NBA: Golden State komið í 2-0 eftir stórsigur í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 07:02 Lið Golden State Warriors átti ekki í miklum vandræðum með Cleveland Cavaliers í nótt og er komið í 2-0 í útslitaeinvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir 110-77 sigur í Oakland. Golden State hefur nú unnið tvo fyrstu leikina sannfærandi á heimavelli sínum en næstu tveir eru í Cleveland. Annan leikinn í röð voru það samt ekki Skvettubræðurnir, Stephen Curry og Klay Thompson, sem voru að fara illa með lið Cleveland því aðalmaðurinn í nótt var hinn fjölhæfi Draymond Green. Draymond Green endaði leikinn með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga körfur og skoraði fleiri þrista en bæði Stephen Curry og Klay Thompson. Eftir leikinn voru menn að grínast með það að Draymond Green fengi inngöngu í klúbb þeirra Skvettubræðra. „Hættið þessu," var svar Draymond Green. „Í kvöld var hann einn af okkur," sagði Klay Thompson. Stephen Curry var með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Báðir hittu þeir Skvettubræður úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Það er engin ástæða til að fagna einhverju núna eða monta sig af þessu. Okkur vantar ennþá tvo sigra til að vinna titilinn og við þurfum að ná í þá. Við værum að ganga í gildru ef við höldum að við séum búnir að finna réttu lausnina til að vinna Cleveland og að þeir eigi ekki möguleika í einvíginu. Svoleiðis megum við ekki hugsa," sagði Stephen Curry varkár eftir leikinn. Þetta var stærsti sigur Golden State Warriors í lokaúrslitum en liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með samtal 48 stiga mun sem eru rosalegir yfirburðir á þessu stigi í keppninni. „Ég er hissa á því hversu stór sigurinn var. Það mun allt hinsvegar breytast þegar við förum til Cleveland og við vitum það," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Golden State var 3-1 undir í seríunni á móti Oklahoma City Thunder en vann þrjá síðustu leikina og hefur nú unnið tvo fyrstu leikina á móti Cleveland. Golden State er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og er á góðri leið að tryggja sér sinn sess í sögubókunum.LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland Cavaliers með 19 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar en hann var fyrir leikinn búinn að skora 20 stig eða meira í 25 leikjum í röð í úrslitakeppni. „Þeir bara unnu okkur. Við höfðum hvergi betur. Við vorum ekki betri en þeir í neinum hluta leiksins," sagði svekktur LeBron James eftir leikinn. Hann skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleiknum en tapaði líka 7 boltum. Lið með LeBron James innanborðs höfðu unnið leik tvö níu sinnum í röð eftir tap í fyrsta leik. Kevin Love fékk þungt höfuðhögg í leiknum og kláraði hann ekki. Love var með 5 stig og 3 fráköst á 21 mínútu. Það er óvíst hvort hann verði með í næsta leik. Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cleveland með 12 stig og Kyrie Irving skoraði 10 stig. Þetta mikla þrista lið skoraði tíu færri þriggja stiga körfur en lið Golden State Warriors og hitti aðeins úr 22 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta var 87. sigur Golden State Warriors á tímabilinu og liðið hefur nú jafnað heildarfjölda sigurleikja hjá liði Chicago Bulls frá 1995-96. Golden State hafði áður bætt met Chicago Bulls með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni. NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Lið Golden State Warriors átti ekki í miklum vandræðum með Cleveland Cavaliers í nótt og er komið í 2-0 í útslitaeinvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir 110-77 sigur í Oakland. Golden State hefur nú unnið tvo fyrstu leikina sannfærandi á heimavelli sínum en næstu tveir eru í Cleveland. Annan leikinn í röð voru það samt ekki Skvettubræðurnir, Stephen Curry og Klay Thompson, sem voru að fara illa með lið Cleveland því aðalmaðurinn í nótt var hinn fjölhæfi Draymond Green. Draymond Green endaði leikinn með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga körfur og skoraði fleiri þrista en bæði Stephen Curry og Klay Thompson. Eftir leikinn voru menn að grínast með það að Draymond Green fengi inngöngu í klúbb þeirra Skvettubræðra. „Hættið þessu," var svar Draymond Green. „Í kvöld var hann einn af okkur," sagði Klay Thompson. Stephen Curry var með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Báðir hittu þeir Skvettubræður úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Það er engin ástæða til að fagna einhverju núna eða monta sig af þessu. Okkur vantar ennþá tvo sigra til að vinna titilinn og við þurfum að ná í þá. Við værum að ganga í gildru ef við höldum að við séum búnir að finna réttu lausnina til að vinna Cleveland og að þeir eigi ekki möguleika í einvíginu. Svoleiðis megum við ekki hugsa," sagði Stephen Curry varkár eftir leikinn. Þetta var stærsti sigur Golden State Warriors í lokaúrslitum en liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með samtal 48 stiga mun sem eru rosalegir yfirburðir á þessu stigi í keppninni. „Ég er hissa á því hversu stór sigurinn var. Það mun allt hinsvegar breytast þegar við förum til Cleveland og við vitum það," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Golden State var 3-1 undir í seríunni á móti Oklahoma City Thunder en vann þrjá síðustu leikina og hefur nú unnið tvo fyrstu leikina á móti Cleveland. Golden State er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og er á góðri leið að tryggja sér sinn sess í sögubókunum.LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland Cavaliers með 19 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar en hann var fyrir leikinn búinn að skora 20 stig eða meira í 25 leikjum í röð í úrslitakeppni. „Þeir bara unnu okkur. Við höfðum hvergi betur. Við vorum ekki betri en þeir í neinum hluta leiksins," sagði svekktur LeBron James eftir leikinn. Hann skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleiknum en tapaði líka 7 boltum. Lið með LeBron James innanborðs höfðu unnið leik tvö níu sinnum í röð eftir tap í fyrsta leik. Kevin Love fékk þungt höfuðhögg í leiknum og kláraði hann ekki. Love var með 5 stig og 3 fráköst á 21 mínútu. Það er óvíst hvort hann verði með í næsta leik. Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cleveland með 12 stig og Kyrie Irving skoraði 10 stig. Þetta mikla þrista lið skoraði tíu færri þriggja stiga körfur en lið Golden State Warriors og hitti aðeins úr 22 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta var 87. sigur Golden State Warriors á tímabilinu og liðið hefur nú jafnað heildarfjölda sigurleikja hjá liði Chicago Bulls frá 1995-96. Golden State hafði áður bætt met Chicago Bulls með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni.
NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira