Draumamark Shaqiri dugði ekki til og Pólverjar fóru áfram | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 16:00 Pólverjar fagna sætinu í 8-liða úrslitum. Vísir/EPA Pólverjar urðu nú rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á EM 2016 eftir sigur á Sviss eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítakeppni. Þar sýndu leikmenn Póllands gríðarlegt öryggi og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Svisslendingar skoruðu úr fjórum en Granit Xhaka, nýjasti leikmaður Arsenal, skaut langt framhjá úr sinni spyrnu. Pólverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax eftir nokkurra sekúndna leik skaut Arek Milik yfir úr dauðafæri. Pólska liðið komst yfir á 39. mínútu þegar Jakub Blaszczykowski rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Þetta var 18. landsliðsmark Blaszczykowskis en Pólland hefur aldrei tapað leik sem hann skorar í. Það varð engin breyting þar á í dag.Shaqiri jafnaði metin með mergjuðu marki.vísir/epaStaðan var 0-1 í hálfleik en svissneska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og fór að ógna marki Pólverja sem fengu ekki á sig mark í riðlakeppninni. Lukasz Fabianski varði aukaspyrnu Ricardos Rodríguez á 73. mínútu og fimm mínútum síðar skaut Haris Seferovic í slána. Stíflan brast svo á 82. mínútu þegar Xherdan Shaqiri klippti boltann glæsilega í stöng og inn og jafnaði metin. Algjörlega magnað mark hjá Shaqiri sem spilaði sinn besta leik á EM í dag. Í framlengingunni var Sviss sterkari aðilinn en tókst ekki að skora sigurmarkið. Varamaðurinn Eren Derdiyok komst næst því á 113. mínútu en Fabianski varði skalla hans af stuttu færi frábærlega.Vítakeppnin (Sviss byrjar): 1-0 Stephan Lichtsteiner skorar 1-1 Robert Lewandowski skorar 1-1 Granit Xhaka skýtur framhjá 1-2 Arek Milik skorar 2-2 Xherdan Shaqiri skorar 2-3 Kamil Glik skorar 3-3 Fabian Schär skorar 3-4 Jakub Blaszczykowski skorar 4-4 Ricardo Rodríguez skorar 4-5 Grzegorz Krychowiak skorarMilik klúðrar dauðafæri fá dauðafæri á 20. sekúndu! 16 liða úrslitin eru hafin! #EMÍsland https://t.co/2IVfsNplYB— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Błaszczykowski kemur Pólverjum yfir MARK! er komið yfir á móti ! Błaszczykowski skorar á 39. mínútu! #EMÍsland https://t.co/UzECYIPKSe— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Stórkostlegt jöfnunarmark Shaqiri ÓTRÚLEGT mark hjá ! Shaqiri með bakfallsspyrnu - mögulega mark keppninar hingað til. Framlenging. #EMÍsland https://t.co/v1MbMrfHqt— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Krychowiak skorar úr síðustu spyrnu Pólverja tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í vítaspyrnukeppni. v hefst svo klukkan 16:00 #EMÍsland https://t.co/Y9mEjgxGT5— Síminn (@siminn) June 25, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Pólverjar urðu nú rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á EM 2016 eftir sigur á Sviss eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítakeppni. Þar sýndu leikmenn Póllands gríðarlegt öryggi og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Svisslendingar skoruðu úr fjórum en Granit Xhaka, nýjasti leikmaður Arsenal, skaut langt framhjá úr sinni spyrnu. Pólverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax eftir nokkurra sekúndna leik skaut Arek Milik yfir úr dauðafæri. Pólska liðið komst yfir á 39. mínútu þegar Jakub Blaszczykowski rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Þetta var 18. landsliðsmark Blaszczykowskis en Pólland hefur aldrei tapað leik sem hann skorar í. Það varð engin breyting þar á í dag.Shaqiri jafnaði metin með mergjuðu marki.vísir/epaStaðan var 0-1 í hálfleik en svissneska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og fór að ógna marki Pólverja sem fengu ekki á sig mark í riðlakeppninni. Lukasz Fabianski varði aukaspyrnu Ricardos Rodríguez á 73. mínútu og fimm mínútum síðar skaut Haris Seferovic í slána. Stíflan brast svo á 82. mínútu þegar Xherdan Shaqiri klippti boltann glæsilega í stöng og inn og jafnaði metin. Algjörlega magnað mark hjá Shaqiri sem spilaði sinn besta leik á EM í dag. Í framlengingunni var Sviss sterkari aðilinn en tókst ekki að skora sigurmarkið. Varamaðurinn Eren Derdiyok komst næst því á 113. mínútu en Fabianski varði skalla hans af stuttu færi frábærlega.Vítakeppnin (Sviss byrjar): 1-0 Stephan Lichtsteiner skorar 1-1 Robert Lewandowski skorar 1-1 Granit Xhaka skýtur framhjá 1-2 Arek Milik skorar 2-2 Xherdan Shaqiri skorar 2-3 Kamil Glik skorar 3-3 Fabian Schär skorar 3-4 Jakub Blaszczykowski skorar 4-4 Ricardo Rodríguez skorar 4-5 Grzegorz Krychowiak skorarMilik klúðrar dauðafæri fá dauðafæri á 20. sekúndu! 16 liða úrslitin eru hafin! #EMÍsland https://t.co/2IVfsNplYB— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Błaszczykowski kemur Pólverjum yfir MARK! er komið yfir á móti ! Błaszczykowski skorar á 39. mínútu! #EMÍsland https://t.co/UzECYIPKSe— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Stórkostlegt jöfnunarmark Shaqiri ÓTRÚLEGT mark hjá ! Shaqiri með bakfallsspyrnu - mögulega mark keppninar hingað til. Framlenging. #EMÍsland https://t.co/v1MbMrfHqt— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Krychowiak skorar úr síðustu spyrnu Pólverja tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í vítaspyrnukeppni. v hefst svo klukkan 16:00 #EMÍsland https://t.co/Y9mEjgxGT5— Síminn (@siminn) June 25, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira