í upphafi langs ferðalags. Það er ekkert sérstakt upp á móralinn. Gjaldeyrinn er ekki lengur frankar heldur Evrur.7. Eyrnatappar Stór hluti ferðalanga deilir gistirými með öðru fólki, hvort sem er maka sínum, frændfólki eða vinum. Sumt fólk hrýtur, það er gangur lífsins. En það á ekki að þurfa að halda fyrir þér vöku. Ef þú ert að gista á hosteli og í rými með fjölda manns þá mun einhver hrjóta. Þar fer fólk líka á fætur og að sofa á ólíkum tímum svo áreitið er mikið. Sömuleiðis í löngum lestar- eða rútuferðum. Eyrnatappar geta gert kraftaverk. Þeir kosta lítið og ekki vitlaust að taka nokkur pör með því þegar þú vaknar gætu þeir verið horfnir eða ógeðslegir.8. Hleðslutæki fyrir síma Sími er ekki lengur sími. Síminn kemur þér á netið, geymir tónlistina þína og er myndavélin þín sem þú ætlar að safna minningum með. Hleðslutækið verður að vera með í för og við höfum heyrt verri hugmyndir en aukarafhlöðu eða USB-rafhlöðu enda alls óvíst að snjallsíminn þinn sé með svo öfluga rafhlöðu að hún dugi frá því þú yfirgefur hótelið og þangað til þú kemur þangað aftur.Landsliðsfyrirliðinn yrði vafalítið ánægður að sjá Íslendinga bláklædda í Frakklandi.vísir/hanna9. Blá fötHvort sem þú ætlar að kaupa íslenskan landsliðsbúning eða ekki hlýturðu að geta reddað þér bláum fötum svo þú sért sýnilegur á leikvöngunum. Við viljum að strákarnir okkar finni fyrir stuðningi og það munu þeir gera þegar þeir sjá bláu hópana í stúkunum. Gæti ekki verið að afi eigi gamlan landsliðsbúning með gamla KSÍ merkinu uppi í skáp? Búningarnir gerast varla flottari. Eða hringja í Pétur Ormslev og fá lánaða gamla Fram-treyju? Reddaðu þér!10. Verkfallsglaðir Frakkar Vertu meðvitaður um verkfallsaðgerðir í Frakklandi en líklega kemst ekkert Evrópuríki með tærnar þar sem Frakkar hafa hælana í verkfallsaðgerðum. Reikna má með því að lestarsamgöngur sem aðrar samgöngur geti lamast með skömmum fyrirvara og sömuleiðis gæti bensín orðið af skornum skammti. Best er því að fylgjast með fréttum eins vel og mögulegt er og gefa sér góðan tíma í öll ferðalög til að losna við stress og áhyggjur. Þá er rétt að hafa í huga að öryggisgæsla í Frakklandi verður afar mikil. Leikvangarnir munu opna þremur tímum fyrir leik og óvitlaust að mæta tímanlega. Það þýðir ekki að mæta fimm mínútur fyrir leik og halda að þú verðir kominn í sætið í tæka tíð til að ná öllu sem skiptir máli.11. Góða skapið. Grikkir urðu Evrópumeistarar árið 2004. Tíu árum fyrr mættu þeir á HM í Bandaríkjunum og töpuðu öllum sínum leikjum. Árið 1980 mættu þeir á EM á Ítalíu og unnu ekki leik. Það er einsdæmi að þjóðir slái í gegn í fyrstu tilraun á stórmóti en stelpurnar okkar töpuðu til dæmis öllum sínum leikjum á EM 2009, þeirra fyrsta. Árangur Íslands í Frakklandi á ekki að vera lykilatriði að skemmtilegri ferð á EM. Auðvitað vonast allir eftir því að okkar menn komi á óvart en líta ætti á það sem bónus. Upplifunin að fylgja sínu landsliði á eftir á stórmóti, borða góðan mat, hitta skemmtilegt fólk og njóta (vonandi) veðursins með bros á vör ætti að gera ferðina eftirminnilega óháð úrslitunum í leikjum Íslands.Eins og áður segir er listinn hvergi nærri tæmandi og eru lesendur hvatti til að bæta við listann í athugasemdakerfinu hér að neðan.Og ef þú ert ekki kominn í EM fever, þá skaltu horfa á myndbandið að neðan ekki seinna en núna! EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fjölmargir Íslendingar í basli með að losna við miðana sína á EM Litlar líkur eru á því að miðar íslenskra ferðalanga verði skoðaðir í Frakklandi. Íslendingar pöntuðu of marga miða segir reyndur fararstjóri. 2. júní 2016 09:30 Sjáðu þátt BBC um íslenska fótboltaævintýrið Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt íslenska landsliðinu mikinn áhuga í kjölfar frábærs árangurs þess á undanförnum misserum. 5. júní 2016 18:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Flautað verður til leiks á Evrópumótinu í knattspyrnu á föstudaginn með opnunarleik Frakka og Rúmena í París. Ísland mætir Portúgölum í Saint-Étienne þriðjudaginn 14. júní. Þúsundir Íslendinga eru á leiðinni til Frakklands að fylgjast með okkar mönnum sem spila í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts. Ýmislegt þarf að hafa í huga fyrir ferðalög venju samkvæmt og er ferð á Evrópumót í knattspyrnu engin undantekning. Hér að neðan má sjá lista yfir tíu hluti sem mega alls ekki gleymast. Athugið að listinn er ekki tæmandi og ekki við Vísi að sakast þótt aukanærbuxur gleymist heima. Hefðbundnari lista má til dæmis finna hér eða hér. Íslenska vegabréfið lítur svona út.vísir/stefán1. Vegabréfið Já, frekar augljóst en þeir sem fljúga utan til Frakklands þurfa eðli málsins samkvæmt að hafa vegabréfið með í för og sömuleiðis þeir sem fara yfir landamæri Frakklands við önnur lönd, t.d. þeir sem fljúga til Sviss og fara þaðan til Frakklands. Sömuleiðis gæti farið svo að miðahafar þurfi að framvísa skilríkjum á leikvanginum og þá gæti debetkort með fermingarmyndinni verið vafasamur pappír. Vegabréfið klikkar ekki en guð minn góður, ekki týna því.2. Evrópska sjúkratryggingakortið (ES kortið) Kortið er notað ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES landi, til dæmis Frakklandi. Kortið staðfestir rétt til heilbrigðisþjónustu sem verður nauðsynleg meðan á tímabundinni dvöl stendur. Hægt er að sækja um kortið hér.Nýr forseti verður kjörinn þann 25. júní.3. Kjóstu í forsetakosningunum Kosið verður til forseta Íslands þann 25. júní en nú þegar er hægt að kjósa utankjörfundar. Þeir sem verða ekki komnir til landsins þann 25. júní og hafa gert upp hug sinn, eða gera það fyrir brottför, geta kosið á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, virka daga milli klukkan 8:30 og 15:00 (Skógahlíð og Bæjarhrauni) til 9. júní. Eftir þann tíma fer atkvæðagreiðslan fram í Perlunni þar sem opið verður alla daga frá 10-22. Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu um land allt má sjá hér. Hægt er að kjósa í sendiráði Íslands í París en þá þurfa kjósendur samt að sjá um að koma atkvæðinu til Íslands í tæka tíð fyrir 25. júní. Til að sleppa við vesen er auðveldast að kjósa hér heima.4. Lærðu þjóðsönginn eða prentaðu útÆtlarðu að vera einn af þeim stuðningsmönnum sem syngur ekki með þjóðsöngnum fyrr en línan „Ísland þúsund ár“ hljómar? Taktu undir með Íslendingunum í stúkunni frá upphafi og taktu þátt í að búa til gæsahúðaraugnablik. Textann má til dæmis finna hér.5. Taktu miðana með Ef þú gleymir miðunum þá kemstu ekki á leikinn, nema að kaupa nýja miða dýrum dómi. Ef þú týnir miðunum þínum gildir það sama. Láttu þann ábyrga og minnst fulla í hópnum geyma miðana svo þetta klikki ekki. Það er enginn að fara að redda einu né neinu ef miðarnir glatast. Þá ertu í tómu tjóni. UEFA ítrekar þetta í reglum sínum. Íslenskar krónur gera lítið gagn í Frakklandi. Vissara væri að hafa evrur með.vísir/gva6. Aukakort og gjaldeyriHvað ætlarðu að gera þegar kemur í ljós að heimildin á kortinu er búin? Eða að aðeins er hægt að greiða með seðlum? Ekki láta eitt kreditkort nægja heldur taktu debetkortið með til vonar og vara OG gjaldeyri. Ekki vera gæinn í hópnum sem fær ekki heimild í Leifsstöð og þarf að byrja að slá lán hjá félögunum í upphafi langs ferðalags. Það er ekkert sérstakt upp á móralinn. Gjaldeyrinn er ekki lengur frankar heldur Evrur.7. Eyrnatappar Stór hluti ferðalanga deilir gistirými með öðru fólki, hvort sem er maka sínum, frændfólki eða vinum. Sumt fólk hrýtur, það er gangur lífsins. En það á ekki að þurfa að halda fyrir þér vöku. Ef þú ert að gista á hosteli og í rými með fjölda manns þá mun einhver hrjóta. Þar fer fólk líka á fætur og að sofa á ólíkum tímum svo áreitið er mikið. Sömuleiðis í löngum lestar- eða rútuferðum. Eyrnatappar geta gert kraftaverk. Þeir kosta lítið og ekki vitlaust að taka nokkur pör með því þegar þú vaknar gætu þeir verið horfnir eða ógeðslegir.8. Hleðslutæki fyrir síma Sími er ekki lengur sími. Síminn kemur þér á netið, geymir tónlistina þína og er myndavélin þín sem þú ætlar að safna minningum með. Hleðslutækið verður að vera með í för og við höfum heyrt verri hugmyndir en aukarafhlöðu eða USB-rafhlöðu enda alls óvíst að snjallsíminn þinn sé með svo öfluga rafhlöðu að hún dugi frá því þú yfirgefur hótelið og þangað til þú kemur þangað aftur.Landsliðsfyrirliðinn yrði vafalítið ánægður að sjá Íslendinga bláklædda í Frakklandi.vísir/hanna9. Blá fötHvort sem þú ætlar að kaupa íslenskan landsliðsbúning eða ekki hlýturðu að geta reddað þér bláum fötum svo þú sért sýnilegur á leikvöngunum. Við viljum að strákarnir okkar finni fyrir stuðningi og það munu þeir gera þegar þeir sjá bláu hópana í stúkunum. Gæti ekki verið að afi eigi gamlan landsliðsbúning með gamla KSÍ merkinu uppi í skáp? Búningarnir gerast varla flottari. Eða hringja í Pétur Ormslev og fá lánaða gamla Fram-treyju? Reddaðu þér!10. Verkfallsglaðir Frakkar Vertu meðvitaður um verkfallsaðgerðir í Frakklandi en líklega kemst ekkert Evrópuríki með tærnar þar sem Frakkar hafa hælana í verkfallsaðgerðum. Reikna má með því að lestarsamgöngur sem aðrar samgöngur geti lamast með skömmum fyrirvara og sömuleiðis gæti bensín orðið af skornum skammti. Best er því að fylgjast með fréttum eins vel og mögulegt er og gefa sér góðan tíma í öll ferðalög til að losna við stress og áhyggjur. Þá er rétt að hafa í huga að öryggisgæsla í Frakklandi verður afar mikil. Leikvangarnir munu opna þremur tímum fyrir leik og óvitlaust að mæta tímanlega. Það þýðir ekki að mæta fimm mínútur fyrir leik og halda að þú verðir kominn í sætið í tæka tíð til að ná öllu sem skiptir máli.11. Góða skapið. Grikkir urðu Evrópumeistarar árið 2004. Tíu árum fyrr mættu þeir á HM í Bandaríkjunum og töpuðu öllum sínum leikjum. Árið 1980 mættu þeir á EM á Ítalíu og unnu ekki leik. Það er einsdæmi að þjóðir slái í gegn í fyrstu tilraun á stórmóti en stelpurnar okkar töpuðu til dæmis öllum sínum leikjum á EM 2009, þeirra fyrsta. Árangur Íslands í Frakklandi á ekki að vera lykilatriði að skemmtilegri ferð á EM. Auðvitað vonast allir eftir því að okkar menn komi á óvart en líta ætti á það sem bónus. Upplifunin að fylgja sínu landsliði á eftir á stórmóti, borða góðan mat, hitta skemmtilegt fólk og njóta (vonandi) veðursins með bros á vör ætti að gera ferðina eftirminnilega óháð úrslitunum í leikjum Íslands.Eins og áður segir er listinn hvergi nærri tæmandi og eru lesendur hvatti til að bæta við listann í athugasemdakerfinu hér að neðan.Og ef þú ert ekki kominn í EM fever, þá skaltu horfa á myndbandið að neðan ekki seinna en núna!
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fjölmargir Íslendingar í basli með að losna við miðana sína á EM Litlar líkur eru á því að miðar íslenskra ferðalanga verði skoðaðir í Frakklandi. Íslendingar pöntuðu of marga miða segir reyndur fararstjóri. 2. júní 2016 09:30 Sjáðu þátt BBC um íslenska fótboltaævintýrið Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt íslenska landsliðinu mikinn áhuga í kjölfar frábærs árangurs þess á undanförnum misserum. 5. júní 2016 18:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar í basli með að losna við miðana sína á EM Litlar líkur eru á því að miðar íslenskra ferðalanga verði skoðaðir í Frakklandi. Íslendingar pöntuðu of marga miða segir reyndur fararstjóri. 2. júní 2016 09:30
Sjáðu þátt BBC um íslenska fótboltaævintýrið Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt íslenska landsliðinu mikinn áhuga í kjölfar frábærs árangurs þess á undanförnum misserum. 5. júní 2016 18:45