Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Snærós Sindradóttir skrifar 2. júní 2016 07:00 Helsta hlutverk lögregluþjónanna er að aðstoða íslenska stuðningsmenn landsliðsins á meðan á keppninni í Frakklandi stendur. vísir/vilhelm Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla í þeim hópi átta lögregluþjóna sem fara fyrir hönd Íslands á EM. Lögregluþjónarnir koma allir frá Ríkislögreglustjóra en það embætti er verst statt varðandi kynjahlutföll lögregluþjóna á landinu, að frátöldu embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þar sem hlutfallið er eins, eða konur 5 prósent og karlar 95 prósent. Fjórar konur starfa sem lögreglumenn hjá Ríkislögreglustjóra samkvæmt tölum lögreglunnar frá 1. febrúar. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægja ríki hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, jafnt á meðal kvenna og karla, vegna þess að aðeins var leitað til lögreglumanna hjá Ríkislögreglustjóra.Klara BjartmarzKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að félagið hafi ekki haft milligöngu á milli franskra og íslenskra yfirvalda. „Ég á svolítið erfitt með að tjá mig um þetta en auðvitað finnst mér persónulega að þarna eigi að vera kona. Við getum alveg tekið sem dæmi að Rauði krossinn sendir tvo sjálfboðaliða. Þar var ákveðið strax að hafa kynjahlutföllin jöfn.“ Í svari frá Thelmu Þórðardóttur hjá Ríkislögreglustjóra segir að „þar sem lögreglukonur embættisins gáfu ekki kost á sér í það er verkefnið mannað með lögreglumönnum frá alþjóðadeild og sérsveit embættisins“.Sigrún SigurðardóttirSigrún Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglukona, hefur fylgst með óánægju lögreglukvenna grassera síðustu daga. Sjálf fór hún í stórum hópi lögregluþjóna á Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996. „Það var ótrúlega góð reynsla. Eins og komið hefur fram er ekki óskað eftir sérsveitarmönnum eða vopnuðu fólki. Ef það á að aðstoða Íslendinga myndi ég telja að það væri alltaf gott að hafa karla og konur,“ segir Sigrún. „Mér finnst svo sérstakt að það eru bara karlar. Ég skil ekki hvers vegna ekki er leitað út fyrir þennan ákveðna hóp. Það er sagt að einhverjum konum hafi verið boðið sem ekki gátu tekið þetta að sér. Af hverju er þá ekki leitað út fyrir það? Það hallar á konur í lögreglunni, sem er verulegt vandamál. Þetta er ekki til að hvetja konur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla í þeim hópi átta lögregluþjóna sem fara fyrir hönd Íslands á EM. Lögregluþjónarnir koma allir frá Ríkislögreglustjóra en það embætti er verst statt varðandi kynjahlutföll lögregluþjóna á landinu, að frátöldu embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þar sem hlutfallið er eins, eða konur 5 prósent og karlar 95 prósent. Fjórar konur starfa sem lögreglumenn hjá Ríkislögreglustjóra samkvæmt tölum lögreglunnar frá 1. febrúar. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægja ríki hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, jafnt á meðal kvenna og karla, vegna þess að aðeins var leitað til lögreglumanna hjá Ríkislögreglustjóra.Klara BjartmarzKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að félagið hafi ekki haft milligöngu á milli franskra og íslenskra yfirvalda. „Ég á svolítið erfitt með að tjá mig um þetta en auðvitað finnst mér persónulega að þarna eigi að vera kona. Við getum alveg tekið sem dæmi að Rauði krossinn sendir tvo sjálfboðaliða. Þar var ákveðið strax að hafa kynjahlutföllin jöfn.“ Í svari frá Thelmu Þórðardóttur hjá Ríkislögreglustjóra segir að „þar sem lögreglukonur embættisins gáfu ekki kost á sér í það er verkefnið mannað með lögreglumönnum frá alþjóðadeild og sérsveit embættisins“.Sigrún SigurðardóttirSigrún Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglukona, hefur fylgst með óánægju lögreglukvenna grassera síðustu daga. Sjálf fór hún í stórum hópi lögregluþjóna á Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996. „Það var ótrúlega góð reynsla. Eins og komið hefur fram er ekki óskað eftir sérsveitarmönnum eða vopnuðu fólki. Ef það á að aðstoða Íslendinga myndi ég telja að það væri alltaf gott að hafa karla og konur,“ segir Sigrún. „Mér finnst svo sérstakt að það eru bara karlar. Ég skil ekki hvers vegna ekki er leitað út fyrir þennan ákveðna hóp. Það er sagt að einhverjum konum hafi verið boðið sem ekki gátu tekið þetta að sér. Af hverju er þá ekki leitað út fyrir það? Það hallar á konur í lögreglunni, sem er verulegt vandamál. Þetta er ekki til að hvetja konur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00