Nokkrir vináttulandsleiki fóru fram í dag en landsliðin undirbúa sig núna fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst 10. júní.
Helst ber að nefna frábæran sigur Svía á Wales en leikurinn fór 3-0 fyrir heimamenn. Það voru þeir Emil Forsberg, Mikael Lustig og John Guidetti sem gerði sitt markið hver í leiknum. Walesverjar voru frábærir í undankeppni EM en þessi úrslita kannski ákveðinn skellur.
Tékkar töpuðu fyrir Suður-Kóreu, 2-1, en Suður-Kórea skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og voru þeir Bit-Garam Yoon og Hyan-Jun Suk þar að verki. Marek Suchy minnkaði muninn fyrir Tékka í upphafi síðari hálfleiksins.
Belgar unnu fínan sigur á Norðmönnum, 3-2, en Romelu Lukaku, Edin Hazard og Laurent Ciman gerðu allir mark í leiknum og lögðu gruninn að góðum sigri.
Svo gerðu Rússar og Serbar 1-1 jafntefli.
