Geir: Landsliðið ekki á leið upp brekkuna núna Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 19:30 Geir Sveinsson hélt sinn fyrsta blaðamannafund á Íslandi í dag. vísir/hanna Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson eru stærstu nöfnin sem vantar í 22 manna leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal heima og að heiman um miðjan mánuðinn en undir er farseðill á HM í Frakklandi á næsta ári. „Það er ekkert launungarmál að þessir leikir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við viljum komast til Frakklands og til þess að komast þangað þurfum við að vinna Portúgal í þessum tveimur leikjum,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við íþróttadeild 365.Sjá einnig:Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Geir tók við liðinu eftir Evrópumótið í Póllandi þar sem íslenska liðið stóð sig ekki vel annað stórmótið í röð. Mikil vinna er framundan hjá Geir en hvernig hefur hann notað tímann síðan hann tók við?Geir tók synina með í sólarbíltúr út á Granda þar sem blaðamananfundurinn var haldinn.vísir/hannaMeiri stöðugleika „Ég hef verið að skoða landsliðið sjálft og hvað það hefur verið að gera eins og leikina í Póllandi. Svo hef ég verið að skoða Portúgal og einnig jarðveginn hérna heima. Ég fylgdist með úrslitakeppninni og var að skoða þann efnivið og þá framtíð sem er hér til staðar.“ Eftir að ná fimmta sæti á EM í Danmörku 2014 hafa síðustu tvö stórmót verið mikil vonbrigði. Kröfurnar á liðið eru miklar og Geir fagnar því en það er stórt verkefni að koma íslenska liðinu aftur í fremstu röð. „Miðað við síðasta mót er augljóst að við erum ekki á leið upp brekkuna. Það er bara þannig. Sú er staðan. Það er af hinu góða að kröfurnar eru miklar. Við þurfum á því að halda og það heldur okkur á tánum. Ef við viljum vera í fremstu röð þurfum við allir að leggjast á eitt með það,“ segir Geir. „Ef við lítum á síðasta mót sem var EM í Póllandi þar sáum við virkilega góðan leik gegn Noregi sem er með gott lið. Eftir það komu tveir leikir sem voru ekki eins góðir og það er svona helst það sem hefur vantað. Það þarf að halda meiri stöðugleika. Við þurfum að einblína á það.“ Ítarlegt viðtal við Geir má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30 Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson eru stærstu nöfnin sem vantar í 22 manna leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal heima og að heiman um miðjan mánuðinn en undir er farseðill á HM í Frakklandi á næsta ári. „Það er ekkert launungarmál að þessir leikir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við viljum komast til Frakklands og til þess að komast þangað þurfum við að vinna Portúgal í þessum tveimur leikjum,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við íþróttadeild 365.Sjá einnig:Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Geir tók við liðinu eftir Evrópumótið í Póllandi þar sem íslenska liðið stóð sig ekki vel annað stórmótið í röð. Mikil vinna er framundan hjá Geir en hvernig hefur hann notað tímann síðan hann tók við?Geir tók synina með í sólarbíltúr út á Granda þar sem blaðamananfundurinn var haldinn.vísir/hannaMeiri stöðugleika „Ég hef verið að skoða landsliðið sjálft og hvað það hefur verið að gera eins og leikina í Póllandi. Svo hef ég verið að skoða Portúgal og einnig jarðveginn hérna heima. Ég fylgdist með úrslitakeppninni og var að skoða þann efnivið og þá framtíð sem er hér til staðar.“ Eftir að ná fimmta sæti á EM í Danmörku 2014 hafa síðustu tvö stórmót verið mikil vonbrigði. Kröfurnar á liðið eru miklar og Geir fagnar því en það er stórt verkefni að koma íslenska liðinu aftur í fremstu röð. „Miðað við síðasta mót er augljóst að við erum ekki á leið upp brekkuna. Það er bara þannig. Sú er staðan. Það er af hinu góða að kröfurnar eru miklar. Við þurfum á því að halda og það heldur okkur á tánum. Ef við viljum vera í fremstu röð þurfum við allir að leggjast á eitt með það,“ segir Geir. „Ef við lítum á síðasta mót sem var EM í Póllandi þar sáum við virkilega góðan leik gegn Noregi sem er með gott lið. Eftir það komu tveir leikir sem voru ekki eins góðir og það er svona helst það sem hefur vantað. Það þarf að halda meiri stöðugleika. Við þurfum að einblína á það.“ Ítarlegt viðtal við Geir má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30 Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Sjá meira
Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30
Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47