Farþegar í Keflavík fastir í flugvél í þrjá tíma Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júní 2016 10:18 Allmargir farþegar hafa beðið lengi eftir að fá að komast úr landi. Vísir/Andri Marinó Farþegar á leið úr landi hafa margir hverjir þurft að bíða í tvo tíma á flugbrautinni eftir því að vél þeirra fái að takast á loft. Þetta er vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöð en vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra er ekki hægt að kalla út fleiri starfsmenn. Þrjá vantaði til vinnu í morgun vegna veikinda. Farþegi í vél á leið til London segir að samkvæmt nýjustu tíðindum standi til að láta vélina hinkra á flugbrautinni í klukkutíma til viðbótar. Farþegar séu ekki sáttir. „Vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöðinni þar sem aðfluginu að Keflavíkurflugvelli er stýrt eru átta mínútur á milli flughreyfinga,“ útskýrir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Með flughreyfingum á Guðni við lendingu og flugtak en vanalega eru tvær mínútur á milli flughreyfinga, í mesta lagi tvær og hálf. Þetta hefur valdið töfum í morgun. Guðni vissi ekki hversu lengi ástandið myndi vara þegar Vísir náði af honum tali en bjóst við því að fá nánari upplýsingar um stöðu vakta flugumferðarstjóra bráðlega. Flugvél á leiðinni til London Heathrow átti að leggja af stað frá Íslandi klukkan 7.40 í morgun en nú um klukkan tíu er vélin enn á flugbrautinni. Um tuttugu ferðum var seinkað í meira en hálftíma í morgun. Þar af eru að minnsta kosti fimm vélar sem áttu að halda af stað fyrir átta í morgun en bíða þess enn að fá leyfi til flugtaks. Flugumferðarstjórar funduðu ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia á þriðjudag. Nú fer félagið yfir gögn frá Isavia. Til stendur að funda aftur á morgun. Deilan hefur staðið yfir síðan í nóvember en yfirvinnubannið skall á í byrjun apríl. Uppfært 10.42:Samkvæmt upplýsingum frá Isavia varði ástandið á milli sjö og tíu í morgun. Nú eru þrjár til fimm mínutur á milli flughreyfinga vegna vaktaskipta. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Farþegar á leið úr landi hafa margir hverjir þurft að bíða í tvo tíma á flugbrautinni eftir því að vél þeirra fái að takast á loft. Þetta er vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöð en vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra er ekki hægt að kalla út fleiri starfsmenn. Þrjá vantaði til vinnu í morgun vegna veikinda. Farþegi í vél á leið til London segir að samkvæmt nýjustu tíðindum standi til að láta vélina hinkra á flugbrautinni í klukkutíma til viðbótar. Farþegar séu ekki sáttir. „Vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöðinni þar sem aðfluginu að Keflavíkurflugvelli er stýrt eru átta mínútur á milli flughreyfinga,“ útskýrir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Með flughreyfingum á Guðni við lendingu og flugtak en vanalega eru tvær mínútur á milli flughreyfinga, í mesta lagi tvær og hálf. Þetta hefur valdið töfum í morgun. Guðni vissi ekki hversu lengi ástandið myndi vara þegar Vísir náði af honum tali en bjóst við því að fá nánari upplýsingar um stöðu vakta flugumferðarstjóra bráðlega. Flugvél á leiðinni til London Heathrow átti að leggja af stað frá Íslandi klukkan 7.40 í morgun en nú um klukkan tíu er vélin enn á flugbrautinni. Um tuttugu ferðum var seinkað í meira en hálftíma í morgun. Þar af eru að minnsta kosti fimm vélar sem áttu að halda af stað fyrir átta í morgun en bíða þess enn að fá leyfi til flugtaks. Flugumferðarstjórar funduðu ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia á þriðjudag. Nú fer félagið yfir gögn frá Isavia. Til stendur að funda aftur á morgun. Deilan hefur staðið yfir síðan í nóvember en yfirvinnubannið skall á í byrjun apríl. Uppfært 10.42:Samkvæmt upplýsingum frá Isavia varði ástandið á milli sjö og tíu í morgun. Nú eru þrjár til fimm mínutur á milli flughreyfinga vegna vaktaskipta.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48