Fótbolti

Íslendingum gengur illa að komast inn á leikvanginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin er tekin stundarfjórðungi fyrir leik.
Myndin er tekin stundarfjórðungi fyrir leik. Vísir/KTD
Þegar tíu mínútur eru í að flautað verði til leiks í Marseille eru íslensku svæðinu í stúkunni hálffull. Hópur Íslendinga er fyrir utan Stade Vélodrome og gengur hægt að komast inn á leikvöllinn.

Töluverð læti hafa verið á State-Vélodrome eins og Vísir hefur fjallað um en nú er þess beðið að Íslenidngar fylli sæti sitt. Þeir láta óánægju sína í ljós fyrir utan leikvanginn og Ari Steinn er áhyggjufullur að missa af þjóðsöngnum eins og sjá má að neðan.

Fjölmargir Íslendingar voru á stuðningsmannasvæðinu við ströndina þaðan sem um hálftíma gangur er á leikvanginn. Mikil öryggisgæsla hægir þó á öllu þegar að leikvangnnum er komið.

Vonandi fer umferðin að ganga hraðar svo enginn missi af þjóðsöngnum, svo ekki sé talað um leiknum.

Uppfært klukkan 17:54

Þegar fimm mínútur eru í að leikurinn hefjist hefur Íslendingum fjölgað þó nokkuð en enn eru þó mörg auð sæti í íslensku hólfunum.

Uppfært klukkan 18:02

Bekkurinn er orðinn þéttari í stúkunni okkar og vonandi flestir komnir inn.

Uppfært klukkkan 18:14

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, segir að það hafi verið ólátum Ungverja að kenna hve seint Íslendingar komust inn á leikvanginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×