Fótbolti

Svona er klefinn hjá strákunum fyrir stórleikinn á Stade de France

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þokkalegasti búningsklefa á þjóðarleikvangi Frakka.
Þokkalegasti búningsklefa á þjóðarleikvangi Frakka. mynd/ksí
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Austurríki í lokaleik liðanna í F-riðli EM 2016 klukkan 16.00 á Stade de France. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en tapi strákarnir okkar er frumraun þeirra á Evrópumótinu lokið.

Jafntefli dugar okkar mönnum til að komast í 16 liða úrslitin en sigur gæti tryggt íslenska liðinu sigur í riðlinum. Enn eru margir möguleikar í stöðinni eins og má sjá hér.

Stade de France, þjóðarleikvangur Frakka, er einn glæsilegasti leikvangur álfunnar en hann tekur ríflega 80.000 manns í sæti. Búist er við um 76.000 manns á völlinn í dag, þar af 10.000 Íslendingum og 30.000 Austurríkismönnum.

Búningsklefarnir á Stade de France eru ekkert slor eins og sjá má á myndinni hér að neðan sem Knattspyrnusamband Íslands birti á Twitter-síðu sinni. Alvöru panorama-mynd af alvöru klefa en þarna gera okkar menn sig klára fyrir átökin á eftir.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×