Púslið sem lagði grunninn að NBA-titli Cleveland Cavaliers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 20:30 Leikmenn Cleveland Cavaliers fagna hér titlinum í nótt. Vísir/EPA Cleveland Cavaliers vann í nótt sinn fyrsta NBA-titil í sögu félagsins og ennfremur fyrsta titil atvinnumannaliðs frá Cleveland í 52 ár. Eftir sjöunda og síðasta leikinn fóru að koma fréttir af leyndarmálinu í klefa Cavaliers-liðsins. Leikmenn Cleveland Cavaliers fögnuðu nefnilega með tvo bikara í búningsklefanum eftir leikinn, sjálfan NBA-bikarinn sem þeir voru að vinna og bikarinn á púsluspilinu sem var lykilatriði í að þétta raðir Cleveland-liðsins í úrslitakeppninni. Varamaðurinn James Jones, sem hefur ekki mikið fengið að spila en var að vinna sinn þriðja NBA-meistaratitil með LeBron James, fékk hugmyndina fyrr á tímabilinu og leikmenn liðsins tóku vel í þetta. ESPN sagði frá. James Jones úbjó púsl með sextán hlutum eða einn fyrir hvern sigur sem Cleveland Cavaliers þurfti að vinna til að komast á toppinn og tryggja sér NBA-meistaratitilinn. Þegar öll sextán púslin voru komin saman þá mynduðu þau Larry O'Brien bikarinn. „Við þurfum eitthvað til að þjappa okkur saman. Allir leikmenn voru eitt púsl og við settum þetta lið saman. Við þurftum því að setja saman púslið," sagði James Jones eftir leikinn. Púsluspilinu var haldið leyndu af leikmönnum og þjálfurum og geymt í tösku sem leit aldrei dagsins ljós utan búningsklefans. Leikmenn liðsins skiptust á því að setja hvert púsl og það var sem dæmi Kevin Love sem setti púslið eftir leik þrjú í úrslitunum en hann mátti ekki spila þann leik eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum á undan. Lokapúslið var í laginu eins og Ohio. Það var þjálfarinn Tyronn Lue sem fullkomnaði púslið á meðan leikmenn og starfsmenn liðsins fögnuðu með kampavínið í klefanum eftir leik. NBA Tengdar fréttir Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00 LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03 LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann í nótt sinn fyrsta NBA-titil í sögu félagsins og ennfremur fyrsta titil atvinnumannaliðs frá Cleveland í 52 ár. Eftir sjöunda og síðasta leikinn fóru að koma fréttir af leyndarmálinu í klefa Cavaliers-liðsins. Leikmenn Cleveland Cavaliers fögnuðu nefnilega með tvo bikara í búningsklefanum eftir leikinn, sjálfan NBA-bikarinn sem þeir voru að vinna og bikarinn á púsluspilinu sem var lykilatriði í að þétta raðir Cleveland-liðsins í úrslitakeppninni. Varamaðurinn James Jones, sem hefur ekki mikið fengið að spila en var að vinna sinn þriðja NBA-meistaratitil með LeBron James, fékk hugmyndina fyrr á tímabilinu og leikmenn liðsins tóku vel í þetta. ESPN sagði frá. James Jones úbjó púsl með sextán hlutum eða einn fyrir hvern sigur sem Cleveland Cavaliers þurfti að vinna til að komast á toppinn og tryggja sér NBA-meistaratitilinn. Þegar öll sextán púslin voru komin saman þá mynduðu þau Larry O'Brien bikarinn. „Við þurfum eitthvað til að þjappa okkur saman. Allir leikmenn voru eitt púsl og við settum þetta lið saman. Við þurftum því að setja saman púslið," sagði James Jones eftir leikinn. Púsluspilinu var haldið leyndu af leikmönnum og þjálfurum og geymt í tösku sem leit aldrei dagsins ljós utan búningsklefans. Leikmenn liðsins skiptust á því að setja hvert púsl og það var sem dæmi Kevin Love sem setti púslið eftir leik þrjú í úrslitunum en hann mátti ekki spila þann leik eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum á undan. Lokapúslið var í laginu eins og Ohio. Það var þjálfarinn Tyronn Lue sem fullkomnaði púslið á meðan leikmenn og starfsmenn liðsins fögnuðu með kampavínið í klefanum eftir leik.
NBA Tengdar fréttir Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00 LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03 LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00
LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03
LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45