Fótbolti

Ari Freyr: Þetta fannst mér vitlaus spurning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ari Freyr á blaðamannafundinum í dag.
Ari Freyr á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm
Ari Freyr Skúlason, Ragnar Sigurðsson og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í morgun.

Tveir dagar eru liðnir frá 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í Marseille þar sem Ísland fékk á sig jöfnunarmark á lokamínútum leiksins.

Ofanritaður spurði leikmennina hvort að þeir væri búnir að hrista af sér vonbrigðin frá þeim leik.

„Já og við höfum tvo daga í viðbót til að gera það. Það sást hvað við gerðum eftir tapið gegn Króatíu [í undankeppni HM 2014]. Þá fórum við í undankeppni EM og kláruðum hana,“ sagði Ragnar.

Ari Freyr svaraði næst og sagði einfaldlega: „Þetta finnst mér vitlaus spurning, þú þekkir okkur og hvernig við erum.“

„Það voru allir svekktir eftir leikinn gegn Ungverjalandi en það er nýr dagur á morgun. Við erum það góðir vinir að við getum talað hreint út ef eitthvað er að.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Ari Freyr: Erum ekki eins lélegir og allir halda

Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, segir að Ísland sé ekki eins lélegt og allir halda. Þetta sagði Ari eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×