Karlar kenna konum Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Fyrir kosningafíkla er góð og löng kosningabarátta stórviðburður sem fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Dálítið eins og EM í fótbolta. Við bíðum með eftirvæntingu eftir skoðanakönnunum, stúderum viðtöl, kortleggjum pólitískar samsæriskenningar og elskum að ræða stöðuna í baráttunni. Fyrir einhverja er atriði að eiga sér uppáhald en fyrir aðra er sjálf keppnin það sem heillar. Hápunktinum er svo auðvitað náð þegar Jóhanna Vigdís birtist á skjánum í fallegum hvítum kosningajakka. Þá er kjördagur runninn upp.Tveir réttir, annar skemmdur Kosningabarátta vegna kjörs á forseta Íslands stendur í nokkrar vikur á meðan Bandaríkin bjóða upp á baráttu sem byggir upp spennu mánuðum saman. Forsetakjör í Bandaríkjunum hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir heiminn allan. Bandaríski matseðillinn býður hins vegar yfirleitt bara upp á tvo kosti og að þessu sinni er réttur repúblikana skemmdur. Í þessu ljósi er það ekki lítið afrek að ná að halda athygli alls heimsins svo mánuðum skiptir. Það geta síðan varla talist meðmæli með kjósendum að kannanir benda til að úrslit geti orðið tvísýn. Það gæti raunverulega farið svo að Trump verði forseti Bandaríkjanna eins lygilega og það hljómar. Bandaríkjamenn eiga það eftir að velja sér konu sem forseta. Auðvitað yrði það glæsilegur kafli í sögunni ef arftaki Obama yrði Clinton, fyrst kvenna í þessu embætti. Þrátt fyrir að nú sé nánast öruggt að Clinton fái útnefningu Demókrataflokksins þá hefur Bernie Sanders reynst henni erfiðari en hann hefði átt að vera, t.d. í ljósi þess að hann var ekki fyrr en nýlega í Demókrataflokknum. Hann nýtur ótrúlega mikils stuðnings hjá yngstu kjósendum, stuðningur við hann er skilgreindur sem róttækt val og yfirlýsing um breytingar. Sanders er sannarlega vinstrisinnaðri en Clinton en hann er hins vegar bandarískur sósíalisti sem er dálítið annar handleggur en sósíalisti í Evrópu. Þessi þingmaður Vermont hefur til dæmis ríka samúð með byssueigendum. Í íslensku samhengi myndi pólitík Sanders teljast mátulega róttæk, sennilega í námunda við miðjuna.Nýr hvítur karlmaður Clinton og Sanders eru bæði góðir kostir. Og Sanders er dálítið sjarmerandi. Það truflar hins vegar af hvaða ástæðum margir kjósendur styðja Sanders. Hvort þeirra er raunverulega að ryðja veginn? Er svarið við kröfunni um eitthvað nýtt í Washington 74 ára hvítur karlmaður frá Vermont? Stuðningsmenn Sanders og álitsgjafar hafa náð að vinna þeirri hugmynd fylgi að kosning hans yrði róttæk og jafnvel femínískari en að kjósa konu. Þetta afrek minnir á þegar repúblikanar drógu upp mynd af Obama, svörtum syni einstæðrar móður, sem fulltrúa elítunnar af því að hann borðaði rucola-salat.Mansplaining Yfirburðir Clinton hvað varðar pólitíska reynslu eru svo miklir að það er útilokað að draga getu hennar í efa. Kannski að það sé einmitt þess vegna sem hún er gagnrýnd fyrir að vera fulltrúi ráðandi hóps og reynslan notuð gegn henni. Líkt og á EM eru frambjóðendur nefnilega ekki bara dæmdir út frá getu á vellinum heldur líka út frá öðrum og óljósari þáttum. Sanders væri í fótboltanum sagður sýna mikinn karakter og vilja. Árið 2008 kom út ritgerðarsafnið „Men Explain Things to Me“ eftir bandaríska rithöfundinn Rebeccu Solnit þar sem hún fjallar um fyrirbæri sem síðar fékk heitið „mansplaining“. Þar er fjallað um karlmanninn sem útskýrir eitthvað fyrir konu sem veit mun meira um málefnið en hann sjálfur. Hann gefur heimilislækni með flensuna það ráð að drekka mikinn vökva. Hann útskýrir sársauka fæðingar fyrir móður. Hann segir rithöfundi frá bók sem hún skrifaði sjálf. Getur verið að framboð Hillary sé í þessari stöðu þegar framboð Sanders útskýrir femínisma fyrir henni? Þegar eldri karlmaður útskýrir fyrir konu í forsetaframboði í Bandaríkjunum að nú þurfi að velja fulltrúa fólksins? Er það ekki dálítið eins og að einhver sjónvarpsáhorfandi heima í stofu myndi útskýra fyrir Lars hvernig íslenska landsliðið komst á EM?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir kosningafíkla er góð og löng kosningabarátta stórviðburður sem fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Dálítið eins og EM í fótbolta. Við bíðum með eftirvæntingu eftir skoðanakönnunum, stúderum viðtöl, kortleggjum pólitískar samsæriskenningar og elskum að ræða stöðuna í baráttunni. Fyrir einhverja er atriði að eiga sér uppáhald en fyrir aðra er sjálf keppnin það sem heillar. Hápunktinum er svo auðvitað náð þegar Jóhanna Vigdís birtist á skjánum í fallegum hvítum kosningajakka. Þá er kjördagur runninn upp.Tveir réttir, annar skemmdur Kosningabarátta vegna kjörs á forseta Íslands stendur í nokkrar vikur á meðan Bandaríkin bjóða upp á baráttu sem byggir upp spennu mánuðum saman. Forsetakjör í Bandaríkjunum hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir heiminn allan. Bandaríski matseðillinn býður hins vegar yfirleitt bara upp á tvo kosti og að þessu sinni er réttur repúblikana skemmdur. Í þessu ljósi er það ekki lítið afrek að ná að halda athygli alls heimsins svo mánuðum skiptir. Það geta síðan varla talist meðmæli með kjósendum að kannanir benda til að úrslit geti orðið tvísýn. Það gæti raunverulega farið svo að Trump verði forseti Bandaríkjanna eins lygilega og það hljómar. Bandaríkjamenn eiga það eftir að velja sér konu sem forseta. Auðvitað yrði það glæsilegur kafli í sögunni ef arftaki Obama yrði Clinton, fyrst kvenna í þessu embætti. Þrátt fyrir að nú sé nánast öruggt að Clinton fái útnefningu Demókrataflokksins þá hefur Bernie Sanders reynst henni erfiðari en hann hefði átt að vera, t.d. í ljósi þess að hann var ekki fyrr en nýlega í Demókrataflokknum. Hann nýtur ótrúlega mikils stuðnings hjá yngstu kjósendum, stuðningur við hann er skilgreindur sem róttækt val og yfirlýsing um breytingar. Sanders er sannarlega vinstrisinnaðri en Clinton en hann er hins vegar bandarískur sósíalisti sem er dálítið annar handleggur en sósíalisti í Evrópu. Þessi þingmaður Vermont hefur til dæmis ríka samúð með byssueigendum. Í íslensku samhengi myndi pólitík Sanders teljast mátulega róttæk, sennilega í námunda við miðjuna.Nýr hvítur karlmaður Clinton og Sanders eru bæði góðir kostir. Og Sanders er dálítið sjarmerandi. Það truflar hins vegar af hvaða ástæðum margir kjósendur styðja Sanders. Hvort þeirra er raunverulega að ryðja veginn? Er svarið við kröfunni um eitthvað nýtt í Washington 74 ára hvítur karlmaður frá Vermont? Stuðningsmenn Sanders og álitsgjafar hafa náð að vinna þeirri hugmynd fylgi að kosning hans yrði róttæk og jafnvel femínískari en að kjósa konu. Þetta afrek minnir á þegar repúblikanar drógu upp mynd af Obama, svörtum syni einstæðrar móður, sem fulltrúa elítunnar af því að hann borðaði rucola-salat.Mansplaining Yfirburðir Clinton hvað varðar pólitíska reynslu eru svo miklir að það er útilokað að draga getu hennar í efa. Kannski að það sé einmitt þess vegna sem hún er gagnrýnd fyrir að vera fulltrúi ráðandi hóps og reynslan notuð gegn henni. Líkt og á EM eru frambjóðendur nefnilega ekki bara dæmdir út frá getu á vellinum heldur líka út frá öðrum og óljósari þáttum. Sanders væri í fótboltanum sagður sýna mikinn karakter og vilja. Árið 2008 kom út ritgerðarsafnið „Men Explain Things to Me“ eftir bandaríska rithöfundinn Rebeccu Solnit þar sem hún fjallar um fyrirbæri sem síðar fékk heitið „mansplaining“. Þar er fjallað um karlmanninn sem útskýrir eitthvað fyrir konu sem veit mun meira um málefnið en hann sjálfur. Hann gefur heimilislækni með flensuna það ráð að drekka mikinn vökva. Hann útskýrir sársauka fæðingar fyrir móður. Hann segir rithöfundi frá bók sem hún skrifaði sjálf. Getur verið að framboð Hillary sé í þessari stöðu þegar framboð Sanders útskýrir femínisma fyrir henni? Þegar eldri karlmaður útskýrir fyrir konu í forsetaframboði í Bandaríkjunum að nú þurfi að velja fulltrúa fólksins? Er það ekki dálítið eins og að einhver sjónvarpsáhorfandi heima í stofu myndi útskýra fyrir Lars hvernig íslenska landsliðið komst á EM?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun