Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2016 14:42 Vegurinn í Berufirði á Austfjörðum í gærkvöldi. vísir/friðrik árnason/loftmyndir.is „Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður en mynd af veginum sem Friðrik deildi á Facebook-síðu vegagerðarinnar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Myndin sýnir slæmt ástand vegkaflans sem byrjar við bæinn Lindarbrekku, liggur um fjarðarbotninn og endar við bæinn Hvannabrekku. Friðrik fer um veginn um það bil 50 sinnum á ári og segir það ekki marga daga á ári sem vegurinn sé góður. „Þetta er bara þvottabretti og mjög leiðinlegt. Þetta hefur verið svona í allavega 30 ár en það eru nú ekki mörg ár síðan þáverandi samgönguráðherra sagði að nú væri búið að malbika allan hringveginn en það er bara ekki þannig,“ segir Friðrik. Aðspurður hvað erlendir ferðamenn sem koma á hótelið til hans segja um veginn svarar hann: „Þeir eru náttúrulega bara stórhneykslaðir á okkur og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“Hvimleitt ástand fyrir íbúa sem keyra veginn oft Friðrik segir íbúa ekki vita hvenær búið verði að malbika veginn enda hafi verkinu ítrekað verið seinkað síðustu ár. „Þetta er einfaldlega mjög hvimleitt, ekki síst fyrir okkur íbúa hér í Berufirði sem keyrum veginn mörgum sinnum á ári. Það springa þarna dekk reglulega og svona vegur eyðileggur einfaldlega bílana,“ segir Friðrik. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna að útboðsgögnum vegna malbikunar umrædds vegkafla. Reiknað er með að farið verði í útboð síðar á árinu. Framkvæmdir verða svo á árunum 2017 og 2018 og er reyndar búist við verklokum árið 2018. Um heilmikla vegagerð er að ræða að sögn G. Péturs þar sem meðal annars verður farin ný leið yfir fjarðarbotninn með nýrri brú.Landeigendur og sveitarstjórnir ekki verið sammála um veglínunaEn hvers vegna hefur tekið svo langan tíma að gera við vegkaflann? „Það skýrist aðallega af því að landeigendur og sveitarstjórnir hafa ekki komið sér saman um hvernig þau vilja hafa þetta þannig að það hefur ekki staðið neitt á Vegagerðinni að leggja þarna nýjan veg,“ segir G. Pétur og bætir við að það sé oft flókið mál í vegagerð hvar sé best að fara því taka þurfi tillit til ýmissa mismunandi sjónarmiða og hagsmuna. Nú sé hins vegar allt orðið klárt; sveitarstjórnarmenn séu sáttir við veglínuna og verið sé að semja við landeigendur um að fá bætur fyrir sitt land. Þá er fjármagn á samgönguáætlun, sem reyndar er ekki búið að samþykkja, en G. Pétur telur þó að fjármagn muni fást til framkvæmdanna. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður en mynd af veginum sem Friðrik deildi á Facebook-síðu vegagerðarinnar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Myndin sýnir slæmt ástand vegkaflans sem byrjar við bæinn Lindarbrekku, liggur um fjarðarbotninn og endar við bæinn Hvannabrekku. Friðrik fer um veginn um það bil 50 sinnum á ári og segir það ekki marga daga á ári sem vegurinn sé góður. „Þetta er bara þvottabretti og mjög leiðinlegt. Þetta hefur verið svona í allavega 30 ár en það eru nú ekki mörg ár síðan þáverandi samgönguráðherra sagði að nú væri búið að malbika allan hringveginn en það er bara ekki þannig,“ segir Friðrik. Aðspurður hvað erlendir ferðamenn sem koma á hótelið til hans segja um veginn svarar hann: „Þeir eru náttúrulega bara stórhneykslaðir á okkur og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“Hvimleitt ástand fyrir íbúa sem keyra veginn oft Friðrik segir íbúa ekki vita hvenær búið verði að malbika veginn enda hafi verkinu ítrekað verið seinkað síðustu ár. „Þetta er einfaldlega mjög hvimleitt, ekki síst fyrir okkur íbúa hér í Berufirði sem keyrum veginn mörgum sinnum á ári. Það springa þarna dekk reglulega og svona vegur eyðileggur einfaldlega bílana,“ segir Friðrik. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna að útboðsgögnum vegna malbikunar umrædds vegkafla. Reiknað er með að farið verði í útboð síðar á árinu. Framkvæmdir verða svo á árunum 2017 og 2018 og er reyndar búist við verklokum árið 2018. Um heilmikla vegagerð er að ræða að sögn G. Péturs þar sem meðal annars verður farin ný leið yfir fjarðarbotninn með nýrri brú.Landeigendur og sveitarstjórnir ekki verið sammála um veglínunaEn hvers vegna hefur tekið svo langan tíma að gera við vegkaflann? „Það skýrist aðallega af því að landeigendur og sveitarstjórnir hafa ekki komið sér saman um hvernig þau vilja hafa þetta þannig að það hefur ekki staðið neitt á Vegagerðinni að leggja þarna nýjan veg,“ segir G. Pétur og bætir við að það sé oft flókið mál í vegagerð hvar sé best að fara því taka þurfi tillit til ýmissa mismunandi sjónarmiða og hagsmuna. Nú sé hins vegar allt orðið klárt; sveitarstjórnarmenn séu sáttir við veglínuna og verið sé að semja við landeigendur um að fá bætur fyrir sitt land. Þá er fjármagn á samgönguáætlun, sem reyndar er ekki búið að samþykkja, en G. Pétur telur þó að fjármagn muni fást til framkvæmdanna.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira