Fótbolti

Ragnar: Myndi fagna því ef fólk mætti snemma á leikinn í París

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Það væri helvíti gott ef fólk gæti mætt aðeins fyrr í París og við unnið þetta saman,“ sagði Ragnar Sigurðsson á blaðamannafundi landslisðins.
"Það væri helvíti gott ef fólk gæti mætt aðeins fyrr í París og við unnið þetta saman,“ sagði Ragnar Sigurðsson á blaðamannafundi landslisðins. Vísir/Vilhelm
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu eru hæstánægðir með stuðningsmenn okkar og þeirra frammistöðu í Frakklandi. Íslenskir stuðningsmenn hafa verið þekktir fyrir að mæta seint á völlinn og Ragnar Sigurðsson var spurður að því hvort það skipti strákana máli að fá stuðning í upphituninni, þegar komið væri út á völl.

„Ég hef svo sem aldrei pælt í þessu áður,“ sagði Ragnar. „Þegar þú segir það þá er ákveðin stemning að koma út á völlinn í upphitun, finna fyrir áhorfendum og finna stuðninginn.“

Íslenskir áhorfendur komust seint inn á leikvanginn í Marseille sökum óláta í ungverskum stuðningsmönnum sem voru mættir miklu fyrr á svæðið. Fyrir vikið misstu margir af þjóðsöngnum og jafnvel upphafsmínútunum.

„Það væri helvíti gott ef fólk gæti mætt aðeins fyrr í París og við unnið þetta saman,“ sagði miðvörðurinn sem hefur staðið sig frábærlega á mótinu. 

Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins, skaut inn í að honum fyndist þetta hafa snarlagast undanfarin ár hvað varðaði hvenær stuðningsmenn mættu á leikinn. 

„Þetta hefði verið frábært ef hólfið okkar hefði verið opið.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×