Mjótt á munum milli fylkinga á lokadegi Brexit-kosningabaráttunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2016 11:30 Framtíð Bretlands innan ESB ræðst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun. Vísir/Samsett - AFP Stjórnmálamenn í Bretlandi eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu (ESB). Gengið verður til kosninga á morgun. Afar mjótt er á munum en samkvæmt samantektarkönnun Financial Times leiða þeir sem vilja að Bretar segi sig úr ESB (Vote Leave) með einu prósenti á þá sem vilja að Bretar haldi aðildinni áfram (Remain), um ellefu prósent eru enn óákveðnir.Gráa svæðið táknar þá sem eru enn óákveðnir, um ellefu prósent.Kosningabaráttan hefur staðið yfir í fjóra mánuði en lýkur í dag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og Tim Farron, formanni Frjálslynda flokksins munu allir ræða við kjósendur á stuðningsmannafundum í dag til þess að reyna að sannfæra Breta um að þeim sé betur borgið innan ESB.Sjá einnig: Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra þaðCameron hefur varað við því að niðurstaða kosninganna á morgun verði endanleg og að Bretland geti ekki snúið aftur kjósi Bretar að yfirgefa ESB. Bretar hagnist mun meira á því að halda sig innan ESB en að yfirgefa það sem myndi valda miklu efnahagslegu tjóni fyrir Bretland. Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins og Boris Johnson, fyrrum borgarstjóri London, sem farið hafa fyrir fylkingu þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr ESB hafa lagt áherslu á það að Bretland geti fylgt sinni eigin stefnu yfirgefi það ESB, hafna þeir alfarið neikvæðum efnahagslegum áhrifum sem brotthvarf úr ESB myndi hafa í för með sér.Úrslitin ljós að morgni föstudags Kosið verður á morgun, líkt og áður segir, en um 46 milljónir Breta geta kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Spurningin sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til er einföld: „Ætti Bretland að halda áfram að vera meðlimur í Evrópusambandinu eða ætti Bretland aðyfirgefa Evrópusambandið?“Sjá einnig: Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart BrexitTaki Bretar ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið mun ríkisstjórn Bretlands og stofnanir ESB hefja viðræður um skilmála brotthvarfsins sem búist er við að taki tvö ár hið minnsta. Fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Spennan er því mikil en reikna má með að úrslitin verði orðin ljós að morgni föstudags. Brexit Tengdar fréttir Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00 Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Stjórnmálamenn í Bretlandi eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu (ESB). Gengið verður til kosninga á morgun. Afar mjótt er á munum en samkvæmt samantektarkönnun Financial Times leiða þeir sem vilja að Bretar segi sig úr ESB (Vote Leave) með einu prósenti á þá sem vilja að Bretar haldi aðildinni áfram (Remain), um ellefu prósent eru enn óákveðnir.Gráa svæðið táknar þá sem eru enn óákveðnir, um ellefu prósent.Kosningabaráttan hefur staðið yfir í fjóra mánuði en lýkur í dag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og Tim Farron, formanni Frjálslynda flokksins munu allir ræða við kjósendur á stuðningsmannafundum í dag til þess að reyna að sannfæra Breta um að þeim sé betur borgið innan ESB.Sjá einnig: Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra þaðCameron hefur varað við því að niðurstaða kosninganna á morgun verði endanleg og að Bretland geti ekki snúið aftur kjósi Bretar að yfirgefa ESB. Bretar hagnist mun meira á því að halda sig innan ESB en að yfirgefa það sem myndi valda miklu efnahagslegu tjóni fyrir Bretland. Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins og Boris Johnson, fyrrum borgarstjóri London, sem farið hafa fyrir fylkingu þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr ESB hafa lagt áherslu á það að Bretland geti fylgt sinni eigin stefnu yfirgefi það ESB, hafna þeir alfarið neikvæðum efnahagslegum áhrifum sem brotthvarf úr ESB myndi hafa í för með sér.Úrslitin ljós að morgni föstudags Kosið verður á morgun, líkt og áður segir, en um 46 milljónir Breta geta kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Spurningin sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til er einföld: „Ætti Bretland að halda áfram að vera meðlimur í Evrópusambandinu eða ætti Bretland aðyfirgefa Evrópusambandið?“Sjá einnig: Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart BrexitTaki Bretar ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið mun ríkisstjórn Bretlands og stofnanir ESB hefja viðræður um skilmála brotthvarfsins sem búist er við að taki tvö ár hið minnsta. Fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Spennan er því mikil en reikna má með að úrslitin verði orðin ljós að morgni föstudags.
Brexit Tengdar fréttir Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00 Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38
Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00
Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15