Skýrslur teknar hjá Móður jörð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Hjónin Eymundur Magnússon og Eygló Ólafsdóttir hvetja til þess að notkun sjálfboðaliðasamtaka á borð við WWOOF verði leyfð hér á landi. vísir/Valli AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. Í tilkynningu Afls kemur fram að forráðamenn Móður Jarðar hafi sagt sjálfboðaliðana á vegum samtaka sem sendi fólk víða um heim til að vinna sjálfboðastörf, svo sem við umhverfisvæna jarðrækt. Einnig kom fram í skýringum þeirra að um einhvers konar námssamninga væri að ræða. Lögregla tók skýrslu af sjálfboðaliðum. Lögð verður fram kæra vegna málsins vegna brota á reglum um atvinnu útlendinga. Austurfrétt fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en 11.júní sendu forsvarsmenn lífræna búsins í Vallanesi, Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, frá sér yfirlýsingu og saka AFL Starfsgreinafélag um dylgjur. Þau nýti sér starfsemi sjálfboðaliðasamtaka, WWOOF, sem séu viðurkennd í öðrum löndum. Samtökin veiti mikilvægan stuðning við lífrænan landbúnað. „Við teljum mikilvægt að þessari tegund sjálfboðaliðastarfs sé fundinn farvegur innan kerfisins,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þess má geta að Svíþjóð, Noregur og Danmörk taka þátt í WWOOF samstarfi. Sverrir Mar Albertsson hjá Afli segir sjálfboðaliðastörf í þjónustugreinum og landbúnaði eins og faraldur um þessar mundir og meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum samið um lágmarkskjör í landbúnaði sem á að virða,“ segir hann. Félagsleg undirboð verði ekki liðin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. Í tilkynningu Afls kemur fram að forráðamenn Móður Jarðar hafi sagt sjálfboðaliðana á vegum samtaka sem sendi fólk víða um heim til að vinna sjálfboðastörf, svo sem við umhverfisvæna jarðrækt. Einnig kom fram í skýringum þeirra að um einhvers konar námssamninga væri að ræða. Lögregla tók skýrslu af sjálfboðaliðum. Lögð verður fram kæra vegna málsins vegna brota á reglum um atvinnu útlendinga. Austurfrétt fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en 11.júní sendu forsvarsmenn lífræna búsins í Vallanesi, Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, frá sér yfirlýsingu og saka AFL Starfsgreinafélag um dylgjur. Þau nýti sér starfsemi sjálfboðaliðasamtaka, WWOOF, sem séu viðurkennd í öðrum löndum. Samtökin veiti mikilvægan stuðning við lífrænan landbúnað. „Við teljum mikilvægt að þessari tegund sjálfboðaliðastarfs sé fundinn farvegur innan kerfisins,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þess má geta að Svíþjóð, Noregur og Danmörk taka þátt í WWOOF samstarfi. Sverrir Mar Albertsson hjá Afli segir sjálfboðaliðastörf í þjónustugreinum og landbúnaði eins og faraldur um þessar mundir og meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum samið um lágmarkskjör í landbúnaði sem á að virða,“ segir hann. Félagsleg undirboð verði ekki liðin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira