EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 06:00 Lars Lagerbäck er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. vísir/epa „Þetta er besta hótel sem ég hef verið á með landsliði á stórmóti. Strákarnir hafa reyndar engan samanburð og vita ekki betur.“ Þessi stórskemmtilegu ummæli lét Lars Lagerbäck falla á blaðamannafundinum í Marseille í gær. Ég spurði hann hvort hann væri ánægður með stöðu liðsins eftir fyrstu vikuna í Frakklandi, samanborið við fyrri reynslu hans á stórmótum. Jú, hann var sáttur og sagði stöðuna góða. En það var ekki hvað hann sagði, heldur hvernig. Lars er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. Þarna sýndi hann að hann getur líka gefið sínum mönnum smá skot og minnt á sig. En Lagerbäck er ekki bara lúmskur húmoristi, hann kann líka að beita sálfræðihernaði og það hefur sýnt sig síðustu dagana og vikurnar. Það byrjaði þegar hann var sérfræðingur í sænsku sjónvarpi í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar talaði hann um leikaraskap Pepe og sagði að í liði Portúgals væru leikmenn sem gætu átt sér feril í Hollywood. Eftir að allt saman var yfirstaðið og jafnteflið við Portúgal staðreynd spurði ég Lars hreint út hvort um sálfræðihernað hafi verið að ræða. Hvort hann hafi látið þessi orð falla til að reyna að koma andstæðingnum úr jafnvægi. Hann neitaði því, sagði að hann hefði einfaldlega verið að sinna sínum störfum sem álitsgjafi í sjónvarpi. Sem er sama svar og hann gaf á blaðamannafundinum fyrir leikinn þegar hann var þráspurður af portúgölsku pressunni um málið. Svo kom að blaðamannafundinum í dag. Hann var spurður af ungverskum blaðamanni hvað hefði komið honum mest á óvart við frammistöðu Ungverjalands í 2-0 sigrinum á Austurríki.vísir/stefánFyrir það fyrsta sagði hann að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart við frammistöðuna. Eftir undankeppnina og umspilið í haust hafi Ungverjar tekið framfaraskref. „Við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim,“ sagði hann þá. „Það kom mér líklega meira á óvart að Ungverjar létu Austurríkismenn líta illa út. Hvort það var vegna þess að Ungverjar spiluðu vel, sem þeir gerðu, eða hvort Austurríki spilaði undir venjulegri getu er erfitt að segja í fótbolta.“ Það er auðvitað túlkunaratriði hvort Lagerbäck hafi verið með þessu að senda Ungverjum lúmska pillu. Það er í það minnsta hægt að túlka það á þann veg. Auðvitað margsagði Lagerbäck á fundinum í dag að Ísland bæri mikla virðingu fyrir Ungverjalandi og að okkar menn þyrftu að eiga toppleik til að vinna í dag. En ummælin fá mann til að lyfta annarri augabrúninni. Lagerbäck er klókur og hann veit að ummælin munu fara í ungverska fjölmiðla þar sem þau verða matreidd á ákveðinn hátt. Kannski þannig að Ungverjar velti fyrir sér hvað hann hafi verið að meina og hvort í orðum hans felist einhver gagnrýni. Lagerbäck er ekki á sínu fyrsta stórmóti, eins og hann benti svo skemmtilega á í gær, og veit að það er hægt að beita ýmsum brögðum í aðdraganda leikjanna til að senda ákveðin skilaboð. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig leikmenn okkar mæta til leiks í dag. Íslenska liðið veit að það hefur fulla burði til að vinna lið Ungverjalands. Á góðum degi á Ísland að teljast sigurstranglegri aðilinn, ef eitthvað er. En nú þurfa strákarnir að sýna á sér allt aðra hlið en þeir gerðu á þriðjudag og eins og Heimir benti á í gær, þá ætla þeir sér að gera það. Lagerbäck hefur sýnt á sér nýja hlið á mótinu í Frakklandi og nú er komið að leikmönnum hans að gera slíkt hið sama. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
„Þetta er besta hótel sem ég hef verið á með landsliði á stórmóti. Strákarnir hafa reyndar engan samanburð og vita ekki betur.“ Þessi stórskemmtilegu ummæli lét Lars Lagerbäck falla á blaðamannafundinum í Marseille í gær. Ég spurði hann hvort hann væri ánægður með stöðu liðsins eftir fyrstu vikuna í Frakklandi, samanborið við fyrri reynslu hans á stórmótum. Jú, hann var sáttur og sagði stöðuna góða. En það var ekki hvað hann sagði, heldur hvernig. Lars er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. Þarna sýndi hann að hann getur líka gefið sínum mönnum smá skot og minnt á sig. En Lagerbäck er ekki bara lúmskur húmoristi, hann kann líka að beita sálfræðihernaði og það hefur sýnt sig síðustu dagana og vikurnar. Það byrjaði þegar hann var sérfræðingur í sænsku sjónvarpi í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar talaði hann um leikaraskap Pepe og sagði að í liði Portúgals væru leikmenn sem gætu átt sér feril í Hollywood. Eftir að allt saman var yfirstaðið og jafnteflið við Portúgal staðreynd spurði ég Lars hreint út hvort um sálfræðihernað hafi verið að ræða. Hvort hann hafi látið þessi orð falla til að reyna að koma andstæðingnum úr jafnvægi. Hann neitaði því, sagði að hann hefði einfaldlega verið að sinna sínum störfum sem álitsgjafi í sjónvarpi. Sem er sama svar og hann gaf á blaðamannafundinum fyrir leikinn þegar hann var þráspurður af portúgölsku pressunni um málið. Svo kom að blaðamannafundinum í dag. Hann var spurður af ungverskum blaðamanni hvað hefði komið honum mest á óvart við frammistöðu Ungverjalands í 2-0 sigrinum á Austurríki.vísir/stefánFyrir það fyrsta sagði hann að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart við frammistöðuna. Eftir undankeppnina og umspilið í haust hafi Ungverjar tekið framfaraskref. „Við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim,“ sagði hann þá. „Það kom mér líklega meira á óvart að Ungverjar létu Austurríkismenn líta illa út. Hvort það var vegna þess að Ungverjar spiluðu vel, sem þeir gerðu, eða hvort Austurríki spilaði undir venjulegri getu er erfitt að segja í fótbolta.“ Það er auðvitað túlkunaratriði hvort Lagerbäck hafi verið með þessu að senda Ungverjum lúmska pillu. Það er í það minnsta hægt að túlka það á þann veg. Auðvitað margsagði Lagerbäck á fundinum í dag að Ísland bæri mikla virðingu fyrir Ungverjalandi og að okkar menn þyrftu að eiga toppleik til að vinna í dag. En ummælin fá mann til að lyfta annarri augabrúninni. Lagerbäck er klókur og hann veit að ummælin munu fara í ungverska fjölmiðla þar sem þau verða matreidd á ákveðinn hátt. Kannski þannig að Ungverjar velti fyrir sér hvað hann hafi verið að meina og hvort í orðum hans felist einhver gagnrýni. Lagerbäck er ekki á sínu fyrsta stórmóti, eins og hann benti svo skemmtilega á í gær, og veit að það er hægt að beita ýmsum brögðum í aðdraganda leikjanna til að senda ákveðin skilaboð. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig leikmenn okkar mæta til leiks í dag. Íslenska liðið veit að það hefur fulla burði til að vinna lið Ungverjalands. Á góðum degi á Ísland að teljast sigurstranglegri aðilinn, ef eitthvað er. En nú þurfa strákarnir að sýna á sér allt aðra hlið en þeir gerðu á þriðjudag og eins og Heimir benti á í gær, þá ætla þeir sér að gera það. Lagerbäck hefur sýnt á sér nýja hlið á mótinu í Frakklandi og nú er komið að leikmönnum hans að gera slíkt hið sama.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira