Þrjár ástæður Heimis fyrir slökum sóknarleik gegn Ungverjalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2016 21:45 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm Það hefur verið margrætt um það hversu góðan varnarleik Ísland hefur spilað á EM í Frakklandi. 1-1 jafntefli í báðum leikjunum til þessa bera vott um það. Ísland var ánægt með jafnteflið í fyrsta leiknum, gegn Portúgal, en var svo svekkt með niðurstöðuna gegn Ungverjalandi þar sem Ísland leiddi þar til á lokamínútum leiksins. Ísland hefur verið minnst allra liða á EM með boltann og það virðist vera önnur holning á liðinu nú og í undankeppninni, sérstaklega þegar sóknarleikurinn er skoðaður. Sjá einnig: Lars: Strákarnir svindla ekki en þurfa samt að vera aðeins kaldari „Við slítum þennan leik [gegn Ungverjum] í sundur. Við erum rosalega ánægðir með varnarleikinn og gáfum Ungverjum engin opin færi þar til þeir skora markið. Það er ótrúlega vel gert, sérstaklega miðað við að þeir voru 70 prósent með boltann,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við Vísi. „En við áttum að vera meira með boltann en bara 30 prósent. Við hefðum þurft að halda honum lengur og gera meira með hann. Við hefðum þurft að vera klókari.“ Heimir ræddi við fjölmiðla í Annecy í dag og Vísir spurði hann út í þennan mun á liðinu frá því í undankeppnni og af hverju íslenska liðinu hefði tekist illa upp að halda boltanum innan liðsins og byggja upp sóknir. „Það geta verið margir þættir. En ég ætla að nefna þrjár ástæður,“ sagði hann og hér eru þær, í orðum Heimis:Gylfi Þór svekktur.Vísir/Vilhelm1. Það eru allir búnir að leikgreina okkur „Það eru allir búnir að leikgreina okkur enda höfum við ekki breytt um leikstíl í fjögur ár. Ungverjar gerðu það vel og voru sérstaklega kraftmiklir gegn okkur. Þeir pressuðu okkur framarlega og lokuðu á svæði sem gerði okkur erfitt fyrir.“2. Taugarnar spiluðu höfðu áhrif „Við vorum mjög nálægt því að tryggja okkur inn í 16-liða úrslitin og því hafa taugarnar spilað inn í. Leikmenn voru of varkárir. Við megum aldrei vera passívir í því sem við gerum. Við verðum líka að vera með sóknarhugsun, árásagjarnir í sókn og hugrakkir í sókn.“ „Við megum ekki spila vörn þegar við erum með boltann. Ég gæti því trúað að þetta hafi verið ákveðin sálfræði sem spilaði inn í. Við vorum með sigurinn í höndunum, þurftum bara að halda einu marki og vorum að leggja of mikla áherslu á varnarleikinn.“Alfreð í baráttunni.Vísir/Vilhelm3. Ungverjar eru góðir „Ungverjar eru með ótrúlega gott lið. Ég reyndi að segja það fyrir leik. Fyrir leik sögðu margir að þetta væri leikurinn sem við ættum að vinna. En þeir voru betri en við inni á vellinum, þó svo að við hefðum fengið betri færi. Austurríki steinlá fyrir Ungverjalandi og ég er sannfærður um að Portúgal mun ekki eiga auðvelt uppdráttar gegn þeim.“ „Þetta eru þrjár skýringar. Það eru fleiri hlutir sem gætu útskýrt þetta en í mínum huga er það þetta þrennt.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikaðferð Íslands útskýrð | Myndband Blaðamaður The Telegraph rýnir í 4-4-2 leikaðferð íslenska liðsins sem það hefur spilað síðan Lars Lagerbäck tók við. 19. júní 2016 14:30 Lars: Strákarnir svindla ekki en þurfa samt að vera aðeins kaldari Strákarnir okkar misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi í gær þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 19. júní 2016 13:43 Joachim Löw ekki ánægður með leikstíl liða eins og Íslands Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. 18. júní 2016 23:30 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15 Lars harðorður: Við spiluðum án allrar skynsemi Sá sænski var ósáttur við hve illa gekk að halda boltanum innan liðsins. 18. júní 2016 21:07 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Það hefur verið margrætt um það hversu góðan varnarleik Ísland hefur spilað á EM í Frakklandi. 1-1 jafntefli í báðum leikjunum til þessa bera vott um það. Ísland var ánægt með jafnteflið í fyrsta leiknum, gegn Portúgal, en var svo svekkt með niðurstöðuna gegn Ungverjalandi þar sem Ísland leiddi þar til á lokamínútum leiksins. Ísland hefur verið minnst allra liða á EM með boltann og það virðist vera önnur holning á liðinu nú og í undankeppninni, sérstaklega þegar sóknarleikurinn er skoðaður. Sjá einnig: Lars: Strákarnir svindla ekki en þurfa samt að vera aðeins kaldari „Við slítum þennan leik [gegn Ungverjum] í sundur. Við erum rosalega ánægðir með varnarleikinn og gáfum Ungverjum engin opin færi þar til þeir skora markið. Það er ótrúlega vel gert, sérstaklega miðað við að þeir voru 70 prósent með boltann,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við Vísi. „En við áttum að vera meira með boltann en bara 30 prósent. Við hefðum þurft að halda honum lengur og gera meira með hann. Við hefðum þurft að vera klókari.“ Heimir ræddi við fjölmiðla í Annecy í dag og Vísir spurði hann út í þennan mun á liðinu frá því í undankeppnni og af hverju íslenska liðinu hefði tekist illa upp að halda boltanum innan liðsins og byggja upp sóknir. „Það geta verið margir þættir. En ég ætla að nefna þrjár ástæður,“ sagði hann og hér eru þær, í orðum Heimis:Gylfi Þór svekktur.Vísir/Vilhelm1. Það eru allir búnir að leikgreina okkur „Það eru allir búnir að leikgreina okkur enda höfum við ekki breytt um leikstíl í fjögur ár. Ungverjar gerðu það vel og voru sérstaklega kraftmiklir gegn okkur. Þeir pressuðu okkur framarlega og lokuðu á svæði sem gerði okkur erfitt fyrir.“2. Taugarnar spiluðu höfðu áhrif „Við vorum mjög nálægt því að tryggja okkur inn í 16-liða úrslitin og því hafa taugarnar spilað inn í. Leikmenn voru of varkárir. Við megum aldrei vera passívir í því sem við gerum. Við verðum líka að vera með sóknarhugsun, árásagjarnir í sókn og hugrakkir í sókn.“ „Við megum ekki spila vörn þegar við erum með boltann. Ég gæti því trúað að þetta hafi verið ákveðin sálfræði sem spilaði inn í. Við vorum með sigurinn í höndunum, þurftum bara að halda einu marki og vorum að leggja of mikla áherslu á varnarleikinn.“Alfreð í baráttunni.Vísir/Vilhelm3. Ungverjar eru góðir „Ungverjar eru með ótrúlega gott lið. Ég reyndi að segja það fyrir leik. Fyrir leik sögðu margir að þetta væri leikurinn sem við ættum að vinna. En þeir voru betri en við inni á vellinum, þó svo að við hefðum fengið betri færi. Austurríki steinlá fyrir Ungverjalandi og ég er sannfærður um að Portúgal mun ekki eiga auðvelt uppdráttar gegn þeim.“ „Þetta eru þrjár skýringar. Það eru fleiri hlutir sem gætu útskýrt þetta en í mínum huga er það þetta þrennt.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikaðferð Íslands útskýrð | Myndband Blaðamaður The Telegraph rýnir í 4-4-2 leikaðferð íslenska liðsins sem það hefur spilað síðan Lars Lagerbäck tók við. 19. júní 2016 14:30 Lars: Strákarnir svindla ekki en þurfa samt að vera aðeins kaldari Strákarnir okkar misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi í gær þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 19. júní 2016 13:43 Joachim Löw ekki ánægður með leikstíl liða eins og Íslands Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. 18. júní 2016 23:30 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15 Lars harðorður: Við spiluðum án allrar skynsemi Sá sænski var ósáttur við hve illa gekk að halda boltanum innan liðsins. 18. júní 2016 21:07 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Leikaðferð Íslands útskýrð | Myndband Blaðamaður The Telegraph rýnir í 4-4-2 leikaðferð íslenska liðsins sem það hefur spilað síðan Lars Lagerbäck tók við. 19. júní 2016 14:30
Lars: Strákarnir svindla ekki en þurfa samt að vera aðeins kaldari Strákarnir okkar misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi í gær þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 19. júní 2016 13:43
Joachim Löw ekki ánægður með leikstíl liða eins og Íslands Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. 18. júní 2016 23:30
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30
Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15
Lars harðorður: Við spiluðum án allrar skynsemi Sá sænski var ósáttur við hve illa gekk að halda boltanum innan liðsins. 18. júní 2016 21:07