Fótbolti

Íslenska afrekið allt annað en kraftaverk | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson verður aðalmaðurinn á EM fyrir Ísland.
Gylfi Þór Sigurðsson verður aðalmaðurinn á EM fyrir Ísland. mynd/skjáskot
Franska íþróttablaðið L'Equipe birtir á heimasíðu sinni 20 mínútna frábært innslag um afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem verður á meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi. Mótið hefst eftir níu daga.

Margir hafa talað um afrek strákana okkar sem kraftaverk en fyrirsögn franska blaðsins er: „Ísland, allt annað en kraftaverk.“

Talað er við landsliðsmennina Hannes Þór Halldórsson, Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson og einnig Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, Daða Rafnsson, yfirþjálfara Breiðabliks sem og Illuga Gunnarsson, mennta- og íþróttamálaráðherra og fleiri.

Saga karlalandsliðsins er rakin og reynt að komast að því hvernig 325.000 manna þjóð tókst að komast á stórmót í fótbolta.

Öll viðtöl eru textuð en myndbandið má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×