Fótbolti

Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hressir Ungverjar.
Hressir Ungverjar. vísir/tom
Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær en íslenskir stuðningsmenn á Stade Vélodrome verða að minnsta kosti níu þúsund í í dag.

Ungversku stuðningsmennirnir eru mjög bjartsýnir fyrir leikinn eftir flottan sigur þeirra manna á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar en sigur gegn Íslandi kemur Ungverjum í 16 liða úrslitin.

Ísland þarf helst að vinna leikinn til að vera ekki með bakið upp við vegg fyrir lokaumferðina þar sem strákarnir okkar mæta Austurríki á Stade de France.

Vísir hitti á nokkra hressa stuðningsmenn Ungverjalands í miðbæ Marseille og spurði hvernig þeim litist á leikinn. Flestir voru nokkuð hógværir í svörum enda misgóðir í ensku en einn þeirra var fullviss um sigur.

„Við ætlum að taka þrjú stig,“ öskraði hann og lyfti þremur fingrum á loft. Það er vonandi að hann hafi rangt fyrir sér en leikurinn hefst klukkan 16.00.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×