Golden State Warriors verður án framherja síns, Draymond Green, í fimmta leik úrslitaeinvígsins gegn Cleveland Cavaliers um NBA-meistaratitilinn í körfubolta á morgun.
Draymond lenti í útistöðum við LeBron James þegar þrjár mínútur voru eftir af fjórða leik liðanna þar sem Golden State komst í 3-1 með ellefu stiga sigri, 108-97.
Framherjinn sló til nára LeBron þegar Draymond lá í jörðinni, en LeBron snéri sér þá snögglega við og leikmennirnir ræddu málin.
NBA sagði hreyfingu Green vera hefndarhögg, en hann var einnig sendur í bann fyrr á tímabilinu og sektaður um 3 milljónir króna eftir að hafa sparkað í Steve Adams, leikmann Oklahoma. Nú er hann kominn með of mörg refsistig og fer því aftur í bann.
Tyronn Lue, þjálfari Cleveland, var einnig sektaður um 25 þúsund pund fyrir gagnrýni sína á dómara leiksins eftir tap Cleveland á föstudagskvöldið.
Golden State getur orðið meistari eð sigri í leik liðanan annað kvöld, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport/HD.
