Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2016 14:00 Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Hann gefur lítið fyrir þá túlkun fræðimanna á stjórnarskránni að forseti hafi í raun ekki vald til að leggja fram lagafrumvörp einn heldur þurfi alltaf atbeina ráðherra til, og segir að það standi skýrum stöfum í stjórnarskránni að forseti hafi það vald að geta látið ráðherra leggja fram frumvarp á Alþingi. Sturla er áttundi og þar með næstsíðasti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í seinustu viku og þessari hafa viðtölin verið birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal birtist á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill að fólk viti hvar það hafi forsetann Aðspurður segist Sturla skilgreina hlutverk forseta samkvæmt stjórnarskrá og að hann lesi stjórnarskrána en túlki hana ekki, líkt og fræðimenn. Þess vegna ætlar hann sér til dæmis að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar.En hefur hann ekki íhugað frekar að bjóða sig fram til þings? „Væri ég þingmaður þyrfti ég að eiga við 63 einstaklinga og sannfæra þá um að málið sé mjög gott. Ég vil að vísu frekar hafa beint lýðræði og þá er það þannig ef ég verð forseti að þá þurfa 63 einstaklingar að sannfæra mig um að vísa málinu ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu og eins þurfa þessir 63 einstaklingar að sannfæra þjóðina um að safna ekki 25 þúsund undirskriftum til þess að fá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá þurfa þeir að vanda lagasetninguna það vel að fólkið sjái ekki ástæðu til þess að kalla lögin til sín. Það kalla ég lýðræði,“ segir Sturla og bætir við að þetta þýði að hann muni alltaf vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hann fær 25 þúsund undirskriftir. „Því fólkið er að kjósa mig, kjósa einstakling sem ætlar að gæta hagsmuna samfélagsins. Ég ætla rétt að vona að fólk sé að kjósa forseta sem er að gæta að hagsmunum sínum. Við höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar.“ Þá er Sturla á því að forsetinn eigi að lýsa afstöðu sinnar til einstakra deilumála. „Já, ég er alveg á því að hann eigi að vera virkur. Fólk þarf að vita hvar það hefur hann. Hann þarf að vera samkvæmur sjálfum sér,“ segir Sturla. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Hann gefur lítið fyrir þá túlkun fræðimanna á stjórnarskránni að forseti hafi í raun ekki vald til að leggja fram lagafrumvörp einn heldur þurfi alltaf atbeina ráðherra til, og segir að það standi skýrum stöfum í stjórnarskránni að forseti hafi það vald að geta látið ráðherra leggja fram frumvarp á Alþingi. Sturla er áttundi og þar með næstsíðasti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í seinustu viku og þessari hafa viðtölin verið birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal birtist á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill að fólk viti hvar það hafi forsetann Aðspurður segist Sturla skilgreina hlutverk forseta samkvæmt stjórnarskrá og að hann lesi stjórnarskrána en túlki hana ekki, líkt og fræðimenn. Þess vegna ætlar hann sér til dæmis að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar.En hefur hann ekki íhugað frekar að bjóða sig fram til þings? „Væri ég þingmaður þyrfti ég að eiga við 63 einstaklinga og sannfæra þá um að málið sé mjög gott. Ég vil að vísu frekar hafa beint lýðræði og þá er það þannig ef ég verð forseti að þá þurfa 63 einstaklingar að sannfæra mig um að vísa málinu ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu og eins þurfa þessir 63 einstaklingar að sannfæra þjóðina um að safna ekki 25 þúsund undirskriftum til þess að fá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá þurfa þeir að vanda lagasetninguna það vel að fólkið sjái ekki ástæðu til þess að kalla lögin til sín. Það kalla ég lýðræði,“ segir Sturla og bætir við að þetta þýði að hann muni alltaf vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hann fær 25 þúsund undirskriftir. „Því fólkið er að kjósa mig, kjósa einstakling sem ætlar að gæta hagsmuna samfélagsins. Ég ætla rétt að vona að fólk sé að kjósa forseta sem er að gæta að hagsmunum sínum. Við höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar.“ Þá er Sturla á því að forsetinn eigi að lýsa afstöðu sinnar til einstakra deilumála. „Já, ég er alveg á því að hann eigi að vera virkur. Fólk þarf að vita hvar það hefur hann. Hann þarf að vera samkvæmur sjálfum sér,“ segir Sturla. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30
Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45
Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30