Ungverjar: Ísland á skilið okkar virðingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. júní 2016 14:30 Szalai fagnar marki sínu gegn Austurríki. vísir/getty Ungverjar voru með blaðamannafund í Marseille rétt áðan og þangað mætti þjálfari liðsins og tveir leikmenn. Þar var talað fallega um íslenska landsliðið. „Ísland er með virkilega gott lið og á skilið okkar virðingu,“ sagði Adam Szalai, framherji Ungverja, en hann skorað annað marka liðsins í sigrinum óvænta gegn Austurríki. „Þetta verður mjög erfiður leikur og við munum þurfa enn meiri stuðning frá áhorfendum til þess að vinna þennan leik líka.“ Rétt eins og á Íslandi er allt á hvolfi í Ungverjalandi út af frábærri byrjun liðsins á EM. „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Sjá fólk í landsliðstreyjum út um allt og fá fallegar kveðjur frá almenningi og öðru íþróttafólki. Við fáum mikla orku með öllum þessum kveðjum. Þetta er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.“ Þjálfari ungverska liðsins, Þjóðverjinn Bernd Storck, hrósaði íslenska liðinu og á von á mjög erfiðum leik. „Ísland er gríðarlega sterkt lið. Líkamlega sterkir strákar. Þeir komu mér ekki á óvart gegn Portúgal. Ísland var að gera nákvæmlega það sama í undankeppninni. Þetta verður mjög erfiður leikur og allt öðruvísi en leikurinn gegn Austurríki,“ sagði Storck en hann vildi ekkert ræða hvort hann yrði sáttur með stig í þessum leik þar sem Ungverjar væru þegar komnir með þrjú stig. „Ég spila aldrei upp á jafntefli. Við munum reyna að vinna og gleðja okkar stuðningsmenn. Ef leikurinn endar með jafntefli geturðu prófað að spyrja mig að þessu aftur.“ Ungverjar verða án bakvarðarins Attila Fiola og það mun riðla þeirra leik eitthvað enda Fiola sterkur. „Við undirbúum okkur sérstaklega fyrir hvern leik. Ísland á marga leikmenn með mikla alþjóðalega reynslu og það er góður liðsandi hjá þeim. Ísland spilaði ekki bara vel gegn Ronaldo heldur gegn öllu portúgalska liðinu. Þó svo Portúgal hafi verið meira með boltann skapaði Ísland sér góð færi,“ sagði Storck. „Ísland getur skapað hættu með hraða sínum og við verðum að vera tilbúnir. Við erum að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik gegn góðu liði.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Ungverjar voru með blaðamannafund í Marseille rétt áðan og þangað mætti þjálfari liðsins og tveir leikmenn. Þar var talað fallega um íslenska landsliðið. „Ísland er með virkilega gott lið og á skilið okkar virðingu,“ sagði Adam Szalai, framherji Ungverja, en hann skorað annað marka liðsins í sigrinum óvænta gegn Austurríki. „Þetta verður mjög erfiður leikur og við munum þurfa enn meiri stuðning frá áhorfendum til þess að vinna þennan leik líka.“ Rétt eins og á Íslandi er allt á hvolfi í Ungverjalandi út af frábærri byrjun liðsins á EM. „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Sjá fólk í landsliðstreyjum út um allt og fá fallegar kveðjur frá almenningi og öðru íþróttafólki. Við fáum mikla orku með öllum þessum kveðjum. Þetta er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.“ Þjálfari ungverska liðsins, Þjóðverjinn Bernd Storck, hrósaði íslenska liðinu og á von á mjög erfiðum leik. „Ísland er gríðarlega sterkt lið. Líkamlega sterkir strákar. Þeir komu mér ekki á óvart gegn Portúgal. Ísland var að gera nákvæmlega það sama í undankeppninni. Þetta verður mjög erfiður leikur og allt öðruvísi en leikurinn gegn Austurríki,“ sagði Storck en hann vildi ekkert ræða hvort hann yrði sáttur með stig í þessum leik þar sem Ungverjar væru þegar komnir með þrjú stig. „Ég spila aldrei upp á jafntefli. Við munum reyna að vinna og gleðja okkar stuðningsmenn. Ef leikurinn endar með jafntefli geturðu prófað að spyrja mig að þessu aftur.“ Ungverjar verða án bakvarðarins Attila Fiola og það mun riðla þeirra leik eitthvað enda Fiola sterkur. „Við undirbúum okkur sérstaklega fyrir hvern leik. Ísland á marga leikmenn með mikla alþjóðalega reynslu og það er góður liðsandi hjá þeim. Ísland spilaði ekki bara vel gegn Ronaldo heldur gegn öllu portúgalska liðinu. Þó svo Portúgal hafi verið meira með boltann skapaði Ísland sér góð færi,“ sagði Storck. „Ísland getur skapað hættu með hraða sínum og við verðum að vera tilbúnir. Við erum að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik gegn góðu liði.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira