Páll Sævar Guðjónsson, þulur íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi, varð fyrir því óláni að kynna Kolbein Sigþórsson sem Andra Sigþórsson þegar hann las upp nöfn leikmanna íslenska landsliðsins á Stade Geoffroy Guichard í Saint-Étienne í kvöld.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að nöfnum bræðra er ruglað saman og eru mistökin auðvitað skiljanleg, enda var Andri frábær knattspyrnumaður á sínum tíma.
Páll Sævar hefur staðið sig frábærlega í að hvetja stuðningsmenn íslenska landsliðsins til dáða í upphituninni fyrir leikinn. Það er frábær stemning á leikvanginum og vel tekið undir þegar Ferðalok var sungið hástöfum um 25 mínútum fyrir leik.
Leikur Íslands og Portúgals er í beinni textalýsingu á Vísi, hér fyrir neðan.
Röddin kynnti Kolbein sem Andra

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne
Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg.