Fótbolti

Maðurinn sem dæmdi 4-4 leikinn í Bern á flautunni í Marseille í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karasev hefur verið FIFA-dómari frá 2010.
Karasev hefur verið FIFA-dómari frá 2010. vísir/getty
Rússinn Sergei Karasev fær það verkefni að dæma leik Íslands og Ungverjalands á Stade Vélodrome í Marseille í dag.

Karasev hefur einu sinni áður dæmt hjá íslenska landsliðinu en hann dæmdi frægan 4-4 leik Íslands og Sviss í Bern í undankeppni HM 2014 fyrir þremur árum.

Íslenska liðið lenti 4-1 undir í byrjun seinni hálfleiks en kom til baka og tryggði sér stig. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrjú glæsimörk í leiknum.

Karasev er 37 ára gamall og hefur verið FIFA-dómari frá árinu 2010. Hann hefur dæmt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni frá tímabilinu 2011-12.

Karasev er að dæma á sínu fyrsta stórmóti en hann hefur þegar dæmt einn leik á EM; leik Rúmeníu og Sviss í A-riðli.

Karasev dæmdi 33 aukaspyrnur í leiknum og lyfti gula spjaldinu sex sinnum.

Þess má geta að Karasev dæmdi leik Ungverja og Grikkja í F-riðli undankeppni EM 2016 fyrir rúmu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×