Goðsagnir spá í spilin: Engin heppni að Ísland er á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2016 07:00 Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen og Pétur Pétursson eru allir bjartsýnir á gott gengi strákanna okkar á EM í Frakklandi. vísir/Eyþór „Arnór mætti nú aldrei í leiki fyrr en í seinni hálfleik þannig að eðlilega er hann seinn núna,“ segir Pétur Pétursson og Guðni Bergsson hlær þegar þessar tvær goðsagnir landsliðsins standa með blaðamanni og ljósmyndurum Fréttablaðsins á torginu í Skaftahlíðinni. Arnór er þó ekki nema þremur mínútum of seinn. Þegar hann mætir faðmast þeir allir innilega og léttu skotin úr klefanum byrja og húmorinn er í fyrirrúmi. Þetta er eins og að fylgjast með hermönnum sem stóðu saman í styrjöld og börðust fyrir sama málstað hittast mörgum árum síðar. Þeir upplifðu margt saman og eignuðust vini fyrir lífstíð. Enda er fótboltinn og sérstaklega landsleikir stríð út af fyrir sig. „Það eru sérstök tengsl sem myndast þegar menn taka þátt í svona baráttu saman með liði og sérstaklega landsliði. Við spiluðum náttúrlega saman í mörg ár, allir, og supum marga fjöruna þannig að maður finnur fyrir tengslum og þegar við hittumst er því stutt í búningsherbergjamóralinn,“ segir Guðni og Pétur tekur undir orð miðvarðarins magnaða. „Þegar maður hættir í fótbolta saknar maður félagsskaparins mest. Þetta er búin að vera rútína hjá þér í 20-30 frá því maður byrjaði í yngri flokkunum en allt í einu er lokað á þig eða þú ert hættur og ferð að gera eitthvað annað. Maður fattar það ekki fyrr en mörgum árum seinna hvað maður saknar félagskaparins,“ segir Pétur. Arnór heldur sig fyrst til hlés en grípur svo orðið: „Ég man alltaf þegar maður kom heim í landsleiki og við strákarnir hittumst. Það var alltaf skemmtileg spenna í kringum það og skemmtilegur mórall. Þetta var ákveðin vítamínsprauta frá því að vera úti í stressinu að spila. Það gat gert margt fyrir mann að hitta bara félagana og það var kannski engu síðra en að spila leikina. Svo öðru hverju tókst okkur kannski að vinna leik,“ segir Arnór og strákarnir hlæja. „Það var ánægjulegt og kom alltaf þægilega á óvart þegar það tókst,“ segir Guðni og Pétur nýtir tækifærið til að skjóta á Þorgrím Þráinsson: „Það sem var að, var að Toggi var í liðinu. Ef hann hefði ekki verið í liðinu þá hefði gengið betur.“ Allir hlæja.Pétur Pétursson átti glæsilegan feril og er goðsögn hjá Feyenoord í Hollandi.vísir/gettyTíu færi – eitt mark Karlalandsliðið í dag er komið á stórmót og var einnig nálægt því 2013 þegar liðið tapaði í umspili gegn Króatíu. Áður hefur íslenska liðið gert sér vonir um að komast á stórmót eins og fyrir HM 1990 þegar liðið gerði grátlegt jafntefli við Austurríki á heimavelli í leik sem það átti að vinna. Þremenningarnir voru allir að spila með landsliðinu á þeim tíma. Einnig átti Ísland góða undankeppni fyrir EM 1996 þar sem Arnór og Guðni voru og Guðni var svo aftur í séns í endurkomunni fyrir EM 2004 þar sem frægur leikur gegn Þýskalandi tapaðist á útivelli í lokaumferðinni. Þeir félagarnir eru beðnir um að rifja upp Austurríkisleikinn sem voru kannski mistök hjá blaðamanni. „Ég var meiddur í þeim leik,“ segir Arnór. „Enda gekk okkur mjög vel í þeim leik,“ skýtur Guðni á hann og Pétur hlær. „Ég fékk ekki að spila leikinn gegn Austurríki. Siggi Grétars spilaði þann leik og fékk tíu færi og skoraði eitt mark,“ segir Pétur. Guðni heldur áfram: „Við áttum að vinna þennan leik. Þarna var Sigfried Held að þjálfa okkur og við vorum með ansi góðan hóp. Held kom inn með öðruvísi sýn á þetta. Hann var með mikinn metnað og var kröfuharður. Ég tel okkur hafa svarað því vel en því miður tókst okkur þetta ekki alveg. Við vorum ekki langt frá því að vera í raunverulegri baráttu um að komast á stórmót.“ Á þessum tíma var mikill hugur í mönnum: „Stundum þegar maður hugsar til baka leiðir maður hugann að viðtölum sem maður fór í. Ég man eftir viðtali sem ég fór í árið 1987 þar sem ég sagði að það væri ekkert rosalega langt þar til við færum á eitthvert stórmót. Þetta var einhvers staðar á sveimi í hausnum á okkur. Við töldum þetta möguleika,“ segir Pétur.Miklar væntingar Væntingar íslensku þjóðarinnar eru eitthvað sem íslenskir íþróttamenn og sérstaklega landslið á stórmótum hafa fengið að kynnast. Karlalandsliðið í handbolta hefur líklega farið verst, eða best, út úr því hvernig sem á það er litið. Þjóðin hefur ákveðnar væntingar til karlalandsliðsins í fótbolta og það var byrjað um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Frægt er dæmið um leikinn gegn Austur-Þýskalandi sem svo tapaðist, 6-0. „Þetta var fyrsti leikurinn sem ég man eftir þar sem var tilkynnt í fjölmiðlum að Ísland væri að fara að vinna stórsigur. Það var ótrúlegt að horfa upp á þetta. Svo mættu Austur-Þjóðverjarnir bara til leiks og rúlluðu yfir okkur,“ segir Pétur. Arnór man vel eftir þessu: „Það mynduðust rosalegar væntingar og kannski eðlilega því þetta var hálfgerður úrslitaleikur.“ Guðni er léttur og segir: „Ég var á bekknum í þessum leik og því fór sem fór. Þarna voru alveg gríðarlegar væntingar og menn stóðust ekki alveg það álag og við runnum á rassinn með þetta. Þetta var ekki góður dagur.“ En hvernig eiga strákarnir okkar að tækla þessar væntingar í Frakklandi? „Ég held að það sé frekar einstaklingsbundið hvernig menn taka á þessari spennu sem myndast. Það hefur þó sýnt sig í þessari keppni að samstaðan hefur komið þessu liði áfram. Strákarnir hafa unnið sem einn maður inn á vellinum. Það hafa verið æfingaleikir núna sem hafa tapast en ég held það sé bara hollt fyrir þá. Ég held að liðið sé að komast að því hvað það getur leyft sér og hvað ekki. Ég hef samt fulla trú á því að þeir detti aftur inn í þann andlega pakka sem þeir voru í í riðlinum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá líka til að sýna sig,“ segir Arnór.Eiður Smári og Arnór Guðjohnsen hafa skilað af sér ríflega 30 árum með íslenska landsliðinu.vísir/gettyEiður mikilvægur Það var nánast klappað í salnum á blaðamannafundi landsliðsins þegar hópurinn var tilkynntur og menn sáu að Eiður Smári Guðjohnsen færi með. Það langar alla fótboltaáhugamenn að sjá hann loka hringnum og setja punkt fyrir aftan 30 ára fótboltaarfleifð Guðjohnsen-feðga til Íslendinga með því að spila á stórmóti. Eiður á reyndar þrjá syni sem allir eru líklegir til að gleðja landann næstu áratugi. En það er önnur saga. „Ég er hrikalega ánægður fyrir hans hönd og sérstaklega að hann fái þetta tækifæri á hans aldri. Auðvitað er ég samt sammála Eiði sjálfum í því að það hefði verið gaman fyrir hann að vera á toppi ferilsins á svona móti. Hann getur samt smitað út frá sér jákvæðni og reynslu og getur peppað strákana upp. Hann er í dag ekkert síður mikilvægur fyrir liðið utan vallar en innan,“ segir Arnór, en hvað telja hinir tveir að hann færi landsliðinu í Frakklandi? Pétur: „Hann er þarna inni með fullt af reynslu, búinn að spila stóra leiki með stórum liðum. Eiður þekkir þetta umhverfi og pressuna sem fylgir svona stórleikjum. Ég man nú alltaf eftir ræðu Eiðs Smára þegar við Ólafur vorum að þjálfa liðið eftir 2-2 jafntefli gegn Noregi. Þá tók hann sig til og hélt frábæra ræðu inni í klefa. Það eru svoleiðis hlutir sem Eiður þarf að koma með inn í þetta þó hann sé ekki alltaf inni á vellinum. Guðni: „Mínúturnar sem Eiður Smári hefur spilað hafa ekki verið margar en verið mjög góðar. Vægi hans í hópnum er mikið og hann hefur alla þessa reynslu. Hann hefur líka góðan húmor og ég veit að hann er að miðla til strákanna og er til taks fyrir þá. Það má samt ekki gleyma því sem hann færir liðinu sem leikmaður. Hann hefur svo mikla hæfileika sem geta nýst okkur.“ Eiður fór langt með að hætta í landsliðinu eftir tapið fyrir Króatíu í nóvember 2013 en er nú hálfu þriðja ári seinna á leið með strákunum okkar á EM. „Ég held að hann hafi talað svolítið í svekkelsinu því hann batt miklar vonir við þessa leiki. Það er nú stundum þannig að maður segir eitthvað og sér eftir því vegna þess að maður á nóg eftir og hefur eitthvað að gefa af sér. Ég held að svekkelsið hafi talað akkúrat á þessum tímapunkti og honum fundist hann ekki eiga meira að gefa fyrir liðið. En svo hverfa menn aftur til nútíðar,“ segir Arnór um son sinn.Landsliðið æfði í Laugardalnum í gær fyrir vináttuleikinn gegn Liechteinstein.vísir/hannaBesta liðið Vegna árangurs íslenska landsliðsins í dag er það af flestum talið það besta í sögunni. Við höfum átt góð lið áður og frábæra leikmenn eins og þá þrjá sem sitja með blaðamanni í fundarherbergi í Skaftahlíðinni og drekka kaffi. Kemur það illa við þessar goðsagnir þegar þetta lið er kallað það besta? „Nei, alls ekki,“ segir Guðni. Þeir eiga þetta skilið. Þeir hafa náð frábærum árangri. Við vorum fjandi góðir samt. Ég er samt ekki svo viss um að við eigum mikið fleiri háklassa leikmenn en áður. Það er kannski meiri breidd í liðinu.“ Pétur brosir og skýtur inn: „Það eru engar svona stjörnur eins og við vorum. Við vorum betri en þeir sem einstaklingar en þeir eru með betra lið.“ Guðni hlær. „Ég vildi bara ekki segja þetta. Nei, nei. Þið vitið hvað ég meina. Nú eru miklu fleiri atvinnumenn og þannig er hægt að velja fleiri sem skila sínu hlutverki.“Engin heppni Íslenska þjóðin hefur alveg ástæðu til bjartsýni í Frakklandi. Pétur bendir á að þetta lið hefur ekki klikkað í alvöru leikjum í mörg ár þó vináttuleikirnir hafa ekki boðið upp á mikla gleði. „Þessir gamnileikir eru bara gamnileikir. Þeir skipta oft engu máli og eru engir leikir. En þegar þessir strákar spila leikina sem skipta máli er þetta lið og þessi liðsheild mætt inn á völlinn. Maður sér það trekk í trekk,“ segir Pétur og Arnór hleður strákana lofi. „Við vorum ekkert heppnir í undankeppninni. Við vorum einfaldlega betri en Hollendingar. Það er alveg sama hvað hver segir. Strákarnir þurfa ekki að hræðast eitt einasta lið á EM. Ef við náum upp okkar agaða leik þurfa liðin að hafa mikið fyrir því að vinna okkur,“ segir Arnór og Guðni tekur undir með félögum sínum: „Þessir strákar eru á réttum aldri og hafa vaxið og dafnað. Þeir eru gríðarlega metnaðarfullir og sjá vel um sig. Svo er þessi tímasetning á því þegar Lars og Heimir koma inn í þetta góð. Þá voru ungu strákarnir búnir að fá tækifæri hjá fyrrverandi landsliðsþjálfurum sem gerðu vel að gefa þeim tækifæri. Síðan er leikskipulagið að virka gríðarlega vel en þeir láta það virka. Það gerist ekkert af sjálfu sér,“ segir Guðni.Gullkynslóðin fékk sín fyrstu tækifæri undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og Péturs Péturssonar.vísir/pjeturTakmarki Ólafs náð Gullkynslóðin svokallaða er sú sem ber uppi liðið að mestu leyti með þá Gylfa Þór, Kolbein, Jóhann Berg, Alfreð og Birki Bjarnason. Þetta eru allt strákar sem fengu tækifæri þegar Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari og Pétur Pétursson aðstoðarmaður hans. Á þessum tíma var ekki mikið að frétta af landsliðinu; leikir töpuðust og áhuginn var lítill. En þeir, eða Ólafur, tóku ákvörðun sem átti eftir að hafa mikil áhrif á framtíð landsliðsins. „Ólafur Jóhannesson tók þá ákvörðun í seinni undankeppninni þar sem við stýrðum liðinu saman að fyrst við vorum búnir að gefa þessum ungu strákum tækifæri ætluðum við að dæla þeim inn aftur. Hann sagði að tækifærið til að komast á stórmót væri EM 2016 þar sem fjölgað yrði í 24 lið. Það var stefnan okkar en við máttum ekki gefa það út. KSÍ bannaði okkur að segja þetta opinberlega. Því miður. Þetta var samt stefnan frá fyrsta degi þannig að íslenska landsliðið gæti mögulega átt möguleika á að komast á EM 2016. Og nú er takmarki Ólafs náð,“ segir Pétur. Þessi gullkynslóð er að stórum hluta afrakstur ríflega áratugar langrar uppbyggingar sem allir þrír hafa tekið þátt í sem þjálfarar og einkarekinnar knattspyrnuakademíu. „Þetta gerist ekkert af sjálfu sér. Þjálfunin í yngri flokkunum og áhuginn í grasrótarstarfinu er gríðarlega öflugur. Þetta byrjar allt þar. Við Arnór, Logi Ólafs, Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári erum búnir að vera saman með Knattspyrnuakademíu Íslands og þangað koma til okkar 11-12 ára leikmenn sem eru svo góðir að maður fellur í stafi. Þetta kemur úr þessu mikla og góða starfi í félögunum,“ segir Guðni og Arnór bendir á lykilatriði í þessu öllu saman: „Við höfum þessi forréttindi hérna heima að það er sama hver þú ert, þú getur leikið fótbolta með félagi, sama hversu slakur þú ert eða góður. Þú getur alltaf haldið áfram. Á erlendri grundu ertu bara kominn út í garð að leika þér ef þú ert ekki nógu góður fyrir akademíurnar tólf ára gamall. Þetta er mikil hvatning fyrir alla. Hérna fá allir tækifæri eins og þeir vilja,“ segir hann.Kórinn í Kópavogi er ein af ástæðum uppgangs íslenska boltans.vísir/pjeturÆft með vindil Grasrótarstarfið og barnaþjálfun hefur breyst mikið hérlendis eins og Pétur bendir á með skemmtilegri sögu af Skaganum: „Uppi á Skaga var stór malarvöllur og þjálfarinn henti bolta út á völlinn. Svo settist hann niður og las blaðið og reykti vindil. Svona byrjaði minn fótboltaferill.“ Guðni hlær og segir: „Þarna ertu að tala um knattspyrnubæinn Akranes sem gat af sér alla bestu fótboltamenn landsins.“ Skagamenn eru í vandræðum í efstu deild í dag. „Kannski er bara best að hafa þetta svona uppi á Skaga núna. Henda boltanum bara út á völlinn og segja þeim að fara í fótbolta,“ segir Pétur og Guðni tekur undir það á léttum nótum: „Þeir eru bara að flækja þetta núna!“ Þeir verða þó alvörugefnari þegar talað er um hvert framhaldið sé og hvernig Ísland þurfi að passa sig á að dragast ekki aftur úr núna heldur fylgja framþróun fótboltans. „Það vantar aðeins betri í aðstöðu í Reykjavík. Það vantar fleiri knatthús til dæmis ef við ætlum að fylgja þessum árangri eftir og bæta árangurinn,“ segir Pétur. Guðni bætir við: „Fótboltinn stendur aldrei í stað. Þróunin heldur áfram þannig að við megum ekki slaka á, því áfram heldur boltinn að þróast hvort sem það er í Belgíu, á Spáni eða annars staðar. Við verðum að passa okkur að halda áfram. Eins og til dæmis með yngri landsliðin okkar. Þar finnst mér svigrúm til bætingar. Stundum finnst mér eins og það sé einblínt of mikið á að vinna 1-0 upp á gamla góða mátann. Úrslit eiga ekki að vera of mikilvæg heldur þurfum við að búa til leikmenn.“ Arnór: „Menn fara fyrr í gegnum líkamlegan og andlegan þroska við svona aðstæður eins og eru í dag. Það sem ég lærði 17 ára átti ég kannski að vera búinn að læra fjórtán ára. Okkar er núna að vera ekki of ánægð með þennan árangur. Það er hættulegt og við getum farið að slaka á. Við þurfum að kryfja hvaða vinnu við erum búin að leggja í þetta og kryfja hvað við gerum til að ná enn betri árangri.“Lars Lagerbäck er að kveðja og Heimir Hallgrímsson tekur einn við.vísir/vilhelmLars er snillingur Lars Lagerbäck stýrir sínum síðasta landsleik á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið þegar strákarnir okkar mæta Liechtenstein í síðasta vináttuleiknum áður en haldið verður á Evrópumótið í Frakklandi. Þarna fær þjóðin kjörið tækifæri til að kveðja Svíann sem hefur ásamt Heimi Hallgrímssyni algjörlega snúið við gengi landsliðsins og haft mikil áhrif á íslenskan fótbolta. „Lars kom inn í þetta með ákveðna reynslu og hefur verið að þjálfa landslið í einhver 30 ár. Hann er búinn að gera þetta allt og sjá þetta allt. Hann kemur inn með svakalega reynslu og menn hlusta á hann og gera það sem þeir þurfa að gera. Þessi maður er bara snillingur í mínum augum,“ segir Pétur Pétursson. Arnór Guðjohnsen segir það einfaldlega allt annað að vera með erlendan landsliðsþjálfara: „Þegar ég horfi til baka, og ég er viss um að Pétur er sammála því, að þegar erlendir þjálfarar voru með okkur þá bar maður sjálfkrafa meiri virðingu fyrir þeim. Maður fann að íslenska pressan bar líka meiri virðingu fyrir þeim. Íslensku þjálfararnir lágu betur við höggi og ef menn voru ósáttir lak það fyrr út. Lars er auðvitað búinn að standa sig frábærlega.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
„Arnór mætti nú aldrei í leiki fyrr en í seinni hálfleik þannig að eðlilega er hann seinn núna,“ segir Pétur Pétursson og Guðni Bergsson hlær þegar þessar tvær goðsagnir landsliðsins standa með blaðamanni og ljósmyndurum Fréttablaðsins á torginu í Skaftahlíðinni. Arnór er þó ekki nema þremur mínútum of seinn. Þegar hann mætir faðmast þeir allir innilega og léttu skotin úr klefanum byrja og húmorinn er í fyrirrúmi. Þetta er eins og að fylgjast með hermönnum sem stóðu saman í styrjöld og börðust fyrir sama málstað hittast mörgum árum síðar. Þeir upplifðu margt saman og eignuðust vini fyrir lífstíð. Enda er fótboltinn og sérstaklega landsleikir stríð út af fyrir sig. „Það eru sérstök tengsl sem myndast þegar menn taka þátt í svona baráttu saman með liði og sérstaklega landsliði. Við spiluðum náttúrlega saman í mörg ár, allir, og supum marga fjöruna þannig að maður finnur fyrir tengslum og þegar við hittumst er því stutt í búningsherbergjamóralinn,“ segir Guðni og Pétur tekur undir orð miðvarðarins magnaða. „Þegar maður hættir í fótbolta saknar maður félagsskaparins mest. Þetta er búin að vera rútína hjá þér í 20-30 frá því maður byrjaði í yngri flokkunum en allt í einu er lokað á þig eða þú ert hættur og ferð að gera eitthvað annað. Maður fattar það ekki fyrr en mörgum árum seinna hvað maður saknar félagskaparins,“ segir Pétur. Arnór heldur sig fyrst til hlés en grípur svo orðið: „Ég man alltaf þegar maður kom heim í landsleiki og við strákarnir hittumst. Það var alltaf skemmtileg spenna í kringum það og skemmtilegur mórall. Þetta var ákveðin vítamínsprauta frá því að vera úti í stressinu að spila. Það gat gert margt fyrir mann að hitta bara félagana og það var kannski engu síðra en að spila leikina. Svo öðru hverju tókst okkur kannski að vinna leik,“ segir Arnór og strákarnir hlæja. „Það var ánægjulegt og kom alltaf þægilega á óvart þegar það tókst,“ segir Guðni og Pétur nýtir tækifærið til að skjóta á Þorgrím Þráinsson: „Það sem var að, var að Toggi var í liðinu. Ef hann hefði ekki verið í liðinu þá hefði gengið betur.“ Allir hlæja.Pétur Pétursson átti glæsilegan feril og er goðsögn hjá Feyenoord í Hollandi.vísir/gettyTíu færi – eitt mark Karlalandsliðið í dag er komið á stórmót og var einnig nálægt því 2013 þegar liðið tapaði í umspili gegn Króatíu. Áður hefur íslenska liðið gert sér vonir um að komast á stórmót eins og fyrir HM 1990 þegar liðið gerði grátlegt jafntefli við Austurríki á heimavelli í leik sem það átti að vinna. Þremenningarnir voru allir að spila með landsliðinu á þeim tíma. Einnig átti Ísland góða undankeppni fyrir EM 1996 þar sem Arnór og Guðni voru og Guðni var svo aftur í séns í endurkomunni fyrir EM 2004 þar sem frægur leikur gegn Þýskalandi tapaðist á útivelli í lokaumferðinni. Þeir félagarnir eru beðnir um að rifja upp Austurríkisleikinn sem voru kannski mistök hjá blaðamanni. „Ég var meiddur í þeim leik,“ segir Arnór. „Enda gekk okkur mjög vel í þeim leik,“ skýtur Guðni á hann og Pétur hlær. „Ég fékk ekki að spila leikinn gegn Austurríki. Siggi Grétars spilaði þann leik og fékk tíu færi og skoraði eitt mark,“ segir Pétur. Guðni heldur áfram: „Við áttum að vinna þennan leik. Þarna var Sigfried Held að þjálfa okkur og við vorum með ansi góðan hóp. Held kom inn með öðruvísi sýn á þetta. Hann var með mikinn metnað og var kröfuharður. Ég tel okkur hafa svarað því vel en því miður tókst okkur þetta ekki alveg. Við vorum ekki langt frá því að vera í raunverulegri baráttu um að komast á stórmót.