Vilja skjótan skilnað Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Farage og Juncker á Evrópuþingi í gær þar sem hitnaði í kolunum. Mynd/EPA Í gær kom Evrópuþingið saman til þess að ræða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Á þinginu var breska úrsagnarfylkingin gagnrýnd harðlega. Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP) var sakaður um nasistaáróður og lygar. Farage sagði Evrópusambandið í afneitun og dró upp dökka mynd af þingmönnum þess. Þeir hefðu fæstir unnið alvöru verk sína ævi. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, reiddist á fundinum þingmönnum UKIP þegar þeir fögnuðu orðum hans að virða yrði niðurstöður kosninganna. „Hvað eruð þið að gera hérna?“ Spurði Juncker. Bresk stjórnvöld þurfa að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans til þess að hefja úrsagnarferli sitt úr Evrópusambandinu. Cameron mun ekki virkja greinina og vísar á eftirmann sinn. „Engar skýringar, engar viðræður,“ sagði Juncker á þinginu um framvinduna. Ósk leiðtoga í Evrópu um skjótan skilnað er skiljanleg. Bresk yfirvöld þurfa að bregðast hratt við til þess að lægja öldurnar og minnka efnahagslegar afleiðingar í álfunni vegna úrsagnarinnar.Glass fékk líflátshótanir Fjármálamarkaðir tóku aðeins við sér í gær eftir að sterlingspundið náði sögulegum lægðum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands lýsti þeirri skoðun sinni á mánudag að það þyrfti að draga úr neyslu og hækka skatta til að jafna efnahaginn. Óvissan vofir yfir bresku efnahagslífi og síðan þá hafa fyrirtæki tilkynnt unm ráðningabann og mögulegan niðurskurð. Hræringar í stjórnmálum skekja samfélagið. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins galt afhroð í gær, 172 þingmenn lýstu á hann vantrausti á móti 40 þingmönnum. Þá berast enn fréttir af áreiti í garð innflytjenda og tíðari afskipti lögreglu af rasistum. Pat Glass fráfarandi þingmaður Verkamannaflokksins sagði frá því í gær að hún hefði fengið líflátshótanir og því verið fjarri kosningavökum á kjördag. Glass vildi áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.Jim Jones flutti til London frá Cirincester. Fréttablaðið/Bjarni EinarssonLítil sneið af Evrópu Það eru ekki eingöngu innflytjendur og ráðamenn sem hafa áhyggjur af breyttu þjóðfélagi eftir Brexit. Jim Jones er ungur maður aðfluttur til London frá Crincester. Jim starfar á pítsastað í Soho í London. Sem dæmi um hugarfarið á pítsastaðnum var ný pítsa kynnt á matseðilinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna með þessum orðum. „Lítil sneið af Evrópu sem Farage og fylgismenn komast ekki með klær sínar í.“ „Veruleikinn sem foreldrar okkar og eldri kynslóðir kjósa yfir okkur eru ekki í anda þess frelsis sem við óskum okkur að búa við,“ segir Jim. Í Cirencester er lifibrauðið landbúnaður og Jim bendir á að eftir Brexit verði áhrifanna vart þaðan til þessa litla pítsastaðar í London. „Þannig er lífið. Það eru svo mest innflytjendur sem starfa í hótel og veitingaiðnaði í London. Líka hér. Ef að pundið fellur þá hækkar kostnaður til framleiðslu. Á endanum verður allur kostnaður meiri og ef að í þokkabót það verður minna um starfsfólk sem er tilbúið að leggja hart að sér, þá erum við í vanda stödd,“ segir þessi ungi maður og bendir á pítsuna sem hann hefur lagt á borðið. „Þessi pítsa, verður dýrari og það verður erfiðara að framleiða hana,“ segir hann. Brexit Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Í gær kom Evrópuþingið saman til þess að ræða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Á þinginu var breska úrsagnarfylkingin gagnrýnd harðlega. Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP) var sakaður um nasistaáróður og lygar. Farage sagði Evrópusambandið í afneitun og dró upp dökka mynd af þingmönnum þess. Þeir hefðu fæstir unnið alvöru verk sína ævi. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, reiddist á fundinum þingmönnum UKIP þegar þeir fögnuðu orðum hans að virða yrði niðurstöður kosninganna. „Hvað eruð þið að gera hérna?“ Spurði Juncker. Bresk stjórnvöld þurfa að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans til þess að hefja úrsagnarferli sitt úr Evrópusambandinu. Cameron mun ekki virkja greinina og vísar á eftirmann sinn. „Engar skýringar, engar viðræður,“ sagði Juncker á þinginu um framvinduna. Ósk leiðtoga í Evrópu um skjótan skilnað er skiljanleg. Bresk yfirvöld þurfa að bregðast hratt við til þess að lægja öldurnar og minnka efnahagslegar afleiðingar í álfunni vegna úrsagnarinnar.Glass fékk líflátshótanir Fjármálamarkaðir tóku aðeins við sér í gær eftir að sterlingspundið náði sögulegum lægðum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands lýsti þeirri skoðun sinni á mánudag að það þyrfti að draga úr neyslu og hækka skatta til að jafna efnahaginn. Óvissan vofir yfir bresku efnahagslífi og síðan þá hafa fyrirtæki tilkynnt unm ráðningabann og mögulegan niðurskurð. Hræringar í stjórnmálum skekja samfélagið. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins galt afhroð í gær, 172 þingmenn lýstu á hann vantrausti á móti 40 þingmönnum. Þá berast enn fréttir af áreiti í garð innflytjenda og tíðari afskipti lögreglu af rasistum. Pat Glass fráfarandi þingmaður Verkamannaflokksins sagði frá því í gær að hún hefði fengið líflátshótanir og því verið fjarri kosningavökum á kjördag. Glass vildi áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.Jim Jones flutti til London frá Cirincester. Fréttablaðið/Bjarni EinarssonLítil sneið af Evrópu Það eru ekki eingöngu innflytjendur og ráðamenn sem hafa áhyggjur af breyttu þjóðfélagi eftir Brexit. Jim Jones er ungur maður aðfluttur til London frá Crincester. Jim starfar á pítsastað í Soho í London. Sem dæmi um hugarfarið á pítsastaðnum var ný pítsa kynnt á matseðilinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna með þessum orðum. „Lítil sneið af Evrópu sem Farage og fylgismenn komast ekki með klær sínar í.“ „Veruleikinn sem foreldrar okkar og eldri kynslóðir kjósa yfir okkur eru ekki í anda þess frelsis sem við óskum okkur að búa við,“ segir Jim. Í Cirencester er lifibrauðið landbúnaður og Jim bendir á að eftir Brexit verði áhrifanna vart þaðan til þessa litla pítsastaðar í London. „Þannig er lífið. Það eru svo mest innflytjendur sem starfa í hótel og veitingaiðnaði í London. Líka hér. Ef að pundið fellur þá hækkar kostnaður til framleiðslu. Á endanum verður allur kostnaður meiri og ef að í þokkabót það verður minna um starfsfólk sem er tilbúið að leggja hart að sér, þá erum við í vanda stödd,“ segir þessi ungi maður og bendir á pítsuna sem hann hefur lagt á borðið. „Þessi pítsa, verður dýrari og það verður erfiðara að framleiða hana,“ segir hann.
Brexit Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira