Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2016 22:30 Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. Vísir/EPA Óttast er að fimmtíu hafi látist í sjálfsmorðsprengjuárásum á Ataturk-flugvellinum í Istanbul eftir að þrír árásarmenn gerðu samhæfða árás í brottfararhluta flugvallarins. Hátt í 200 hundruð eru slasaðir.Fréttastofa AP greinir frá, samkvæmt upplýsingum, frá háttsettum tyrkneskum embættismanni. Segir hann að nær öruggt sé að ISIS standi að baki árásinni. Fréttastofa The Guardian hefur það eftir sínum heimildarmönnum að 31 hafi látist í árásanum en óttast sé að tala látinna muni hækka. 147 eru slasaðir, þar af 5 lögreglumenn samkvæmt tyrkneska ríkisfjölmiðliðnum RRT.Þrjár sprengjur voru sprengdar rétt fyrir sjö að íslenskum tíma í kvöld. Á vef BBC segir að svo líti út sem að árásin hafi verið skipulögð og samhæfð en talið er að árásarmennirnir séu þrír og þeir hafi allir sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Eyðileggingin er talsverð.Vísir/AFPFréttastofa Sky greindi frá því skömmu eftir að fyrstu fregnir brutust út um árásina að tíu hafi látist og 40 slasast í sprengingunum. Samkvæmt frétt Reuters voru leigubílar kallaðir til þess að ferja slasaða á sjúkrahús.AP greinir frá því að dómsmálaráðherra Tyrklands hafi sagt að árásarmennirnir hafi hafið skothríð með AK-47 hríðskotabyssum áður en að þeir sprengdu sig í loft upp. Sjá einnig: Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“Allt flug til og frá Istanbúl hefur verið stöðvað en Ataturk-flugvöllur eru stærsti flugvöllur Tyrklands og einn af mest sóttu flugvöllum Evrópu en aðeins Heathrow-flugvöllurinn í London og Charles de Gaulle-flugvöllurinn í París voru meira umferðarmeiri á síðasta ári.Tyrkir hafa á undanförnum mánuðum þurft að glíma við hryðjuverkaárásir. Fjórir létust í sprengju árás á helstu verslunargötu Istanbul í mars auk þess sem að tvær bílsprengjur voru sprengdar í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Tyrkir hafa að undanförnu barist gegn ISIS í Sýrlandi og Tyrklandi en hryðjuverkasamtökun eru ábyrg fyrir hryðjuverkaárásum víðsvegar um heiminn, þar á meðal hryðjuverkaárásunum í Brussel í apríl þar sem einn vettvangur árásanna var flugvöllur, líkt og nú.Helstu upplýsingarUm 50 eru taldir látnir og minnst sextíu eru slasaðirDómsmálaráðherra Tyrklands segir að minnst einn þeirra hafi hafið skothríð áður en hann sprengdi sig í loft uppÞrír árásarmenn sprengdu sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Árásarmennirnir sprengdu sig í loft upp áður en að komið var að öryggisgæslu flugvallarinsHér að neðan má sjá myndband sem sagt er sýna það augnablik er ein sprengjan er sprengd. Varað er við myndbandinu.Footage shows the moment an armed man detonates himself at #Turkey's Ataturk airport. pic.twitter.com/CGi7MDmhbd— Rudaw English (@RudawEnglish) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af efri hæð flugvallarins þegar ein af sprengjunum var sprengd.This video appears to show the Ataturk explosion as it happened, from a second floor. (via @AmichaiStein1) pic.twitter.com/DY2PXLeSL6— reported.ly (@reportedly) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband þar sjá má hvar örvæntingarfullir gestir flugvallarsins koma sér í burtu skömmu eftir sprengingarnar þrjár.Atatürk Havalimanı'nda gerçekleşleşen saldırının ardından yaşananlar kameraya böyle yansıdıhttps://t.co/VDAui3wLQE pic.twitter.com/UBVAqPk7rQ— İleri Haber (@ilerihaber) June 28, 2016 Fjölmargir sjúkrabílar hafa verið kallaðir á vettvang en fregnir herma einnig að leigubílar hafi verið nýttir til þess að flytja slasaða á brott.It´s a hard night at the ER tonight in some of the hospitals of Istanbul, https://t.co/J57xRFvAVP#Ataturkairport #bombattack #medical— Jan Holmberg (@holmberg_j) June 28, 2016 Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Óttast er að fimmtíu hafi látist í sjálfsmorðsprengjuárásum á Ataturk-flugvellinum í Istanbul eftir að þrír árásarmenn gerðu samhæfða árás í brottfararhluta flugvallarins. Hátt í 200 hundruð eru slasaðir.Fréttastofa AP greinir frá, samkvæmt upplýsingum, frá háttsettum tyrkneskum embættismanni. Segir hann að nær öruggt sé að ISIS standi að baki árásinni. Fréttastofa The Guardian hefur það eftir sínum heimildarmönnum að 31 hafi látist í árásanum en óttast sé að tala látinna muni hækka. 147 eru slasaðir, þar af 5 lögreglumenn samkvæmt tyrkneska ríkisfjölmiðliðnum RRT.Þrjár sprengjur voru sprengdar rétt fyrir sjö að íslenskum tíma í kvöld. Á vef BBC segir að svo líti út sem að árásin hafi verið skipulögð og samhæfð en talið er að árásarmennirnir séu þrír og þeir hafi allir sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Eyðileggingin er talsverð.Vísir/AFPFréttastofa Sky greindi frá því skömmu eftir að fyrstu fregnir brutust út um árásina að tíu hafi látist og 40 slasast í sprengingunum. Samkvæmt frétt Reuters voru leigubílar kallaðir til þess að ferja slasaða á sjúkrahús.AP greinir frá því að dómsmálaráðherra Tyrklands hafi sagt að árásarmennirnir hafi hafið skothríð með AK-47 hríðskotabyssum áður en að þeir sprengdu sig í loft upp. Sjá einnig: Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“Allt flug til og frá Istanbúl hefur verið stöðvað en Ataturk-flugvöllur eru stærsti flugvöllur Tyrklands og einn af mest sóttu flugvöllum Evrópu en aðeins Heathrow-flugvöllurinn í London og Charles de Gaulle-flugvöllurinn í París voru meira umferðarmeiri á síðasta ári.Tyrkir hafa á undanförnum mánuðum þurft að glíma við hryðjuverkaárásir. Fjórir létust í sprengju árás á helstu verslunargötu Istanbul í mars auk þess sem að tvær bílsprengjur voru sprengdar í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Tyrkir hafa að undanförnu barist gegn ISIS í Sýrlandi og Tyrklandi en hryðjuverkasamtökun eru ábyrg fyrir hryðjuverkaárásum víðsvegar um heiminn, þar á meðal hryðjuverkaárásunum í Brussel í apríl þar sem einn vettvangur árásanna var flugvöllur, líkt og nú.Helstu upplýsingarUm 50 eru taldir látnir og minnst sextíu eru slasaðirDómsmálaráðherra Tyrklands segir að minnst einn þeirra hafi hafið skothríð áður en hann sprengdi sig í loft uppÞrír árásarmenn sprengdu sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Árásarmennirnir sprengdu sig í loft upp áður en að komið var að öryggisgæslu flugvallarinsHér að neðan má sjá myndband sem sagt er sýna það augnablik er ein sprengjan er sprengd. Varað er við myndbandinu.Footage shows the moment an armed man detonates himself at #Turkey's Ataturk airport. pic.twitter.com/CGi7MDmhbd— Rudaw English (@RudawEnglish) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af efri hæð flugvallarins þegar ein af sprengjunum var sprengd.This video appears to show the Ataturk explosion as it happened, from a second floor. (via @AmichaiStein1) pic.twitter.com/DY2PXLeSL6— reported.ly (@reportedly) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband þar sjá má hvar örvæntingarfullir gestir flugvallarsins koma sér í burtu skömmu eftir sprengingarnar þrjár.Atatürk Havalimanı'nda gerçekleşleşen saldırının ardından yaşananlar kameraya böyle yansıdıhttps://t.co/VDAui3wLQE pic.twitter.com/UBVAqPk7rQ— İleri Haber (@ilerihaber) June 28, 2016 Fjölmargir sjúkrabílar hafa verið kallaðir á vettvang en fregnir herma einnig að leigubílar hafi verið nýttir til þess að flytja slasaða á brott.It´s a hard night at the ER tonight in some of the hospitals of Istanbul, https://t.co/J57xRFvAVP#Ataturkairport #bombattack #medical— Jan Holmberg (@holmberg_j) June 28, 2016
Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35