Einkunnir gegn Englandi: Ragnar bestur með tíu í einkunn Anton Ingi Leifsson skrifar 27. júní 2016 21:07 Ragnar klappar fyrir stuðningsmönnum Íslands í leikslok. vísir/getty Ísland er komið í átta liða úrslit á EM í Frakklandi eftir 2-1 sigur á Englandi á Allianz Riviera í Nice í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið. Wayne Rooney kom Englandi yfir af vítapunktinum á fjórðu mínútu, en Ragnar Sigurðsson jafnaði 80 sekúndum síðar. Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo sigurmarkið á nítjándu mínútu leiksins, en frammistaða íslenska liðsins var gjörsamlega mögnuð í alla staði. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með fullt hús, tíu í einkunn, en nokkrir leikmenn voru með níu í einkunn. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins ásamt umsögn um hvern einasta leik, en íslenska liðið mætir Frakklandi í París á sunnudag.Einkunnir Íslands gegn Englandi:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Verst mögulega byrjun þegar Hannes gaf víti með því að keyra Sterling niður. Lét það ekki buga sig og var öryggið uppmálið í markinu og átti mjög góðan leik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Missti Sterling inn fyrir sig í vítinu en annars hélt hann kantmanninum ágætlega í skefjum. Tók enga áhættu og þrumaði boltanum í burtu við fyrsta tækifæri.Kári Árnason, miðvörður 9 Lagði upp mark annan leikinn í röð eftir langt innkast frá Aroni. Turninn í vörninni og sýndi Englendingum enga virðingu. Góður talandi og þeir Raggi flottir sem fyrr.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 10 Skoraði sitt annað landsliðsmark af harðfylgi og var frábær í vörninni eins og hann hefur verið allt mótið. Átti tæklingu leiksins í seinni hálfleik þegar Vardy var að sleppa í gegn. Fullt hús.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Undir mikilli pressu því vitað var að Englendingarnir myndu reyna að keyra upp hægra megin. Stóðst hana með ágætum og þeir Birkir unnu vel saman í vörninni.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Hefur átt betri leiki og fyrsta snerting sveik hann nokkrum sinnum. Sinnti varnarvinnunni velAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Þvílíkur fyrirliði. Leiðtoginn með vopnið mikilvæga, innköstin, sem aftur skiluðu marki. Vann boltann aftur og aftur en datt stundum í þá gryfju að senda blint þegar hann var að reyna að hjálpa Íslandi að ná upp spili.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Þetta var leikurinn hans Gylfa. Hann nýtur sín í enskum fótbolta og greinilega gegn Englandi líka. Stjórnaði sókninni og vann boltann svo aftur og aftur í vörninni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Afar duglegur að aðstoða Ara Frey og unnu þeir vel saman. Óþreytandi og gekk vel að halda boltanum þega á þurfti að halda.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Sami dugnaðurinn og áður fyrr en gekk ekki alveg jafnvel að taka á móti boltanum og halda þegar þurfti.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Það voru allir að bíða eftir marki frá Kolla því hann skorar nánast alltaf. Nú kom það eftir frábæra sókn íslenska liðsins. Gekk ekki nógu vel að halda boltanum en vann vel til baka þegar þurfti.Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 77. mínútu) Kom inn með orku, kraft og elti hvern einasta bolta. Frábær leikmaður til að geta sett inn á.Arnór Ingi Traustason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 89. mínútu) Kom inn á síðustu mínútunum til að gefa ferska fætur og skilaði sínu hlutverki vel. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Ísland er komið í átta liða úrslit á EM í Frakklandi eftir 2-1 sigur á Englandi á Allianz Riviera í Nice í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið. Wayne Rooney kom Englandi yfir af vítapunktinum á fjórðu mínútu, en Ragnar Sigurðsson jafnaði 80 sekúndum síðar. Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo sigurmarkið á nítjándu mínútu leiksins, en frammistaða íslenska liðsins var gjörsamlega mögnuð í alla staði. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með fullt hús, tíu í einkunn, en nokkrir leikmenn voru með níu í einkunn. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins ásamt umsögn um hvern einasta leik, en íslenska liðið mætir Frakklandi í París á sunnudag.Einkunnir Íslands gegn Englandi:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Verst mögulega byrjun þegar Hannes gaf víti með því að keyra Sterling niður. Lét það ekki buga sig og var öryggið uppmálið í markinu og átti mjög góðan leik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Missti Sterling inn fyrir sig í vítinu en annars hélt hann kantmanninum ágætlega í skefjum. Tók enga áhættu og þrumaði boltanum í burtu við fyrsta tækifæri.Kári Árnason, miðvörður 9 Lagði upp mark annan leikinn í röð eftir langt innkast frá Aroni. Turninn í vörninni og sýndi Englendingum enga virðingu. Góður talandi og þeir Raggi flottir sem fyrr.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 10 Skoraði sitt annað landsliðsmark af harðfylgi og var frábær í vörninni eins og hann hefur verið allt mótið. Átti tæklingu leiksins í seinni hálfleik þegar Vardy var að sleppa í gegn. Fullt hús.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Undir mikilli pressu því vitað var að Englendingarnir myndu reyna að keyra upp hægra megin. Stóðst hana með ágætum og þeir Birkir unnu vel saman í vörninni.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Hefur átt betri leiki og fyrsta snerting sveik hann nokkrum sinnum. Sinnti varnarvinnunni velAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Þvílíkur fyrirliði. Leiðtoginn með vopnið mikilvæga, innköstin, sem aftur skiluðu marki. Vann boltann aftur og aftur en datt stundum í þá gryfju að senda blint þegar hann var að reyna að hjálpa Íslandi að ná upp spili.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Þetta var leikurinn hans Gylfa. Hann nýtur sín í enskum fótbolta og greinilega gegn Englandi líka. Stjórnaði sókninni og vann boltann svo aftur og aftur í vörninni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Afar duglegur að aðstoða Ara Frey og unnu þeir vel saman. Óþreytandi og gekk vel að halda boltanum þega á þurfti að halda.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Sami dugnaðurinn og áður fyrr en gekk ekki alveg jafnvel að taka á móti boltanum og halda þegar þurfti.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Það voru allir að bíða eftir marki frá Kolla því hann skorar nánast alltaf. Nú kom það eftir frábæra sókn íslenska liðsins. Gekk ekki nógu vel að halda boltanum en vann vel til baka þegar þurfti.Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 77. mínútu) Kom inn með orku, kraft og elti hvern einasta bolta. Frábær leikmaður til að geta sett inn á.Arnór Ingi Traustason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 89. mínútu) Kom inn á síðustu mínútunum til að gefa ferska fætur og skilaði sínu hlutverki vel.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45