Höskuldur gagnrýnir foringjadýrkun en aðrir styðja Sigmund Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Höskuldur Þórhallsson Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að á miðstjórnarfundi flokksins sem fram fór í laugardag hafi komið fram hörð gagnrýni á formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Það er greinilega töluverð undiralda í flokknum og hún kom fram á fundinum,“ segir Höskuldur. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hef ég aldrei orðið vitni að viðlíkri foringjadýrkun sem virðist vera hjá mjög fámennum en duglegum hópi innan Framsóknarflokksins,“ segir Höskuldur enn fremur. Aðspurður hvort hann hyggi á formannsframboð segir hann aðra hluti sér ofar í huga á þessari stundu. Hann hafi hugsað sér að bjóða sig aftur fram til þings. „En ég neita því ekki að ég hef miklar áhyggjur af flokknum eins og staðan er akkúrat núna. Ég tel að við þurfum að hugsa vel hvernig við viljum ganga til kosninga. Hvort við viljum ganga til kosninga og ræða góð mál, ræða framtíðina og það sem vel hefur gengið eða hvort við viljum ræða Panamaskjölin og vera í sífelldri varnarbaráttu, ég tel að kosningabaráttan gæti, ef heldur fram sem horfir, snúist um það, en ég vona ekki,“ segir Höskuldur.Páll Jóhann PálssonAðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði tali af, þau Páll Jóhann Pálsson, Willum Þór Þórsson, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir og Ásmundur Einar Daðason segja að fundurinn hafi verið góður, að opinskáar umræður hafi átt sér stað en fólk hafi yfirgefið fundinn sátt. Þórunn Egilsdóttir segir sína tilfinningu hafa verið að Sigmundur Davíð myndi að öllum líkindum leiða flokkinn í næstu kosningum. „Ég gat ekki annað merkt á miðstjórnarfundinum. Mér fannst það koma nokkuð skýrt fram,“ segir Þórunn. Páll Jóhann tekur í sama streng og segist hafa upplifað fundinn þannig. Það gerir Willum Þór sömuleiðis sem og Ásmundur Einar. „Ég held það séu samt flestir á því að það hefði verið æskilegra að kjósa á eðlilegum tíma en það er búið að tala um þetta og menn eru tilbúnir að standa við það,“ segir Páll Jóhann um fyrirhugaðar kosningar í haust. Aðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði í tóku í sama streng. Þau vilji standa við gefin fyrirheit en fyndist ef til vill skynsamlegra að kjósa í vor. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21 „Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07 Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21 Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að á miðstjórnarfundi flokksins sem fram fór í laugardag hafi komið fram hörð gagnrýni á formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Það er greinilega töluverð undiralda í flokknum og hún kom fram á fundinum,“ segir Höskuldur. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hef ég aldrei orðið vitni að viðlíkri foringjadýrkun sem virðist vera hjá mjög fámennum en duglegum hópi innan Framsóknarflokksins,“ segir Höskuldur enn fremur. Aðspurður hvort hann hyggi á formannsframboð segir hann aðra hluti sér ofar í huga á þessari stundu. Hann hafi hugsað sér að bjóða sig aftur fram til þings. „En ég neita því ekki að ég hef miklar áhyggjur af flokknum eins og staðan er akkúrat núna. Ég tel að við þurfum að hugsa vel hvernig við viljum ganga til kosninga. Hvort við viljum ganga til kosninga og ræða góð mál, ræða framtíðina og það sem vel hefur gengið eða hvort við viljum ræða Panamaskjölin og vera í sífelldri varnarbaráttu, ég tel að kosningabaráttan gæti, ef heldur fram sem horfir, snúist um það, en ég vona ekki,“ segir Höskuldur.Páll Jóhann PálssonAðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði tali af, þau Páll Jóhann Pálsson, Willum Þór Þórsson, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir og Ásmundur Einar Daðason segja að fundurinn hafi verið góður, að opinskáar umræður hafi átt sér stað en fólk hafi yfirgefið fundinn sátt. Þórunn Egilsdóttir segir sína tilfinningu hafa verið að Sigmundur Davíð myndi að öllum líkindum leiða flokkinn í næstu kosningum. „Ég gat ekki annað merkt á miðstjórnarfundinum. Mér fannst það koma nokkuð skýrt fram,“ segir Þórunn. Páll Jóhann tekur í sama streng og segist hafa upplifað fundinn þannig. Það gerir Willum Þór sömuleiðis sem og Ásmundur Einar. „Ég held það séu samt flestir á því að það hefði verið æskilegra að kjósa á eðlilegum tíma en það er búið að tala um þetta og menn eru tilbúnir að standa við það,“ segir Páll Jóhann um fyrirhugaðar kosningar í haust. Aðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði í tóku í sama streng. Þau vilji standa við gefin fyrirheit en fyndist ef til vill skynsamlegra að kjósa í vor. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21 „Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07 Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21 Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30
Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21
„Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07
Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21
Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22