Enska landsliðið að stæla stelpurnar okkar? | Mæta með sína útgáfu af Sigurwin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 08:30 Mynd/Samsett Er einhver búinn að gleyma litla Sigurwin sem sló í gegn á síðasta Evrópumóti kvenna í fótbolta? Nú er annað landslið að reyna að stæla stelpurnar okkar á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Sumarið 2013 varð mikið fjölmiðlafár í Svíþjóð þegar lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins átti að margra mati sinn þátt í að koma stelpunum okkar alla leið í átta liða úrslitin á EM.Sjá einnig:Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð Gullfiskurinn Sigurwin fékk nafnið sitt úr tveimur áttum en hann var nefndur eftir knattspyrnumanninum Sigurvin Ólafssyni úr Vestmannaeyjum nema að V-inu er breytt í w til að mynda enska orðið win eða sigur upp á íslenska tungu. Sigurvin Ólafsson afrekaði það sumarið 2006 að verða Íslandsmeistari með sínum þriðja félagi. Hann vann titilinn með ÍBV 1997 og 1998, með KR 2003 og svo með FH þremur árum síðar. Mikill sigurvegari þar á ferðinni.Sjá einnig:Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet Gullfiskurinn Sigurwin var á forsíðum sænsku blaðanna fyrir leik íslenska liðsins á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum en það hefur reyndar heyrst minna af honum eftir 4-0 tap. Enska landsliðið tók það upp hjá sér að mæta með tuskudýr til Frakklands en það má sjá Ljónið þeirra á öllum æfingum liðsins. Ensku miðlarnir hafa verið forvitnir um lukkudýrið en fengið fá svör hjá þeim ensku landsliðsmönnum sem hafa komið í viðtal.Sjá einnig:Hann er orðin skærasta stjarnan í hópnumVísir/GettyChris Smalling, miðvörður Manchester United og enska liðsins, sá um að ferja ljónið frá Englandi til Frakklands en hann var með það á áberandi stað á ferðatösku sinni. Reynsluboltar enska liðsins ákváðu að fara með þrjú tusku-ljón á Evrópumótið sem öll hafa mismundandi hlutverk. Yngri leikmenn liðsins skiptast á að hugsa um eitt ljónið, starfsmennirnir sjá um eitt og það síðast hefur það hlutverk að passa um á búningsklefa enska liðsins ef marka má heimildir blaðamanna Telegraph.Sjá einnig:Sigurwin fékk dekur í gær Eftir því sem best er vitað er hlutverk þess að þjappa hópnum saman en því hlýtur að vera einnig ætlað að færa liðinu lukku sem oft hefur vantað á stórmótum enska landsliðsins undanfarin ár. Sigurwin dugði reyndar bara í þrjá leiki og það gæti verið ástæðin fyrir að enska landsliðið mætir með þrjú lukkuljón en ekki bara eitt. Breska ljónið er þekkt lukkudýr enska keppnisliða og það var líka lukkudýrið á báðum stórkeppnunum sem Englendingar hafa haldið, fyrst á HM 1966 og svo aftur á EM 1996.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira
Er einhver búinn að gleyma litla Sigurwin sem sló í gegn á síðasta Evrópumóti kvenna í fótbolta? Nú er annað landslið að reyna að stæla stelpurnar okkar á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Sumarið 2013 varð mikið fjölmiðlafár í Svíþjóð þegar lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins átti að margra mati sinn þátt í að koma stelpunum okkar alla leið í átta liða úrslitin á EM.Sjá einnig:Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð Gullfiskurinn Sigurwin fékk nafnið sitt úr tveimur áttum en hann var nefndur eftir knattspyrnumanninum Sigurvin Ólafssyni úr Vestmannaeyjum nema að V-inu er breytt í w til að mynda enska orðið win eða sigur upp á íslenska tungu. Sigurvin Ólafsson afrekaði það sumarið 2006 að verða Íslandsmeistari með sínum þriðja félagi. Hann vann titilinn með ÍBV 1997 og 1998, með KR 2003 og svo með FH þremur árum síðar. Mikill sigurvegari þar á ferðinni.Sjá einnig:Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet Gullfiskurinn Sigurwin var á forsíðum sænsku blaðanna fyrir leik íslenska liðsins á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum en það hefur reyndar heyrst minna af honum eftir 4-0 tap. Enska landsliðið tók það upp hjá sér að mæta með tuskudýr til Frakklands en það má sjá Ljónið þeirra á öllum æfingum liðsins. Ensku miðlarnir hafa verið forvitnir um lukkudýrið en fengið fá svör hjá þeim ensku landsliðsmönnum sem hafa komið í viðtal.Sjá einnig:Hann er orðin skærasta stjarnan í hópnumVísir/GettyChris Smalling, miðvörður Manchester United og enska liðsins, sá um að ferja ljónið frá Englandi til Frakklands en hann var með það á áberandi stað á ferðatösku sinni. Reynsluboltar enska liðsins ákváðu að fara með þrjú tusku-ljón á Evrópumótið sem öll hafa mismundandi hlutverk. Yngri leikmenn liðsins skiptast á að hugsa um eitt ljónið, starfsmennirnir sjá um eitt og það síðast hefur það hlutverk að passa um á búningsklefa enska liðsins ef marka má heimildir blaðamanna Telegraph.Sjá einnig:Sigurwin fékk dekur í gær Eftir því sem best er vitað er hlutverk þess að þjappa hópnum saman en því hlýtur að vera einnig ætlað að færa liðinu lukku sem oft hefur vantað á stórmótum enska landsliðsins undanfarin ár. Sigurwin dugði reyndar bara í þrjá leiki og það gæti verið ástæðin fyrir að enska landsliðið mætir með þrjú lukkuljón en ekki bara eitt. Breska ljónið er þekkt lukkudýr enska keppnisliða og það var líka lukkudýrið á báðum stórkeppnunum sem Englendingar hafa haldið, fyrst á HM 1966 og svo aftur á EM 1996.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira