Veðmálabransinn nötrar vegna íslenska liðsins Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2016 11:42 80 prósent Íslendinga á sigur sinna manna, sláandi hlutfall og sýnir áður óþekkta hollustu meðal þeirra sem veðja. Gengi Íslands á EM hefur reynst veðmálafyrirtækjum þungt í skauti og nú nötrar allt vegna Frakklandsleiksins. Ástæðan er sú óvenju hátt hlutfall vill veðja á Ísland, sem þýðir að veðmálafyrirtækin verða að punga út fúlgum. Jeff Tabone hjá Betsson hefur aldrei séð aðrar eins tölur. Í leiknum gegn Englandi var stuðullinn 9. Þetta þýðir einfaldlega það að ef einhver leggur undir hundrað Evrur á íslenska sigur, fær viðkomandi greitt 900 Evrur út. Óvænt úrslit þýða að veðmálafyrirtækin verða að punga út. Ómögulegt er að meta hversu miklir fjármunir eru undir en það má meta sem svo að tap veðmálafyrirtækjanna skipti hundruðum milljóna króna. Og nú er stuðullinn í Frakklandsleiknum hjá Betsson enn 9. Menn eru bókstaflega með hjartað í buxunum, hann skelfur bransinn segir einn sem þekkir vel til, í samtali við Vísi. Þetta er stórkostlegt fyrir knattspyrnuna en ef Ísland vinnur er það hræðilegt fyrir veðmálafyrirtækin.Gott gengi íslenska liðsins og óvænt hefur meðal annars leitt til þess að nú nötrar allt innan veggja veðmálafyrirtækjanna.Vísir/EPAEnn er stuðullinn á íslenskan sigur 9 Í Evrópu er Bewin líkast til stærsta veðmálafyrirtækið, og LadBrokers sem stendur á gömlum merg. Og Bet365 er einnig umfangsmikið á þessu sviði. Betsson er stærsta veðmálafyrirtæki á Norðurlöndum, með yfir þúsund starfsmenn. UniBet er svo næst stærst á Norðurlöndum. Veðmálastuðullinn er reiknaður eftir kúnstarinnar reglum. Einhver sérhæfð fyrirtæki sem gefa út þessa stuðla. En, svo aðlaga veðmálafyrirtækin þá eftir því hvernig veðmálin þróast og eftir stöðu áhættugreiningu sem er uppfærð reglulega. Menn geta verið að veðja í dag og fengið stuðul, sem ekki verður sá sami á morgun, ef veðjað er þá. Einkennilegt í því ljósi að Betsson fari aftur af stað með stuðulinn 9 í því ljósi. Það getur allt gerst, liðið hefur sýnt það.Skelfilegt fyrir veðmálafyrirtækin ef Frakkland taparÓhætt er að segja að skjálfti sé í Evrópu sökum velgengni Íslands, sem flestir virðast halda með. Í Svíþjóð, Noregi og Danmörku leggja flestir undir á Ísland og styðja liðið veðmálafyrirtækjunum til mikillar hrellingar.Jeff Tabone, yfirmaður veðmála hjá Betsson, hefur aldrei séð annað eins.Jeff Tabone er yfirmanni veðmála hjá Betsson og hann segir, í samtali við Vísi, að þar á bæ hafi menn aldrei séð annað eins. Betsson starfar í yfir 20 löndum og virðist sem svo að í öllum þeim löndum styðji menn Ísland nema í því landi sem leikið er gegn. „Ef að Ísland mundi leggja Frakka af velli yrði það stórkostlegt fyrir knattspyrnuna en skelfilegt fyrir okkur veðmálafyrirtækin í Evrópu, segir Tabone.Sláandi hlutfall og mikil hollustaTabone segist aldrei hafa séð eins marga viðskiptavini á Íslandi veðja og þá veðja á sitt lið. „Þeir veðja með hjartanu og það hefur hingað til borgað sig. Þeir voru að fá að meðaltali 95 Evrur eftir að hafa lagt 10 Evrur undir, á leikinn gegn Englandi.“ Gróft metið veðjuðu 80 prósent hinna íslensku viðskiptavina á sigur sinna manna í venjulegum leiktíma. Jeff Tabone segir þetta sláandi hlutfall og sýna áður óþekkta hollustu meðal þeirra sem veðja; þegar peningar eru annars vegar reyna menn að halda tilfinningum sínum í skefjum þó almennt vilji fólk veðja á góða útkomu sinna manna. „En, þetta er með ólíkindum í ljósi þess að meðal þeirra sem búa utan Norðurlanda var Ísland talið ólíklegur sigurvegari, það var metið sem einn á móti tæplega tíu.“Ekki fleiri veðjað á lið með svo lágan stuðulJeff Tabone segir þá hjá Betsson aldrei hafa séð annað eins. Aðeins tíu prósent á Norðurlöndum veðjaði með Englandi og tíu prósent veðjaði á jafntefli eftir venjulegan leiktíma. „Við vorum að sjá mjög mikinn áhuga á þessum leik í Svíþjóð og Noregi,“ segir Tabone og rýnir í tölur sínar. „En, hvergi eins ofboðslegan og á Íslandi. Veðmálin voru miklu fleiri á lið með svo lágan stuðul en áður hefur sést. Og svo virðist sem Svíar tengi sig við Lars Lagerbäck. Aðrar þjóðir, á meginlandi Evrópu, veðjuðu í miklum meirihluta, eða 85 prósent, á sigur Englands. Sem er hátt hlutfall. Þannig að ... enn er efasemdamenn um íslenska liðið að finna þar,“ segir Jeff Tabone. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tap Englands kostaði Íslenskar getraunir formúu Aldrei hefur eins há upphæð verið greidd út í verðlaunafé fyrir einstakan leik á Lengjunni. 28. júní 2016 14:23 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Gengi Íslands á EM hefur reynst veðmálafyrirtækjum þungt í skauti og nú nötrar allt vegna Frakklandsleiksins. Ástæðan er sú óvenju hátt hlutfall vill veðja á Ísland, sem þýðir að veðmálafyrirtækin verða að punga út fúlgum. Jeff Tabone hjá Betsson hefur aldrei séð aðrar eins tölur. Í leiknum gegn Englandi var stuðullinn 9. Þetta þýðir einfaldlega það að ef einhver leggur undir hundrað Evrur á íslenska sigur, fær viðkomandi greitt 900 Evrur út. Óvænt úrslit þýða að veðmálafyrirtækin verða að punga út. Ómögulegt er að meta hversu miklir fjármunir eru undir en það má meta sem svo að tap veðmálafyrirtækjanna skipti hundruðum milljóna króna. Og nú er stuðullinn í Frakklandsleiknum hjá Betsson enn 9. Menn eru bókstaflega með hjartað í buxunum, hann skelfur bransinn segir einn sem þekkir vel til, í samtali við Vísi. Þetta er stórkostlegt fyrir knattspyrnuna en ef Ísland vinnur er það hræðilegt fyrir veðmálafyrirtækin.Gott gengi íslenska liðsins og óvænt hefur meðal annars leitt til þess að nú nötrar allt innan veggja veðmálafyrirtækjanna.Vísir/EPAEnn er stuðullinn á íslenskan sigur 9 Í Evrópu er Bewin líkast til stærsta veðmálafyrirtækið, og LadBrokers sem stendur á gömlum merg. Og Bet365 er einnig umfangsmikið á þessu sviði. Betsson er stærsta veðmálafyrirtæki á Norðurlöndum, með yfir þúsund starfsmenn. UniBet er svo næst stærst á Norðurlöndum. Veðmálastuðullinn er reiknaður eftir kúnstarinnar reglum. Einhver sérhæfð fyrirtæki sem gefa út þessa stuðla. En, svo aðlaga veðmálafyrirtækin þá eftir því hvernig veðmálin þróast og eftir stöðu áhættugreiningu sem er uppfærð reglulega. Menn geta verið að veðja í dag og fengið stuðul, sem ekki verður sá sami á morgun, ef veðjað er þá. Einkennilegt í því ljósi að Betsson fari aftur af stað með stuðulinn 9 í því ljósi. Það getur allt gerst, liðið hefur sýnt það.Skelfilegt fyrir veðmálafyrirtækin ef Frakkland taparÓhætt er að segja að skjálfti sé í Evrópu sökum velgengni Íslands, sem flestir virðast halda með. Í Svíþjóð, Noregi og Danmörku leggja flestir undir á Ísland og styðja liðið veðmálafyrirtækjunum til mikillar hrellingar.Jeff Tabone, yfirmaður veðmála hjá Betsson, hefur aldrei séð annað eins.Jeff Tabone er yfirmanni veðmála hjá Betsson og hann segir, í samtali við Vísi, að þar á bæ hafi menn aldrei séð annað eins. Betsson starfar í yfir 20 löndum og virðist sem svo að í öllum þeim löndum styðji menn Ísland nema í því landi sem leikið er gegn. „Ef að Ísland mundi leggja Frakka af velli yrði það stórkostlegt fyrir knattspyrnuna en skelfilegt fyrir okkur veðmálafyrirtækin í Evrópu, segir Tabone.Sláandi hlutfall og mikil hollustaTabone segist aldrei hafa séð eins marga viðskiptavini á Íslandi veðja og þá veðja á sitt lið. „Þeir veðja með hjartanu og það hefur hingað til borgað sig. Þeir voru að fá að meðaltali 95 Evrur eftir að hafa lagt 10 Evrur undir, á leikinn gegn Englandi.“ Gróft metið veðjuðu 80 prósent hinna íslensku viðskiptavina á sigur sinna manna í venjulegum leiktíma. Jeff Tabone segir þetta sláandi hlutfall og sýna áður óþekkta hollustu meðal þeirra sem veðja; þegar peningar eru annars vegar reyna menn að halda tilfinningum sínum í skefjum þó almennt vilji fólk veðja á góða útkomu sinna manna. „En, þetta er með ólíkindum í ljósi þess að meðal þeirra sem búa utan Norðurlanda var Ísland talið ólíklegur sigurvegari, það var metið sem einn á móti tæplega tíu.“Ekki fleiri veðjað á lið með svo lágan stuðulJeff Tabone segir þá hjá Betsson aldrei hafa séð annað eins. Aðeins tíu prósent á Norðurlöndum veðjaði með Englandi og tíu prósent veðjaði á jafntefli eftir venjulegan leiktíma. „Við vorum að sjá mjög mikinn áhuga á þessum leik í Svíþjóð og Noregi,“ segir Tabone og rýnir í tölur sínar. „En, hvergi eins ofboðslegan og á Íslandi. Veðmálin voru miklu fleiri á lið með svo lágan stuðul en áður hefur sést. Og svo virðist sem Svíar tengi sig við Lars Lagerbäck. Aðrar þjóðir, á meginlandi Evrópu, veðjuðu í miklum meirihluta, eða 85 prósent, á sigur Englands. Sem er hátt hlutfall. Þannig að ... enn er efasemdamenn um íslenska liðið að finna þar,“ segir Jeff Tabone.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tap Englands kostaði Íslenskar getraunir formúu Aldrei hefur eins há upphæð verið greidd út í verðlaunafé fyrir einstakan leik á Lengjunni. 28. júní 2016 14:23 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Tap Englands kostaði Íslenskar getraunir formúu Aldrei hefur eins há upphæð verið greidd út í verðlaunafé fyrir einstakan leik á Lengjunni. 28. júní 2016 14:23