Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júní 2016 20:22 Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna þar sem þeir fá aðstoð meðan mál þeirra eru afgreidd af yfirvöldum. Þetta segir sóknarprestur Laugarneskirkju sem lét sig málið varða í nótt. Stundin greindi frá því í morgun og birti myndband af brottvísun og handtöku tveggja hælisleitenda frá Írak en umsókn þeirra um vernd hér á landi hefur ekki verið tekin til efnislegar meðferðar af Útlendingastofnun. Sóknarprestur Laugarneskirkju og prestur innflytjenda á Íslandi opnuðu kirkjuna upp úr klukkan 4 í nótt og mættu þeir ásamt fleirum, í von um að lögregla og útlendingastofnun myndu veita hælisleitendunum grið fyrir brottvísun þeirra til Noregs.En hvernig upplifði Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur aðgerðirnar í nótt? „Hún var mjög ákveðin og harkaleg. Auðvitað er lögreglan bara send til að fullnægja brottvísunarákvörðun en það var mjög sérstök upplifun og snerti alla sem voru viðstaddir að sjá þessa ungu með hreinlega dregna héðan aftan frá altarinu og fram kirkjugólfið og út í lögreglubíl.” Óskráðar og óformlegar reglur um að kirkjan sé griðastaður voru í gildi hér á árum áður og eru enn virtar upp að vissu marki í sumum Evrópuríkjum en svo virðist ekki vera hér á landi. „Við vildum láta á það reyna hvort að með því að láta fórna hugmynd um kirkjugrið ætti enn þá upp á pallborðið hjá lögreglunni. Við satt að segja undirbjuggum þetta í náinni samvinnu við biskup Íslands og hún styður þetta af heilum hug og hefur sjálf lýst yfir áhyggjum af meðferð flóttafólks á Íslandi.”En er þetta eitthvað sem kirkjan mun gera meira af? „Við ætlum að skoða það. Það getum mjög vel verið. Við reynum að sjá þá sem einstaklinga og mæta þeim hverjum og einum út frá þeirra eigin reynslu vegna þess að það er svo auðvelt að senda þá til baka og beita Dyflinnarreglugerðinni þannig og taka þá enga ábyrgð á því sem gæti gert fyrir þá.” Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna þar sem þeir fá aðstoð meðan mál þeirra eru afgreidd af yfirvöldum. Þetta segir sóknarprestur Laugarneskirkju sem lét sig málið varða í nótt. Stundin greindi frá því í morgun og birti myndband af brottvísun og handtöku tveggja hælisleitenda frá Írak en umsókn þeirra um vernd hér á landi hefur ekki verið tekin til efnislegar meðferðar af Útlendingastofnun. Sóknarprestur Laugarneskirkju og prestur innflytjenda á Íslandi opnuðu kirkjuna upp úr klukkan 4 í nótt og mættu þeir ásamt fleirum, í von um að lögregla og útlendingastofnun myndu veita hælisleitendunum grið fyrir brottvísun þeirra til Noregs.En hvernig upplifði Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur aðgerðirnar í nótt? „Hún var mjög ákveðin og harkaleg. Auðvitað er lögreglan bara send til að fullnægja brottvísunarákvörðun en það var mjög sérstök upplifun og snerti alla sem voru viðstaddir að sjá þessa ungu með hreinlega dregna héðan aftan frá altarinu og fram kirkjugólfið og út í lögreglubíl.” Óskráðar og óformlegar reglur um að kirkjan sé griðastaður voru í gildi hér á árum áður og eru enn virtar upp að vissu marki í sumum Evrópuríkjum en svo virðist ekki vera hér á landi. „Við vildum láta á það reyna hvort að með því að láta fórna hugmynd um kirkjugrið ætti enn þá upp á pallborðið hjá lögreglunni. Við satt að segja undirbjuggum þetta í náinni samvinnu við biskup Íslands og hún styður þetta af heilum hug og hefur sjálf lýst yfir áhyggjum af meðferð flóttafólks á Íslandi.”En er þetta eitthvað sem kirkjan mun gera meira af? „Við ætlum að skoða það. Það getum mjög vel verið. Við reynum að sjá þá sem einstaklinga og mæta þeim hverjum og einum út frá þeirra eigin reynslu vegna þess að það er svo auðvelt að senda þá til baka og beita Dyflinnarreglugerðinni þannig og taka þá enga ábyrgð á því sem gæti gert fyrir þá.”
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07