Eiður Smári Guðjohnsen heldur ekki miklu sambandi við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Chelsea eða öðrum félögum sem hann hefur spilað með á ferlinum.
Þetta sagði hann á blaðmannafundi íslenska liðsins í Annecy í morgun.
„Í raun ekki. Það furðulega við fótbolta er að maður eyðir miklum tíma en svo fara allir sína leið og maður missir sambandið,“ sagði Eiður Smári.
Sjá einnig: Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands
„Frank Lampard [fyrrum samherji Eiðs hjá Chelsae] sendi mér skilaboð og hló að því að Ísland og England væru að fara að mætast í 16-liða úrslitunum. Ég veit ekki í hvaða samhengi þessi skilaboð voru,“ sagði Eiður og brosti.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Eiður fékk skilaboð frá Lampard
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn




Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
