Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2016 12:55 Þeir voru þó nokkrir kjósendurnir sem vildu sjá þennan mann sem næsta forseta. Vísir Samkvæmt lokatölum í forsetakosningunum sem fram fóru á laugardaginn voru ógild atkvæði alls 1049. Vísir hafði samband við allar yfirkjörstjórnir í morgun og forvitnaðist um hvernig fólk var að ógilda seðilinn sinn en kjósendur hafa í gegnum tíðina notast við ýmsar forvitnilegar leiðir til að ógilda atkvæði. Þannig er mörgum eflaust minnisstæður kjósandinn sem kúkaði á atkvæðið sitt í fyrstu Alþingiskosningunum eftir hrun árið 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst gekk enginn kjósandi svo langt í þetta skiptið en í ljósi landsleiksins í kvöld og mikillar ástar þjóðarinnar á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck lék blaðamanni sérstaklega forvitni á að vita hvort hann hafi hlotið einhver atkvæði í kosningunum, en atkvæði er ógilt ef maður kýs einhvern annan en þá sem eru í framboði.Margrét Þórhildur með tvö atkvæði Skemmst er frá því að segja að uppáhalds-Svíi Íslendinga hlaut samtals vel á þriðja tug atkvæða. Einhverjir kjósendur í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi vildu sjá Lars sem forseta og í Suðurkjördæmi hlaut Heimir Hallgrímsson einnig nokkur atkvæði en hann er eins og kunnugt er frá Vestmannaeyjum. Þá hlaut Margrét Þórhildur Danadrottning að minnsta kosti tvö atkvæði og einn kjósandi taldi að forsetakosningarnar væru með öllu ólögmætar þar sem það hefði í raun verið ólögmætt að stofna lýðveldi árið 1944.Blóm og hjörtu á kjörseðlum Merkja skal með x-i, hring eða vaffi við nafn þess frambjóðanda sem maður hyggst kjósa í kosningunum. Atkvæðið er ógilt ef kjósandi gerir eitthvað öðruvísi auðkennandi merki en nokkuð var um það í öllum kjördæmum að kjósendur væru að gera hjarta við nafn frambjóðenda, broskall eða jafnvel blóm. Slíkt ógilti atkvæðið í öllum tilfellum. Hvort þarna gæti einhverra áhrifa frá emoji-köllunum skal ósagt látið en það er vissulega falleg hugsun að setja hjarta við frambjóðandann sinn. Einnig var eitthvað um það að vísur kæmu upp úr kjörkössunum en engin þeirra var nógu góð til þess að fara með samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur kosinn forseti á laugardag en hann verður á vellinum í Nice í kvöld þegar strákarnir okkar mæta uppáhaldsliði margra Íslendinga á stórmótum, Englandi. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Samkvæmt lokatölum í forsetakosningunum sem fram fóru á laugardaginn voru ógild atkvæði alls 1049. Vísir hafði samband við allar yfirkjörstjórnir í morgun og forvitnaðist um hvernig fólk var að ógilda seðilinn sinn en kjósendur hafa í gegnum tíðina notast við ýmsar forvitnilegar leiðir til að ógilda atkvæði. Þannig er mörgum eflaust minnisstæður kjósandinn sem kúkaði á atkvæðið sitt í fyrstu Alþingiskosningunum eftir hrun árið 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst gekk enginn kjósandi svo langt í þetta skiptið en í ljósi landsleiksins í kvöld og mikillar ástar þjóðarinnar á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck lék blaðamanni sérstaklega forvitni á að vita hvort hann hafi hlotið einhver atkvæði í kosningunum, en atkvæði er ógilt ef maður kýs einhvern annan en þá sem eru í framboði.Margrét Þórhildur með tvö atkvæði Skemmst er frá því að segja að uppáhalds-Svíi Íslendinga hlaut samtals vel á þriðja tug atkvæða. Einhverjir kjósendur í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi vildu sjá Lars sem forseta og í Suðurkjördæmi hlaut Heimir Hallgrímsson einnig nokkur atkvæði en hann er eins og kunnugt er frá Vestmannaeyjum. Þá hlaut Margrét Þórhildur Danadrottning að minnsta kosti tvö atkvæði og einn kjósandi taldi að forsetakosningarnar væru með öllu ólögmætar þar sem það hefði í raun verið ólögmætt að stofna lýðveldi árið 1944.Blóm og hjörtu á kjörseðlum Merkja skal með x-i, hring eða vaffi við nafn þess frambjóðanda sem maður hyggst kjósa í kosningunum. Atkvæðið er ógilt ef kjósandi gerir eitthvað öðruvísi auðkennandi merki en nokkuð var um það í öllum kjördæmum að kjósendur væru að gera hjarta við nafn frambjóðenda, broskall eða jafnvel blóm. Slíkt ógilti atkvæðið í öllum tilfellum. Hvort þarna gæti einhverra áhrifa frá emoji-köllunum skal ósagt látið en það er vissulega falleg hugsun að setja hjarta við frambjóðandann sinn. Einnig var eitthvað um það að vísur kæmu upp úr kjörkössunum en engin þeirra var nógu góð til þess að fara með samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur kosinn forseti á laugardag en hann verður á vellinum í Nice í kvöld þegar strákarnir okkar mæta uppáhaldsliði margra Íslendinga á stórmótum, Englandi.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00