Leiðarahöfundur Morgunblaðsins lítt hrifinn af söguskoðun Guðna um Icesave Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 11:21 Forsetaframbjóðendurnir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Vísir/Anton Brink Í leiðara Morgunblaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Ekki fer öllum vel úr hendi að skrá sögu Icesave“ er grein Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og forsetaframbjóðanda í Fréttablaðinu þann 23. júní 2012 gerð að umtalsefni. Í greininni fjallaði Guðni, sem þá var sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, um Ólaf Ragnar Grímsson forseta en vika var í forsetakosningar þegar greinin birtist. Ólafur Ragnar bar sigur úr býtum í þeim kosningum en í leiðaranum í dag eru skrif Guðna í Fréttablaðinu gagnrýnd: „Guðna var bersýnilega ósárt um að Ólafi gengi illa í þeim kosningum sem þá stóðu fyrir dyrum og lauk greininni til dæmis á þessum mátulega notalegu orðum: „Við rannsóknir mínar á sögu síðustu áratuga hef ég leitað í smiðju Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann hefur reynst vingjarnlegur, fróður og ráðagóður, jafnvel víðsýnn og launfyndinn. En snúist sagan um hagsmuni hans sjálfs verða hamskipti.“” Samkvæmt skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar nú á Guðni sigurinn vísan. Í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar, sem er einmitt birt í Morgunblaðinu í dag, mælist hann með 55 prósent fylgi. Einn af meðframbjóðendum Guðna er ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson. Leiðari blaðsins í dag er, líkt og endranær, nafnlaus en Davíð er í sumarleyfi frá störfum sínum á blaðinu á meðan hann sinnir framboðinu.Skrif Guðna um Icesave sérstaklega athyglisverð Hinn ritstjóri blaðsins er Haraldur Johannesson og þá er Karl Blöndal aðstoðarritstjóri. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins gagnrýnir Guðna en fyrr í mánuðinum var honum líkt við Donald Trump og sakaður um að ráðast á blaðið í fyrirlestri sem hann hélt í Háskóla Íslands. Í leiðaranum í dag segir að skrif Guðna um Icesave í umræddri grein séu sérstaklega athyglisverð. Þá hafi þau áður orðið umfjöllunarefni á opinberum vettvangi þar sem Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hafi ekki viljað „láta rangfærslunum um Iceasave ósvarað.“Er síðan vitnað orðrétt í fjögurra ára gamla bloggfærslu Ögmundar sem bar yfirskriftina „Lítil fræði í sagnfræði Guðna:“ „Ekki þykja mér skrif Guðna endurspegla skilning á [Icesave-málinu]. Fjarri lagi. Hann segir: „Línur í Icesave-deilunni hafa ætíð markast af því hvort menn sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu. Sjálfskipaðir sigurvegarar munu reyna að skrá söguna og eru reyndar byrjaðir á því. En þeim verður ekki kápan úr því klæðinu þegar upp er staðið. Til þess eru staðreyndirnar of skýrar. Þetta á líka við um forsetann. Valdhöfum í Lundúnum og Haag má hann þakka fyrir að hafa losnað úr Icesave-snörunni. Þeir neituðu að samþykkja fyrirvara Alþingis og því þurfti að semja upp á nýtt.“„Þeim sem hafa áhuga á sögu íslensku þjóðarinnar getur þó ekki verið sama um Icesave“ Skemmst er frá því að segja að leiðarahöfundur Morgunblaðsins er lítt hrifinn af þessari söguskoðun Guðna, líkt og Ögmundur, enda vitnar hann áfram í blogg þingmannsins: „Í fyrsta lagi er það rangt að afstaða til Icesave samninganna hafi alltaf farið eftir flokkspólitískum línum. Í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði voru á Icesave-tímanum nokkrir þingmenn andvígir samningunum og einn ráðherra sagði af sér embætti af þessum sökum. Þetta er söguleg staðreynd sem ekki verður horft framhjá. Allra síst af hálfu sagnfræðings. Í öðru lagi endurspeglar það mikið skilningsleysi á málinu að tala um að Bretar og Hollendingar hafi skorið forsetann niður úr „Icesave-snörunni“ með því að samþykkja ekki fyrivara Alþingis sem settir voru eftir miklar deilur á þingi í sumarlok 2009. Á hvern hátt var forsetinn skorinn niður úr „Icesave-snörunni“? Það skyldi þó aldrei hafa verið þjóðin sem losaði úr snörunni Alþingi og þær ríkisstjórnir sem setið höfðu frá hausti 2008, beittar ítrekuðum þvingunum af Bretum, Hollendingum, Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar liggja skýrar staðreyndir á borðinu.“ Í lok leiðarans segir svo að þrátt fyrir að margir séu orðnir þreyttir á umræðunni um Icesave þá geti þeim sem hafa áhuga á sögunni ekki verið sama um Icesave: „Ýmsir segjast orðnir þreyttir á umræðum um Icesave, enda tóku þær mikið rúm og reyndu mjög á fyrir nokkrum árum. Þeir segjast sem minnst vilja um málið heyra. Þeim sem hafa áhuga á sögu íslensku þjóðarinnar getur þó ekki verið sama um Icesave. Til þess er málið of stórt í sniðum, ekki síst ef forseti Íslands og forsetakosningar eru annars vegar.“ Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla mælist með meira fylgi en Andri Snær Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með mest fylgi meðal kjósenda en nokkrar breytingar má þó merkja í fylgiskönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 13. júní 2016 07:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í leiðara Morgunblaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Ekki fer öllum vel úr hendi að skrá sögu Icesave“ er grein Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og forsetaframbjóðanda í Fréttablaðinu þann 23. júní 2012 gerð að umtalsefni. Í greininni fjallaði Guðni, sem þá var sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, um Ólaf Ragnar Grímsson forseta en vika var í forsetakosningar þegar greinin birtist. Ólafur Ragnar bar sigur úr býtum í þeim kosningum en í leiðaranum í dag eru skrif Guðna í Fréttablaðinu gagnrýnd: „Guðna var bersýnilega ósárt um að Ólafi gengi illa í þeim kosningum sem þá stóðu fyrir dyrum og lauk greininni til dæmis á þessum mátulega notalegu orðum: „Við rannsóknir mínar á sögu síðustu áratuga hef ég leitað í smiðju Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann hefur reynst vingjarnlegur, fróður og ráðagóður, jafnvel víðsýnn og launfyndinn. En snúist sagan um hagsmuni hans sjálfs verða hamskipti.“” Samkvæmt skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar nú á Guðni sigurinn vísan. Í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar, sem er einmitt birt í Morgunblaðinu í dag, mælist hann með 55 prósent fylgi. Einn af meðframbjóðendum Guðna er ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson. Leiðari blaðsins í dag er, líkt og endranær, nafnlaus en Davíð er í sumarleyfi frá störfum sínum á blaðinu á meðan hann sinnir framboðinu.Skrif Guðna um Icesave sérstaklega athyglisverð Hinn ritstjóri blaðsins er Haraldur Johannesson og þá er Karl Blöndal aðstoðarritstjóri. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins gagnrýnir Guðna en fyrr í mánuðinum var honum líkt við Donald Trump og sakaður um að ráðast á blaðið í fyrirlestri sem hann hélt í Háskóla Íslands. Í leiðaranum í dag segir að skrif Guðna um Icesave í umræddri grein séu sérstaklega athyglisverð. Þá hafi þau áður orðið umfjöllunarefni á opinberum vettvangi þar sem Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hafi ekki viljað „láta rangfærslunum um Iceasave ósvarað.“Er síðan vitnað orðrétt í fjögurra ára gamla bloggfærslu Ögmundar sem bar yfirskriftina „Lítil fræði í sagnfræði Guðna:“ „Ekki þykja mér skrif Guðna endurspegla skilning á [Icesave-málinu]. Fjarri lagi. Hann segir: „Línur í Icesave-deilunni hafa ætíð markast af því hvort menn sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu. Sjálfskipaðir sigurvegarar munu reyna að skrá söguna og eru reyndar byrjaðir á því. En þeim verður ekki kápan úr því klæðinu þegar upp er staðið. Til þess eru staðreyndirnar of skýrar. Þetta á líka við um forsetann. Valdhöfum í Lundúnum og Haag má hann þakka fyrir að hafa losnað úr Icesave-snörunni. Þeir neituðu að samþykkja fyrirvara Alþingis og því þurfti að semja upp á nýtt.“„Þeim sem hafa áhuga á sögu íslensku þjóðarinnar getur þó ekki verið sama um Icesave“ Skemmst er frá því að segja að leiðarahöfundur Morgunblaðsins er lítt hrifinn af þessari söguskoðun Guðna, líkt og Ögmundur, enda vitnar hann áfram í blogg þingmannsins: „Í fyrsta lagi er það rangt að afstaða til Icesave samninganna hafi alltaf farið eftir flokkspólitískum línum. Í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði voru á Icesave-tímanum nokkrir þingmenn andvígir samningunum og einn ráðherra sagði af sér embætti af þessum sökum. Þetta er söguleg staðreynd sem ekki verður horft framhjá. Allra síst af hálfu sagnfræðings. Í öðru lagi endurspeglar það mikið skilningsleysi á málinu að tala um að Bretar og Hollendingar hafi skorið forsetann niður úr „Icesave-snörunni“ með því að samþykkja ekki fyrivara Alþingis sem settir voru eftir miklar deilur á þingi í sumarlok 2009. Á hvern hátt var forsetinn skorinn niður úr „Icesave-snörunni“? Það skyldi þó aldrei hafa verið þjóðin sem losaði úr snörunni Alþingi og þær ríkisstjórnir sem setið höfðu frá hausti 2008, beittar ítrekuðum þvingunum af Bretum, Hollendingum, Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar liggja skýrar staðreyndir á borðinu.“ Í lok leiðarans segir svo að þrátt fyrir að margir séu orðnir þreyttir á umræðunni um Icesave þá geti þeim sem hafa áhuga á sögunni ekki verið sama um Icesave: „Ýmsir segjast orðnir þreyttir á umræðum um Icesave, enda tóku þær mikið rúm og reyndu mjög á fyrir nokkrum árum. Þeir segjast sem minnst vilja um málið heyra. Þeim sem hafa áhuga á sögu íslensku þjóðarinnar getur þó ekki verið sama um Icesave. Til þess er málið of stórt í sniðum, ekki síst ef forseti Íslands og forsetakosningar eru annars vegar.“
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla mælist með meira fylgi en Andri Snær Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með mest fylgi meðal kjósenda en nokkrar breytingar má þó merkja í fylgiskönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 13. júní 2016 07:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Halla mælist með meira fylgi en Andri Snær Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með mest fylgi meðal kjósenda en nokkrar breytingar má þó merkja í fylgiskönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 13. júní 2016 07:38