Aron: Sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 12. júní 2016 19:42 Aron í leiknum í kvöld, en hann skoraði sex mörk. vísir/stefán Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld þegar Ísland vann Portúgals í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. Þetta var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-23 | Strákarnir fara með þrjú mörk til Portúgal „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld þegar Ísland vann Portúgals í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. Þetta var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-23 | Strákarnir fara með þrjú mörk til Portúgal „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira