Fótbolti

Ísland á enn möguleika á að vinna riðilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir geta unnið F-riðilinn.
Íslensku strákarnir geta unnið F-riðilinn. vísir/vilhelm
Eftir úrslit dagsins er allt opið fyrir lokaumferðina í F-riðlinum á EM 2016.

Ísland er í 2. sæti riðilsins með tvö stig eftir jafnteflið við Ungverjaland í dag og á enn möguleika á að vinna riðilinn.

Til þess að það gangi eftir þarf íslenska liðið að vinna það austurríska og vonast til að Portúgal vinni Ungverjaland á sama tíma. Ef markatala Íslands er betri en hjá Portúgal vinna íslensku strákarnir riðilinn.

Sigur á Austurríki þýðir að Ísland er öruggt með annað af tveimur efstu sætum riðilsins og þar með sæti í 16-liða úrslitum.

Jafntefli þýðir að Ísland verður í einu af efstu þremur sætum riðilsins. Vinni Ungverjaland Portúgal og Ísland Austurríki skilja jöfn enda Íslendingar í 2. sæti riðilsins.

Bæði Íslendingar og Portúgalar eru með tvö stig en íslensku strákarnir eru fyrir ofan á fleiri mörkum skoruðum. Ungverjar eru með fjögur stig í 1. sætinu og Austurríkismenn reka lestina með aðeins eitt stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×