“ Á þessum tíma var mikill hugur í mönnum: „Stundum þegar maður hugsar til baka leiðir maður hugann að viðtölum sem maður fór í. Ég man eftir viðtali sem ég fór í árið 1987 þar sem ég sagði að það væri ekkert rosalega langt þar til við færum á eitthvert stórmót. Þetta var einhvers staðar á sveimi í hausnum á okkur. Við töldum þetta möguleika,“ segir Pétur.Miklar væntingar Væntingar íslensku þjóðarinnar eru eitthvað sem íslenskir íþróttamenn og sérstaklega landslið á stórmótum hafa fengið að kynnast. Karlalandsliðið í handbolta hefur líklega farið verst, eða best, út úr því hvernig sem á það er litið. Þjóðin hefur ákveðnar væntingar til karlalandsliðsins í fótbolta og það var byrjað um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Frægt er dæmið um leikinn gegn Austur-Þýskalandi sem svo tapaðist, 6-0. „Þetta var fyrsti leikurinn sem ég man eftir þar sem var tilkynnt í fjölmiðlum að Ísland væri að fara að vinna stórsigur. Það var ótrúlegt að horfa upp á þetta. Svo mættu Austur-Þjóðverjarnir bara til leiks og rúlluðu yfir okkur,“ segir Pétur. Arnór man vel eftir þessu: „Það mynduðust rosalegar væntingar og kannski eðlilega því þetta var hálfgerður úrslitaleikur.“ Guðni er léttur og segir: „Ég var á bekknum í þessum leik og því fór sem fór. Þarna voru alveg gríðarlegar væntingar og menn stóðust ekki alveg það álag og við runnum á rassinn með þetta. Þetta var ekki góður dagur.“ En hvernig eiga strákarnir okkar að tækla þessar væntingar í Frakklandi? „Ég held að það sé frekar einstaklingsbundið hvernig menn taka á þessari spennu sem myndast. Það hefur þó sýnt sig í þessari keppni að samstaðan hefur komið þessu liði áfram. Strákarnir hafa unnið sem einn maður inn á vellinum. Það hafa verið æfingaleikir núna sem hafa tapast en ég held það sé bara hollt fyrir þá. Ég held að liðið sé að komast að því hvað það getur leyft sér og hvað ekki. Ég hef samt fulla trú á því að þeir detti aftur inn í þann andlega pakka sem þeir voru í í riðlinum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá líka til að sýna sig,“ segir Arnór.Eiður Smári og Arnór Guðjohnsen hafa skilað af sér ríflega 30 árum með íslenska landsliðinu.vísir/gettyEiður mikilvægur Það var nánast klappað í salnum á blaðamannafundi landsliðsins þegar hópurinn var tilkynntur og menn sáu að Eiður Smári Guðjohnsen færi með. Það langar alla fótboltaáhugamenn að sjá hann loka hringnum og setja punkt fyrir aftan 30 ára fótboltaarfleifð Guðjohnsen-feðga til Íslendinga með því að spila á stórmóti. Eiður á reyndar þrjá syni sem allir eru líklegir til að gleðja landann næstu áratugi. En það er önnur saga. „Ég er hrikalega ánægður fyrir hans hönd og sérstaklega að hann fái þetta tækifæri á hans aldri. Auðvitað er ég samt sammála Eiði sjálfum í því að það hefði verið gaman fyrir hann að vera á toppi ferilsins á svona móti. Hann getur samt smitað út frá sér jákvæðni og reynslu og getur peppað strákana upp. Hann er í dag ekkert síður mikilvægur fyrir liðið utan vallar en innan,“ segir Arnór, en hvað telja hinir tveir að hann færi landsliðinu í Frakklandi? Pétur: „Hann er þarna inni með fullt af reynslu, búinn að spila stóra leiki með stórum liðum. Eiður þekkir þetta umhverfi og pressuna sem fylgir svona stórleikjum. Ég man nú alltaf eftir ræðu Eiðs Smára þegar við Ólafur vorum að þjálfa liðið eftir 2-2 jafntefli gegn Noregi. Þá tók hann sig til og hélt frábæra ræðu inni í klefa. Það eru svoleiðis hlutir sem Eiður þarf að koma með inn í þetta þó hann sé ekki alltaf inni á vellinum. Guðni: „Mínúturnar sem Eiður Smári hefur spilað hafa ekki verið margar en verið mjög góðar. Vægi hans í hópnum er mikið og hann hefur alla þessa reynslu. Hann hefur líka góðan húmor og ég veit að hann er að miðla til strákanna og er til taks fyrir þá. Það má samt ekki gleyma því sem hann færir liðinu sem leikmaður. Hann hefur svo mikla hæfileika sem geta nýst okkur.“ Eiður fór langt með að hætta í landsliðinu eftir tapið fyrir Króatíu í nóvember 2013 en er nú hálfu þriðja ári seinna á leið með strákunum okkar á EM. „Ég held að hann hafi talað svolítið í svekkelsinu því hann batt miklar vonir við þessa leiki. Það er nú stundum þannig að maður segir eitthvað og sér eftir því vegna þess að maður á nóg eftir og hefur eitthvað að gefa af sér. Ég held að svekkelsið hafi talað akkúrat á þessum tímapunkti og honum fundist hann ekki eiga meira að gefa fyrir liðið. En svo hverfa menn aftur til nútíðar,“ segir Arnór um son sinn.Landsliðið æfði í Laugardalnum í gær fyrir vináttuleikinn gegn Liechteinstein.vísir/hannaBesta liðið Vegna árangurs íslenska landsliðsins í dag er það af flestum talið það besta í sögunni. Við höfum átt góð lið áður og frábæra leikmenn eins og þá þrjá sem sitja með blaðamanni í fundarherbergi í Skaftahlíðinni og drekka kaffi. Kemur það illa við þessar goðsagnir þegar þetta lið er kallað það besta? „Nei, alls ekki,“ segir Guðni. Þeir eiga þetta skilið. Þeir hafa náð frábærum árangri. Við vorum fjandi góðir samt. Ég er samt ekki svo viss um að við eigum mikið fleiri háklassa leikmenn en áður. Það er kannski meiri breidd í liðinu.“ Pétur brosir og skýtur inn: „Það eru engar svona stjörnur eins og við vorum. Við vorum betri en þeir sem einstaklingar en þeir eru með betra lið.“ Guðni hlær. „Ég vildi bara ekki segja þetta. Nei, nei. Þið vitið hvað ég meina. Nú eru miklu fleiri atvinnumenn og þannig er hægt að velja fleiri sem skila sínu hlutverki.“Engin heppni Íslenska þjóðin hefur alveg ástæðu til bjartsýni í Frakklandi. Pétur bendir á að þetta lið hefur ekki klikkað í alvöru leikjum í mörg ár þó vináttuleikirnir hafa ekki boðið upp á mikla gleði. „Þessir gamnileikir eru bara gamnileikir. Þeir skipta oft engu máli og eru engir leikir. En þegar þessir strákar spila leikina sem skipta máli er þetta lið og þessi liðsheild mætt inn á völlinn. Maður sér það trekk í trekk,“ segir Pétur og Arnór hleður strákana lofi. „Við vorum ekkert heppnir í undankeppninni. Við vorum einfaldlega betri en Hollendingar. Það er alveg sama hvað hver segir. Strákarnir þurfa ekki að hræðast eitt einasta lið á EM. Ef við náum upp okkar agaða leik þurfa liðin að hafa mikið fyrir því að vinna okkur,“ segir Arnór og Guðni tekur undir með félögum sínum: „Þessir strákar eru á réttum aldri og hafa vaxið og dafnað. Þeir eru gríðarlega metnaðarfullir og sjá vel um sig. Svo er þessi tímasetning á því þegar Lars og Heimir koma inn í þetta góð. Þá voru ungu strákarnir búnir að fá tækifæri hjá fyrrverandi landsliðsþjálfurum sem gerðu vel að gefa þeim tækifæri. Síðan er leikskipulagið að virka gríðarlega vel en þeir láta það virka. Það gerist ekkert af sjálfu sér,“ segir Guðni.Gullkynslóðin fékk sín fyrstu tækifæri undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og Péturs Péturssonar.vísir/pjeturTakmarki Ólafs náð Gullkynslóðin svokallaða er sú sem ber uppi liðið að mestu leyti með þá Gylfa Þór, Kolbein, Jóhann Berg, Alfreð og Birki Bjarnason. Þetta eru allt strákar sem fengu tækifæri þegar Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari og Pétur Pétursson aðstoðarmaður hans. Á þessum tíma var ekki mikið að frétta af landsliðinu; leikir töpuðust og áhuginn var lítill. En þeir, eða Ólafur, tóku ákvörðun sem átti eftir að hafa mikil áhrif á framtíð landsliðsins. „Ólafur Jóhannesson tók þá ákvörðun í seinni undankeppninni þar sem við stýrðum liðinu saman að fyrst við vorum búnir að gefa þessum ungu strákum tækifæri ætluðum við að dæla þeim inn aftur. Hann sagði að tækifærið til að komast á stórmót væri EM 2016 þar sem fjölgað yrði í 24 lið. Það var stefnan okkar en við máttum ekki gefa það út. KSÍ bannaði okkur að segja þetta opinberlega. Því miður. Þetta var samt stefnan frá fyrsta degi þannig að íslenska landsliðið gæti mögulega átt möguleika á að komast á EM 2016. Og nú er takmarki Ólafs náð,“ segir Pétur. Þessi gullkynslóð er að stórum hluta afrakstur ríflega áratugar langrar uppbyggingar sem allir þrír hafa tekið þátt í sem þjálfarar og einkarekinnar knattspyrnuakademíu. „Þetta gerist ekkert af sjálfu sér. Þjálfunin í yngri flokkunum og áhuginn í grasrótarstarfinu er gríðarlega öflugur. Þetta byrjar allt þar. Við Arnór, Logi Ólafs, Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári erum búnir að vera saman með Knattspyrnuakademíu Íslands og þangað koma til okkar 11-12 ára leikmenn sem eru svo góðir að maður fellur í stafi. Þetta kemur úr þessu mikla og góða starfi í félögunum,“ segir Guðni og Arnór bendir á lykilatriði í þessu öllu saman: „Við höfum þessi forréttindi hérna heima að það er sama hver þú ert, þú getur leikið fótbolta með félagi, sama hversu slakur þú ert eða góður. Þú getur alltaf haldið áfram. Á erlendri grundu ertu bara kominn út í garð að leika þér ef þú ert ekki nógu góður fyrir akademíurnar tólf ára gamall. Þetta er mikil hvatning fyrir alla. Hérna fá allir tækifæri eins og þeir vilja,“ segir hann.Kórinn í Kópavogi er ein af ástæðum uppgangs íslenska boltans.vísir/pjeturÆft með vindil Grasrótarstarfið og barnaþjálfun hefur breyst mikið hérlendis eins og Pétur bendir á með skemmtilegri sögu af Skaganum: „Uppi á Skaga var stór malarvöllur og þjálfarinn henti bolta út á völlinn. Svo settist hann niður og las blaðið og reykti vindil. Svona byrjaði minn fótboltaferill.“ Guðni hlær og segir: „Þarna ertu að tala um knattspyrnubæinn Akranes sem gat af sér alla bestu fótboltamenn landsins.“ Skagamenn eru í vandræðum í efstu deild í dag. „Kannski er bara best að hafa þetta svona uppi á Skaga núna. Henda boltanum bara út á völlinn og segja þeim að fara í fótbolta,“ segir Pétur og Guðni tekur undir það á léttum nótum: „Þeir eru bara að flækja þetta núna!“ Þeir verða þó alvörugefnari þegar talað er um hvert framhaldið sé og hvernig Ísland þurfi að passa sig á að dragast ekki aftur úr núna heldur fylgja framþróun fótboltans. „Það vantar aðeins betri í aðstöðu í Reykjavík. Það vantar fleiri knatthús til dæmis ef við ætlum að fylgja þessum árangri eftir og bæta árangurinn,“ segir Pétur. Guðni bætir við: „Fótboltinn stendur aldrei í stað. Þróunin heldur áfram þannig að við megum ekki slaka á, því áfram heldur boltinn að þróast hvort sem það er í Belgíu, á Spáni eða annars staðar. Við verðum að passa okkur að halda áfram. Eins og til dæmis með yngri landsliðin okkar. Þar finnst mér svigrúm til bætingar. Stundum finnst mér eins og það sé einblínt of mikið á að vinna 1-0 upp á gamla góða mátann. Úrslit eiga ekki að vera of mikilvæg heldur þurfum við að búa til leikmenn.“ Arnór: „Menn fara fyrr í gegnum líkamlegan og andlegan þroska við svona aðstæður eins og eru í dag. Það sem ég lærði 17 ára átti ég kannski að vera búinn að læra fjórtán ára. Okkar er núna að vera ekki of ánægð með þennan árangur. Það er hættulegt og við getum farið að slaka á. Við þurfum að kryfja hvaða vinnu við erum búin að leggja í þetta og kryfja hvað við gerum til að ná enn betri árangri.“Lars Lagerbäck er að kveðja og Heimir Hallgrímsson tekur einn við.vísir/vilhelmLars er snillingur Lars Lagerbäck stýrir sínum síðasta landsleik á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið þegar strákarnir okkar mæta Liechtenstein í síðasta vináttuleiknum áður en haldið verður á Evrópumótið í Frakklandi. Þarna fær þjóðin kjörið tækifæri til að kveðja Svíann sem hefur ásamt Heimi Hallgrímssyni algjörlega snúið við gengi landsliðsins og haft mikil áhrif á íslenskan fótbolta. „Lars kom inn í þetta með ákveðna reynslu og hefur verið að þjálfa landslið í einhver 30 ár. Hann er búinn að gera þetta allt og sjá þetta allt. Hann kemur inn með svakalega reynslu og menn hlusta á hann og gera það sem þeir þurfa að gera. Þessi maður er bara snillingur í mínum augum,“ segir Pétur Pétursson. Arnór Guðjohnsen segir það einfaldlega allt annað að vera með erlendan landsliðsþjálfara: „Þegar ég horfi til baka, og ég er viss um að Pétur er sammála því, að þegar erlendir þjálfarar voru með okkur þá bar maður sjálfkrafa meiri virðingu fyrir þeim. Maður fann að íslenska pressan bar líka meiri virðingu fyrir þeim. Íslensku þjálfararnir lágu betur við höggi og ef menn voru ósáttir lak það fyrr út. Lars er auðvitað búinn að standa sig frábærlega.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira