Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2016 15:15 Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Elísabet segir að sem forseti myndi hún vilja vera eins og kennari eða leiðbeinandi og miðla því sem hún kann og veit en einnig læra af öðrum það sem þeir kunna. Elísabet er annar forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Enginn getur geðjast öllum Aðspurð hvernig hún skilgreini hlutverk forsetans og hvað hann eigi að gera segir Elísabet: „Forsetinn á náttúrulega fyrst og fremst að vera hann sjálfur eins og allir landsmenn og vera ekki að láta eitthvað embætti ræna sig persónuleikanum. Forsetaembættið er svolítil svipting, hann á bara að geðjast öllum og vera sameiningartákn og það er svona ákveðin geðveiki. Það getur enginn, þetta er ómannlegt og forsetinn getur þá orðið eitthvað skrípi fyrir vikið. Forsetinn verður að geta verið líka bara venjuleg manneskja og haft bara ánægju af því sem hann er að gera.“ Elísabet segir að forsetahlutverkið sé tvíþætt og það sé „svolítið karl-og kvenelement í því í einni persónu ef maður tekur það svona gamaldags,“ eins og hún orðar það. Hún segir að það virðist óhjákvæmilegt að forsetinn hafi stjórnskipunarlegt hlutverk til dæmis þegar kemur að myndun ríkisstjórna en í nýrri stjórnarskrá ætti þetta hlutverk að vera í lágmarki að mati Elísabetar. Henni finnst hins vegar ekki að forsetinn eigi að vera hlutlaus: „Forsetinn getur haft skoðun og hlutleysi er ekki til á okkar tímum. Það er bara mjög skrýtið hugtak og forseti ætti ekki að vera hlutlaus. Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“Snyrtivörukynning eða ættjarðarsöngvar? Nái hún kjöri sem forseti þarf hún eins og áður segir að halda innsetnignarræðu á Alþingi. Hún kveðst ekki halda að það verði stressandi. „Nei, það er svo ögrandi eitthvað. Það er eitthvað svo stórt einhvern veginn en alltaf ef eitthvað er mjög stórt þá reyni ég að minnka það til að ráða við það. Ég var einmitt að hugsa um hvað maður á að tala. Á maður að hafa snyrtivörukynningu eða á maður að hafa ættjarðarsöngva?“Viðtalið við Elísabetu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Elísabet segir að sem forseti myndi hún vilja vera eins og kennari eða leiðbeinandi og miðla því sem hún kann og veit en einnig læra af öðrum það sem þeir kunna. Elísabet er annar forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Enginn getur geðjast öllum Aðspurð hvernig hún skilgreini hlutverk forsetans og hvað hann eigi að gera segir Elísabet: „Forsetinn á náttúrulega fyrst og fremst að vera hann sjálfur eins og allir landsmenn og vera ekki að láta eitthvað embætti ræna sig persónuleikanum. Forsetaembættið er svolítil svipting, hann á bara að geðjast öllum og vera sameiningartákn og það er svona ákveðin geðveiki. Það getur enginn, þetta er ómannlegt og forsetinn getur þá orðið eitthvað skrípi fyrir vikið. Forsetinn verður að geta verið líka bara venjuleg manneskja og haft bara ánægju af því sem hann er að gera.“ Elísabet segir að forsetahlutverkið sé tvíþætt og það sé „svolítið karl-og kvenelement í því í einni persónu ef maður tekur það svona gamaldags,“ eins og hún orðar það. Hún segir að það virðist óhjákvæmilegt að forsetinn hafi stjórnskipunarlegt hlutverk til dæmis þegar kemur að myndun ríkisstjórna en í nýrri stjórnarskrá ætti þetta hlutverk að vera í lágmarki að mati Elísabetar. Henni finnst hins vegar ekki að forsetinn eigi að vera hlutlaus: „Forsetinn getur haft skoðun og hlutleysi er ekki til á okkar tímum. Það er bara mjög skrýtið hugtak og forseti ætti ekki að vera hlutlaus. Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“Snyrtivörukynning eða ættjarðarsöngvar? Nái hún kjöri sem forseti þarf hún eins og áður segir að halda innsetnignarræðu á Alþingi. Hún kveðst ekki halda að það verði stressandi. „Nei, það er svo ögrandi eitthvað. Það er eitthvað svo stórt einhvern veginn en alltaf ef eitthvað er mjög stórt þá reyni ég að minnka það til að ráða við það. Ég var einmitt að hugsa um hvað maður á að tala. Á maður að hafa snyrtivörukynningu eða á maður að hafa ættjarðarsöngva?“Viðtalið við Elísabetu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00