Kristinn Jak: Fáum góðan dómara í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 13:00 Kristinn er bláklæddur í dag, eins og gefur að skilja. Vísir/E. Stefán Kristinn Jakobsson, fyrrverandi knattspyrnudómari, verður meðal áhorfenda á leik Íslands og Austurríkis á EM í dag. Vísir rakst á hann fyrir utan Rauðu mylluna í dag þar sem stuðningsmenn Íslands komu saman í hádeginu í París. „Nú er maður bara að njóta,“ sagði Kristinn sem var sjálfur starfandi dómari á EM 2008 þegar keppnin fór fram í Austurríki og Sviss. Hann sá líka leik Íslands og Ungverjalands í Marseille á laugardag. „Það var meiriháttar. Svo höfum við verið að ferðast mikið um Frakkland og maður finnur stuðning við Ísland hvert sem maður kemur. Margir hafa Ísland sem sitt annað lið sem þeir halda með.“ Hann segist ekki losna við það að horfa á leiki með augum dómara og hann segist hafa haldið sambandi við þá dómara sem eru að starfa á EM. Hann er hrifinn af dómaranum sem dæmir leik Íslands og Austurríkis í dag, Pólverjanum Szymon Marciniak. „Þetta er yngsti dómarinn á mótinu [35 ára] og er fremstur meðal yngri dómara í evrópu. Hann byrjaði sjálfur sem leikmaður og var í hálfatvinnumennsku. Hann hefur því mikinn og góðan skilning á leiknum.“ „Hann hefur farið hratt upp stigann og verið að dæma stóra leiki í Meistaradeildinni. Ég á ekki von á öðru en að hann eigi góðan leik.“ Ísland má helst ekki við því að fá fleiri gul spjöld á mótinu þar sem að refsistig gætu ráðið mögulega úrslitum um hvort að Ísland fari áfram. „Hann er ekki spjaldaglaður dómari. Hann hefur eins og ég sagið mikinn skilning á leiknum og vill láta hann fljóta. Hann gefur bara spjöld þegar það er verðskuldað.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
Kristinn Jakobsson, fyrrverandi knattspyrnudómari, verður meðal áhorfenda á leik Íslands og Austurríkis á EM í dag. Vísir rakst á hann fyrir utan Rauðu mylluna í dag þar sem stuðningsmenn Íslands komu saman í hádeginu í París. „Nú er maður bara að njóta,“ sagði Kristinn sem var sjálfur starfandi dómari á EM 2008 þegar keppnin fór fram í Austurríki og Sviss. Hann sá líka leik Íslands og Ungverjalands í Marseille á laugardag. „Það var meiriháttar. Svo höfum við verið að ferðast mikið um Frakkland og maður finnur stuðning við Ísland hvert sem maður kemur. Margir hafa Ísland sem sitt annað lið sem þeir halda með.“ Hann segist ekki losna við það að horfa á leiki með augum dómara og hann segist hafa haldið sambandi við þá dómara sem eru að starfa á EM. Hann er hrifinn af dómaranum sem dæmir leik Íslands og Austurríkis í dag, Pólverjanum Szymon Marciniak. „Þetta er yngsti dómarinn á mótinu [35 ára] og er fremstur meðal yngri dómara í evrópu. Hann byrjaði sjálfur sem leikmaður og var í hálfatvinnumennsku. Hann hefur því mikinn og góðan skilning á leiknum.“ „Hann hefur farið hratt upp stigann og verið að dæma stóra leiki í Meistaradeildinni. Ég á ekki von á öðru en að hann eigi góðan leik.“ Ísland má helst ekki við því að fá fleiri gul spjöld á mótinu þar sem að refsistig gætu ráðið mögulega úrslitum um hvort að Ísland fari áfram. „Hann er ekki spjaldaglaður dómari. Hann hefur eins og ég sagið mikinn skilning á leiknum og vill láta hann fljóta. Hann gefur bara spjöld þegar það er verðskuldað.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12