Fótbolti

Bale þiggur ekki nein aukaspyrnuráð frá Ronaldo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bale gerir sig klárann í að taka aukaspyrnu á EM.
Bale gerir sig klárann í að taka aukaspyrnu á EM. vísir/getty
Gareth Bale fær ekki að taka margar aukaspyrnur hjá Real Madrid því Cristiano Ronaldo tekur þær flestar þó svo honum gangi illa að skora úr aukaspyrnum.

Ronaldo er ekki búinn að skora úr 36 aukaspyrnutilraunum á stórmótum en Bale er kominn með tvö mörk úr aukaspyrnum í þrem tilraunum.

„Ég fæ ekki nein ráð frá Ronaldo. Ég geri þetta á minn hátt og hef minn eigin stíl,“ sagði Bale.

„Við æfum auðvitað saman. Ég sparka öðruvísi í boltann en Cristiano. Á endanum stendur maður samt alltaf bara yfir boltanum og vonar að hann fari inn.“

Bale er fyrsti maðurinn síðan 1992 til þess að skora úr tveim aukaspyrnum á EM. Thomas Hässler gerði það síðast fyrir Þýskaland.

Aðeins þrír hafa náð þessum árangri en Michel Platini gerði það fyrstur fyrir Frakka árið 1984.

Bale getur svo bætt metið í kvöld er Wales spilar við Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×