Golf

Lowry efstur á Opna bandaríska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lowry hefur leikið á fimm höggum undir pari.
Lowry hefur leikið á fimm höggum undir pari. vísir/getty
Írinn Shane Lowry er í forystu eftir þriðja keppnisdaginn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, sem fer fram á Oakmont Country Club í Pennsylvaníu.

Lowry hefur leikið á fimm höggum undir pari en næstur kemur Bandaríkjamaðurinn Andrew Landry á þremur höggum undir pari.

Spánverjinn Sergio García, Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson og Englendingurinn Lee Westwood eru svo jafnir í 3. sæti á tveimur höggum undir pari.

Veðrið hefur sett strik á reikninginn á mótinu en hætta þurfti keppni á fyrsta keppnisdegi vegna þrumuveðurs. Fyrir vikið eru kylfingarnir komnir mislangt.


Tengdar fréttir

Dustin Johnson efstur á Opna bandaríska

Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Andrew Landry eru efstir og jafnir eftir tvo daga á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, sem fer að þessu sinni fram á Oakmont Country Club í Pennsylvaníu.

Lýkur eyðimerkurgöngu Mickelson?

Opna bandaríska meistaramótið í golfi, US Open, hófst á Oakmont-vellinum í Pennsylvaníu í gær. Helsti silfurmaður mótsins, Phil Mickelson, er bjartsýnn á að klára mótið að þessu sinni eftir að hafa lent sex sinnum í öðru sæti. Erfiðasti völlur heims, segir Mickelson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×