Bjóða enska landsliðinu í hvalaskoðun til að jafna sig eftir tapið gegn Íslendingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2016 21:15 Siglingin verður sárabót fyrir sært stolt Englendinga eftir tapið Mynd/Samsett Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík eru sigurvissir fyrir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Frakklandi. Hafa þeir boðið öllum 23 leikmönnum enska liðsins í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa eftir væntanlegt tap Englands gegn Íslandi á mánudaginn. „Ég veit að Englendingar eru með frábært lið og munu spila sinn besta leik en miðað við hvernig íslenska liðið hefur spilað í undankeppninni og í lokakeppnini hafa þeir sýnt hvað í þeirra brjóstum býr og ég veit ég það að íslensku hjörtun fara langt með þetta,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar. Guðbjartur segir að siglingin verði sárabót fyrir sært stolt Englendinga eftir tapið en þeir geti hvort sem er ekki snúið aftur heim strax eftir leik enda yrðu fjölmargir aðdáendur Englands illa svekktir út í þá.Miðarnir góðu.Mynd/Oddvar Haukur Árnason„Aumingja ensku leikmennirnir muni ekki geta snúið aftur til Englands eftir leik enda verða 60 milljón stuðningsmenn þeirra brjálaðir eftir að hafa tapað fyrir lítilli eyju með aðeins 300 þúsund íbúa,“ segir Guðbjartur. Bætir hann því við að það sé aðeins kurteisi og auðmýkt að bjóða enska liðinu heim til Íslands eftir háðulegt tap. Miðarnir sjálfir eru dagsettir þann 28. júlí næstkomandi og vonar Guðbjartur að leikmennirnir taki boðinu en þjálfaranum, Roy Hodgson og starfsliðinu, þar sem finna má meðal annars Gary Neville, sé einnig boðið. „Við bjóðum þeim friðsælan dag í hvalaskoðun í Húsavík þar sem finna má fallega náttúru og indælt fólk. Það ætti að vera hinn fullkomna blanda til þess að jafna sig á tapinu,“ segir Guðbjartur. Hvort að Englendingar þyggi boðið skal ósagt látið en einn stærsti fjölmiðill Bretlands, The Guardian hefur fjallað um boð Norðursiglingar til ensku leikmannanna. Liðin mætast í Nice á mánudaginn. Gríðarleg eftirvænting er eftir leiknum en um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum í Nice. EM 2016 í Frakklandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík eru sigurvissir fyrir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Frakklandi. Hafa þeir boðið öllum 23 leikmönnum enska liðsins í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa eftir væntanlegt tap Englands gegn Íslandi á mánudaginn. „Ég veit að Englendingar eru með frábært lið og munu spila sinn besta leik en miðað við hvernig íslenska liðið hefur spilað í undankeppninni og í lokakeppnini hafa þeir sýnt hvað í þeirra brjóstum býr og ég veit ég það að íslensku hjörtun fara langt með þetta,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar. Guðbjartur segir að siglingin verði sárabót fyrir sært stolt Englendinga eftir tapið en þeir geti hvort sem er ekki snúið aftur heim strax eftir leik enda yrðu fjölmargir aðdáendur Englands illa svekktir út í þá.Miðarnir góðu.Mynd/Oddvar Haukur Árnason„Aumingja ensku leikmennirnir muni ekki geta snúið aftur til Englands eftir leik enda verða 60 milljón stuðningsmenn þeirra brjálaðir eftir að hafa tapað fyrir lítilli eyju með aðeins 300 þúsund íbúa,“ segir Guðbjartur. Bætir hann því við að það sé aðeins kurteisi og auðmýkt að bjóða enska liðinu heim til Íslands eftir háðulegt tap. Miðarnir sjálfir eru dagsettir þann 28. júlí næstkomandi og vonar Guðbjartur að leikmennirnir taki boðinu en þjálfaranum, Roy Hodgson og starfsliðinu, þar sem finna má meðal annars Gary Neville, sé einnig boðið. „Við bjóðum þeim friðsælan dag í hvalaskoðun í Húsavík þar sem finna má fallega náttúru og indælt fólk. Það ætti að vera hinn fullkomna blanda til þess að jafna sig á tapinu,“ segir Guðbjartur. Hvort að Englendingar þyggi boðið skal ósagt látið en einn stærsti fjölmiðill Bretlands, The Guardian hefur fjallað um boð Norðursiglingar til ensku leikmannanna. Liðin mætast í Nice á mánudaginn. Gríðarleg eftirvænting er eftir leiknum en um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum í Nice.
EM 2016 í Frakklandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira