Íslensk fjölskylda átti sannkallaðan draumadag í Annecy Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2016 10:15 Landsliðsmenn og framtíðarlandsliðsmenn. Frá vinstri: Margeir, Eiður Smári, Arnaldur, Aron Einar, Sverrir Ingi, Jóhann Berg og Kolbeinn. Fimm manna fjölskylda frá Íslandi sem verið hefur á ferð og flugi um Frakkland undanfarnar tæpar tvær vikur nýtti vel eins dags heimsókn til fjallabæjarins Annecy í gær. Ungir knattspyrnumenn hittu hetjurnar sínar í landsliðinu á förnum vegi og foreldrarnir gátu nýtt atkvæðarétt sinn í forsetakosningunum þökk sé „Bjargvættinum“ frá Vestmannaeyjum. Arnaldur með íslenskan fána, sem nú er áritaður af landsliðsmönnum í bak og fyrir, á leiknum gegn Ungverjum í Marseille. Einar Ásgeirsson og Olga Perla Nielsen flugu til Mílanó þann 13. júní og hafa síðan verið á ferðalagi um Frakkland. Fyrst á bílaleigubíl og síðan hefur verið ferðast í lestum. Með í för eru synirnir Arnaldur Ásgeir og Margeir Orri, báðir miklir Þróttarar, að ógleymdum Hreiðari sex er rétt orðinn sex mánaða en var ekkert nema brosið í steikjandi hitanum í Annecy þegar blaðamaður hitti á fjölskylduna. Fimmmenningarnir tóku lestina frá Lyon til Annecy í gærmorgun og skelltu sér í göngutúr niðri við vatnið í Annecy. Þar urðu strákarnir ungu stjörnustjarfir þegar þeir mættu engum öðrum en Eiði Smára Guðjohnsen og fleirum úr íslenska landsliðinu. Þeir voru á leiðinni í hjólatúr niðri við vatn en mjög heitt var í veðri í gær og hiti um og yfir 30 gráður. Hreiðar Einarsson er einn yngsti stuðningsmaður íslenska landsliðsins í Frakklandi. Einar lýsir landsliðsmönnunum sem miklum fagmönnum enda hafi þeir gefið kost á myndatöku og ekki látið sig muna um að árita bækur og fána fyrir strákana. Arnaldur og Margeir sáu okkar menn gera jafntefli í dramatískum leikjum bæði í Saint-Étienne og Marseille en það var allt annað þegar augun mættust. Stór stund. Blaðamaður hitti svo á fjölskylduna um kvöldmatarleytið þegar hún var mætt á hótelið þar sem íslensku blaðamennirnir dvelja í Annecy. Þar hafði Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, komið upp utanfundarkjörstað þar sem fjölmiðlamenn gátu kosið og nýttu þau Einar og Olga tækifærið og gengu til kosninga. Margeir, Einar, Arnaldur, Olga og Hreiðar eftir að gengið var til kosninga í gær.Vísir/KTDMartin hefur verið kallaður Bjargvætturinn eftir að hann bjargaði ÍBV frá falli tvö ár í röð á tíunda áratugnum með marki í lokaumferð Íslandsmótsins. Í fyrrakvöld heimsótti hann strákana á hótelið í Annecy og gaf þeim færi á að kjósa sem sumir nýttu sér, aðrir ekki.Á meðan foreldrarnir kusu lá Hreiðar sex mánaða í kerrunni sinni og brosti út að eyrum. Engin mannafæla þar heldur sannkallaður gleðigjafi.Eftir að hafa kosið hélt svo fjölskyldan upp í strætó niður á lestarstöð þaðan sem haldið var aftur til Lyon þar sem systir Einars býr með fjölskyldu sinni. Framundan er annað stórmót í knattspyrnu, heima á Íslandi, en Arnaldur Ásgeir er að fara að keppa með 5. flokki Þróttar á N1 mótinu. Þá var Margeir Orri í eldlínunni með 7. flokki Þróttar á Norðurálsmótinu á Akranesi á dögunum. Skammt stórra móta á milli. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16 Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58 Eiður fékk skilaboð frá Lampard „Ég veit ekki hver merkingin var nákvæmlega.“ 25. júní 2016 09:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Fimm manna fjölskylda frá Íslandi sem verið hefur á ferð og flugi um Frakkland undanfarnar tæpar tvær vikur nýtti vel eins dags heimsókn til fjallabæjarins Annecy í gær. Ungir knattspyrnumenn hittu hetjurnar sínar í landsliðinu á förnum vegi og foreldrarnir gátu nýtt atkvæðarétt sinn í forsetakosningunum þökk sé „Bjargvættinum“ frá Vestmannaeyjum. Arnaldur með íslenskan fána, sem nú er áritaður af landsliðsmönnum í bak og fyrir, á leiknum gegn Ungverjum í Marseille. Einar Ásgeirsson og Olga Perla Nielsen flugu til Mílanó þann 13. júní og hafa síðan verið á ferðalagi um Frakkland. Fyrst á bílaleigubíl og síðan hefur verið ferðast í lestum. Með í för eru synirnir Arnaldur Ásgeir og Margeir Orri, báðir miklir Þróttarar, að ógleymdum Hreiðari sex er rétt orðinn sex mánaða en var ekkert nema brosið í steikjandi hitanum í Annecy þegar blaðamaður hitti á fjölskylduna. Fimmmenningarnir tóku lestina frá Lyon til Annecy í gærmorgun og skelltu sér í göngutúr niðri við vatnið í Annecy. Þar urðu strákarnir ungu stjörnustjarfir þegar þeir mættu engum öðrum en Eiði Smára Guðjohnsen og fleirum úr íslenska landsliðinu. Þeir voru á leiðinni í hjólatúr niðri við vatn en mjög heitt var í veðri í gær og hiti um og yfir 30 gráður. Hreiðar Einarsson er einn yngsti stuðningsmaður íslenska landsliðsins í Frakklandi. Einar lýsir landsliðsmönnunum sem miklum fagmönnum enda hafi þeir gefið kost á myndatöku og ekki látið sig muna um að árita bækur og fána fyrir strákana. Arnaldur og Margeir sáu okkar menn gera jafntefli í dramatískum leikjum bæði í Saint-Étienne og Marseille en það var allt annað þegar augun mættust. Stór stund. Blaðamaður hitti svo á fjölskylduna um kvöldmatarleytið þegar hún var mætt á hótelið þar sem íslensku blaðamennirnir dvelja í Annecy. Þar hafði Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, komið upp utanfundarkjörstað þar sem fjölmiðlamenn gátu kosið og nýttu þau Einar og Olga tækifærið og gengu til kosninga. Margeir, Einar, Arnaldur, Olga og Hreiðar eftir að gengið var til kosninga í gær.Vísir/KTDMartin hefur verið kallaður Bjargvætturinn eftir að hann bjargaði ÍBV frá falli tvö ár í röð á tíunda áratugnum með marki í lokaumferð Íslandsmótsins. Í fyrrakvöld heimsótti hann strákana á hótelið í Annecy og gaf þeim færi á að kjósa sem sumir nýttu sér, aðrir ekki.Á meðan foreldrarnir kusu lá Hreiðar sex mánaða í kerrunni sinni og brosti út að eyrum. Engin mannafæla þar heldur sannkallaður gleðigjafi.Eftir að hafa kosið hélt svo fjölskyldan upp í strætó niður á lestarstöð þaðan sem haldið var aftur til Lyon þar sem systir Einars býr með fjölskyldu sinni. Framundan er annað stórmót í knattspyrnu, heima á Íslandi, en Arnaldur Ásgeir er að fara að keppa með 5. flokki Þróttar á N1 mótinu. Þá var Margeir Orri í eldlínunni með 7. flokki Þróttar á Norðurálsmótinu á Akranesi á dögunum. Skammt stórra móta á milli.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16 Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58 Eiður fékk skilaboð frá Lampard „Ég veit ekki hver merkingin var nákvæmlega.“ 25. júní 2016 09:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16
Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58