Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2016 22:30 Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. Vísir/EPA Óttast er að fimmtíu hafi látist í sjálfsmorðsprengjuárásum á Ataturk-flugvellinum í Istanbul eftir að þrír árásarmenn gerðu samhæfða árás í brottfararhluta flugvallarins. Hátt í 200 hundruð eru slasaðir.Fréttastofa AP greinir frá, samkvæmt upplýsingum, frá háttsettum tyrkneskum embættismanni. Segir hann að nær öruggt sé að ISIS standi að baki árásinni. Fréttastofa The Guardian hefur það eftir sínum heimildarmönnum að 31 hafi látist í árásanum en óttast sé að tala látinna muni hækka. 147 eru slasaðir, þar af 5 lögreglumenn samkvæmt tyrkneska ríkisfjölmiðliðnum RRT.Þrjár sprengjur voru sprengdar rétt fyrir sjö að íslenskum tíma í kvöld. Á vef BBC segir að svo líti út sem að árásin hafi verið skipulögð og samhæfð en talið er að árásarmennirnir séu þrír og þeir hafi allir sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Eyðileggingin er talsverð.Vísir/AFPFréttastofa Sky greindi frá því skömmu eftir að fyrstu fregnir brutust út um árásina að tíu hafi látist og 40 slasast í sprengingunum. Samkvæmt frétt Reuters voru leigubílar kallaðir til þess að ferja slasaða á sjúkrahús.AP greinir frá því að dómsmálaráðherra Tyrklands hafi sagt að árásarmennirnir hafi hafið skothríð með AK-47 hríðskotabyssum áður en að þeir sprengdu sig í loft upp. Sjá einnig: Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“Allt flug til og frá Istanbúl hefur verið stöðvað en Ataturk-flugvöllur eru stærsti flugvöllur Tyrklands og einn af mest sóttu flugvöllum Evrópu en aðeins Heathrow-flugvöllurinn í London og Charles de Gaulle-flugvöllurinn í París voru meira umferðarmeiri á síðasta ári.Tyrkir hafa á undanförnum mánuðum þurft að glíma við hryðjuverkaárásir. Fjórir létust í sprengju árás á helstu verslunargötu Istanbul í mars auk þess sem að tvær bílsprengjur voru sprengdar í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Tyrkir hafa að undanförnu barist gegn ISIS í Sýrlandi og Tyrklandi en hryðjuverkasamtökun eru ábyrg fyrir hryðjuverkaárásum víðsvegar um heiminn, þar á meðal hryðjuverkaárásunum í Brussel í apríl þar sem einn vettvangur árásanna var flugvöllur, líkt og nú.Helstu upplýsingarUm 50 eru taldir látnir og minnst sextíu eru slasaðirDómsmálaráðherra Tyrklands segir að minnst einn þeirra hafi hafið skothríð áður en hann sprengdi sig í loft uppÞrír árásarmenn sprengdu sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Árásarmennirnir sprengdu sig í loft upp áður en að komið var að öryggisgæslu flugvallarinsHér að neðan má sjá myndband sem sagt er sýna það augnablik er ein sprengjan er sprengd. Varað er við myndbandinu.Footage shows the moment an armed man detonates himself at #Turkey's Ataturk airport. pic.twitter.com/CGi7MDmhbd— Rudaw English (@RudawEnglish) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af efri hæð flugvallarins þegar ein af sprengjunum var sprengd.This video appears to show the Ataturk explosion as it happened, from a second floor. (via @AmichaiStein1) pic.twitter.com/DY2PXLeSL6— reported.ly (@reportedly) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband þar sjá má hvar örvæntingarfullir gestir flugvallarsins koma sér í burtu skömmu eftir sprengingarnar þrjár.Atatürk Havalimanı'nda gerçekleşleşen saldırının ardından yaşananlar kameraya böyle yansıdıhttps://t.co/VDAui3wLQE pic.twitter.com/UBVAqPk7rQ— İleri Haber (@ilerihaber) June 28, 2016 Fjölmargir sjúkrabílar hafa verið kallaðir á vettvang en fregnir herma einnig að leigubílar hafi verið nýttir til þess að flytja slasaða á brott.It´s a hard night at the ER tonight in some of the hospitals of Istanbul, https://t.co/J57xRFvAVP#Ataturkairport #bombattack #medical— Jan Holmberg (@holmberg_j) June 28, 2016 Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Óttast er að fimmtíu hafi látist í sjálfsmorðsprengjuárásum á Ataturk-flugvellinum í Istanbul eftir að þrír árásarmenn gerðu samhæfða árás í brottfararhluta flugvallarins. Hátt í 200 hundruð eru slasaðir.Fréttastofa AP greinir frá, samkvæmt upplýsingum, frá háttsettum tyrkneskum embættismanni. Segir hann að nær öruggt sé að ISIS standi að baki árásinni. Fréttastofa The Guardian hefur það eftir sínum heimildarmönnum að 31 hafi látist í árásanum en óttast sé að tala látinna muni hækka. 147 eru slasaðir, þar af 5 lögreglumenn samkvæmt tyrkneska ríkisfjölmiðliðnum RRT.Þrjár sprengjur voru sprengdar rétt fyrir sjö að íslenskum tíma í kvöld. Á vef BBC segir að svo líti út sem að árásin hafi verið skipulögð og samhæfð en talið er að árásarmennirnir séu þrír og þeir hafi allir sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Eyðileggingin er talsverð.Vísir/AFPFréttastofa Sky greindi frá því skömmu eftir að fyrstu fregnir brutust út um árásina að tíu hafi látist og 40 slasast í sprengingunum. Samkvæmt frétt Reuters voru leigubílar kallaðir til þess að ferja slasaða á sjúkrahús.AP greinir frá því að dómsmálaráðherra Tyrklands hafi sagt að árásarmennirnir hafi hafið skothríð með AK-47 hríðskotabyssum áður en að þeir sprengdu sig í loft upp. Sjá einnig: Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“Allt flug til og frá Istanbúl hefur verið stöðvað en Ataturk-flugvöllur eru stærsti flugvöllur Tyrklands og einn af mest sóttu flugvöllum Evrópu en aðeins Heathrow-flugvöllurinn í London og Charles de Gaulle-flugvöllurinn í París voru meira umferðarmeiri á síðasta ári.Tyrkir hafa á undanförnum mánuðum þurft að glíma við hryðjuverkaárásir. Fjórir létust í sprengju árás á helstu verslunargötu Istanbul í mars auk þess sem að tvær bílsprengjur voru sprengdar í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Tyrkir hafa að undanförnu barist gegn ISIS í Sýrlandi og Tyrklandi en hryðjuverkasamtökun eru ábyrg fyrir hryðjuverkaárásum víðsvegar um heiminn, þar á meðal hryðjuverkaárásunum í Brussel í apríl þar sem einn vettvangur árásanna var flugvöllur, líkt og nú.Helstu upplýsingarUm 50 eru taldir látnir og minnst sextíu eru slasaðirDómsmálaráðherra Tyrklands segir að minnst einn þeirra hafi hafið skothríð áður en hann sprengdi sig í loft uppÞrír árásarmenn sprengdu sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Árásarmennirnir sprengdu sig í loft upp áður en að komið var að öryggisgæslu flugvallarinsHér að neðan má sjá myndband sem sagt er sýna það augnablik er ein sprengjan er sprengd. Varað er við myndbandinu.Footage shows the moment an armed man detonates himself at #Turkey's Ataturk airport. pic.twitter.com/CGi7MDmhbd— Rudaw English (@RudawEnglish) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af efri hæð flugvallarins þegar ein af sprengjunum var sprengd.This video appears to show the Ataturk explosion as it happened, from a second floor. (via @AmichaiStein1) pic.twitter.com/DY2PXLeSL6— reported.ly (@reportedly) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband þar sjá má hvar örvæntingarfullir gestir flugvallarsins koma sér í burtu skömmu eftir sprengingarnar þrjár.Atatürk Havalimanı'nda gerçekleşleşen saldırının ardından yaşananlar kameraya böyle yansıdıhttps://t.co/VDAui3wLQE pic.twitter.com/UBVAqPk7rQ— İleri Haber (@ilerihaber) June 28, 2016 Fjölmargir sjúkrabílar hafa verið kallaðir á vettvang en fregnir herma einnig að leigubílar hafi verið nýttir til þess að flytja slasaða á brott.It´s a hard night at the ER tonight in some of the hospitals of Istanbul, https://t.co/J57xRFvAVP#Ataturkairport #bombattack #medical— Jan Holmberg (@holmberg_j) June 28, 2016
Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35