„Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 13:30 Væntingarnar voru ekki miklar. vísir/getty Ísland og Ungverjaland mætast í dag í öðrum leik liðanna í F-riðli EM 2016 í fótbolta en leikurinn fer fram á hinum magnaða Stade Vélodrome í Marseille. Ungverjaland er með þrjú stig eftir frækinn en óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ísland er með eitt stig eftir jafnteflið fræga gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ungverjaland er gamalt stórveldi í Evrópuboltanum en hefur ekki tekið þátt á stórmóti í 30 þar fyrr en núna. Liðið hefði ekki komist á hefðbundið 16 liða Evrópumót fyrir fjölgun liða og voru væntingarnar ekki miklar fyrir mótið. „Við vonuðumst bara til að liðið yrði þjóðinni ekki til skammar. Okkur dreymdi ekki um að ná úrslitum eins og gegn Austurríki og liðið myndi spila svona vel," segir Dániel Hegyi, ungverskur íþróttablaðamaður í samtali við Vísi. „Sigurinn gegn Ungverjalandi kom þjóðinni gríðarlega mikið á óvart. Ekki einum einasta Ungverja dreymdi um þessi úrslit. Fólk var í raun bara hrætt við að hugsa um sigur enda er svo langt síðan við vorum síðast á stórmóti." Íslensku strákarnir töluðu mikið um það á blaðamannafundinum í gær að Ungverjar væru orðnir mun betri en þeir voru þegar þeir lögðu Noreg í umspili um sæti á EM. Þeir leikir kveiktu ekki í mörgum fótboltaáhugamönnum. "Liðið er orðið miklu betra en það var í umspilsleikjunum gegn Noregi. Það er ekki orðið betra í fóbolta en hugarfar liðsins er miklu betra. Við vorum alltaf búnir að tapa öllu fyrirfram en nú er hugarfarið betra og lukkan aðeins snúist með liðinu," segir Hegyi. "Ég sé ekki fram á að liðinu verði breytt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi fyrir utan bakvarðarskiptin vegna meiðslanna. Taktíkin verður líka svipuð þannig ekki verður þetta fallegur leikur." Hegyi segir að bjartsýnin sé mun meiri hjá ungversku þjóðinni fyrir leikinn gegn Íslandi eftir sigurinn á Austurríki. Hann er þó ekki á því að Ungverjaland sé betra en Ísland. "Ungverska liðið er ekki betra en það íslenska en ég held að við getum unnið leikinn ef okkar menn spila vel. Við erum bjartsýnari eftir sigurinn á Austurríki. Það verður samt erfitt fyrir ungverska liðið að ná upp sama hugarfari aftur,“ segir Daniel Hegyi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
Ísland og Ungverjaland mætast í dag í öðrum leik liðanna í F-riðli EM 2016 í fótbolta en leikurinn fer fram á hinum magnaða Stade Vélodrome í Marseille. Ungverjaland er með þrjú stig eftir frækinn en óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ísland er með eitt stig eftir jafnteflið fræga gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ungverjaland er gamalt stórveldi í Evrópuboltanum en hefur ekki tekið þátt á stórmóti í 30 þar fyrr en núna. Liðið hefði ekki komist á hefðbundið 16 liða Evrópumót fyrir fjölgun liða og voru væntingarnar ekki miklar fyrir mótið. „Við vonuðumst bara til að liðið yrði þjóðinni ekki til skammar. Okkur dreymdi ekki um að ná úrslitum eins og gegn Austurríki og liðið myndi spila svona vel," segir Dániel Hegyi, ungverskur íþróttablaðamaður í samtali við Vísi. „Sigurinn gegn Ungverjalandi kom þjóðinni gríðarlega mikið á óvart. Ekki einum einasta Ungverja dreymdi um þessi úrslit. Fólk var í raun bara hrætt við að hugsa um sigur enda er svo langt síðan við vorum síðast á stórmóti." Íslensku strákarnir töluðu mikið um það á blaðamannafundinum í gær að Ungverjar væru orðnir mun betri en þeir voru þegar þeir lögðu Noreg í umspili um sæti á EM. Þeir leikir kveiktu ekki í mörgum fótboltaáhugamönnum. "Liðið er orðið miklu betra en það var í umspilsleikjunum gegn Noregi. Það er ekki orðið betra í fóbolta en hugarfar liðsins er miklu betra. Við vorum alltaf búnir að tapa öllu fyrirfram en nú er hugarfarið betra og lukkan aðeins snúist með liðinu," segir Hegyi. "Ég sé ekki fram á að liðinu verði breytt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi fyrir utan bakvarðarskiptin vegna meiðslanna. Taktíkin verður líka svipuð þannig ekki verður þetta fallegur leikur." Hegyi segir að bjartsýnin sé mun meiri hjá ungversku þjóðinni fyrir leikinn gegn Íslandi eftir sigurinn á Austurríki. Hann er þó ekki á því að Ungverjaland sé betra en Ísland. "Ungverska liðið er ekki betra en það íslenska en ég held að við getum unnið leikinn ef okkar menn spila vel. Við erum bjartsýnari eftir sigurinn á Austurríki. Það verður samt erfitt fyrir ungverska liðið að ná upp sama hugarfari aftur,“ segir Daniel Hegyi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30
Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30
Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00
Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30