Fótbolti

Eiður Smári: Þetta vekur okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart.

„Ég held að það hafi verið margt ábótavant í dag. Þetta spilaðist samt pínu eins og ég bjóst við. Þetta var fyrsti leikurinn hjá mörgum eftir smá frí. Það var smá slen í mönnum. Þetta vekur okkur vonandi aðeins,“ segir Eiður Smári.

„Ef maður fær á sig mark á fyrstu mínútu er það venjulega merki um að maður hafi verið aðeins sofandi. Við sköpuðum okkur 1-2 færi en heilt yfir var smá orkuleysi hjá okkur.“

Sjá einnig: Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi

Þrátt fyrir slakan leik í kvöld þá hefur Eiður litlar áhyggjur af liðinu.

„Ég hef engar áhyggjur. Það er ekki tími í að fara að svekkja sig og spá og spekúlera of mikið. Það eru vissir hlutir sem við þurfum að fara yfir. Við þurfum aðeins að spóla til baka og minna okkur á hvað gerði það að verkum að við komumst til Frakklands. Þetta var leikur sem kom á hárréttum tíma fyrir okkur eftir stopp hjá mönnum.  Þetta var fín vakning,“ segir Eiður en hvað þarf helst að gera til að pússa liðið saman?

„Það er okkar verk og þjálfara að fara yfir. Það er margt jákvætt sem kemur út úr leiknum. Eins og að Aron og Kolbeinn hafi fengið mínútur á vellinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×